Fer Eiður Smári í Vesturbæinn? Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2023 07:00 Eiður Smári Guðjohnsen Vísir/Hulda Margrét Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila. KR-ingar vonast til þess að ganga frá þjálfaramálunum sem fyrst eftir helgi, eftir því sem Páll segir við íþróttadeild. Ljóst er að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var efstur á lista í Vesturbænum, fer til Haugesund og tekur ekki við starfi uppeldisfélagsins. Aðrir KR-ingar, þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson, halda kyrru fyrir hjá sínum félögum, Breiðabliki og Stjörnunni. Þónokkur nöfn hafa verið á sveimi síðustu daga og vikur, þá hvað helst nafn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum leikmanns KR sem þjálfaði Keflavík þar til um mitt sumar. Hann hefur fundað með KR en óvíst er hvort hann taki við. Annar fyrrum leikmaður KR, Brynjar Björn Gunnarsson, er einnig á blaði í Vesturbænum. Hann er þjálfari Grindavíkur en var áður með HK hér heima og Örgryte í Svíþjóð. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla og fyrrum þjálfari Leiknis í Reykjavík, mun ekki taka við liðinu en staðfesti við íþróttadeild að hann hefði fengið símtal frá KR-ingum þar sem tekinn var á honum púlsinn. Hann kveðst sáttur hjá KSÍ og ekki á förum. Sigurvin Ólafsson er annar fyrrum leikmaður KR sem gæti verið maður í starfið. Hann stýrði KV við góðan orðstír áður en hann yfirgaf Vesturbæinn til að þjálfa FH hvar hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar. Sögusagnir á tíma brotthvarfs hans voru hins vegar á þann veg að honum hafi á vissan hátt verið bolað út með sífellt minnkandi hlutverki innan teymis aðalliðs KR, sem hann sinnti samhliða skyldum sínum hjá KV. Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar. Eiður Smári var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með U21 og A-landslið karla og þjálfaði einnig FH. Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR. Fótbolti.net kastaði þá fram nafni Greggs Ryder, fyrrum þjálfara Þróttar og ÍBV, sem nú vinnur fyrir HB/Köge í Danmörku. Ekki náðist í Gregg við vinnslu fréttarinnar. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður en ljóst er að KR-ingar vilja fá þjálfaramál sín á hreint sem fyrst enda samningslausir leikmenn, líkt og Kristinn Jónsson, sem bíða nýs þjálfara áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sína. Besta deild karla KR Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
KR-ingar vonast til þess að ganga frá þjálfaramálunum sem fyrst eftir helgi, eftir því sem Páll segir við íþróttadeild. Ljóst er að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var efstur á lista í Vesturbænum, fer til Haugesund og tekur ekki við starfi uppeldisfélagsins. Aðrir KR-ingar, þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson, halda kyrru fyrir hjá sínum félögum, Breiðabliki og Stjörnunni. Þónokkur nöfn hafa verið á sveimi síðustu daga og vikur, þá hvað helst nafn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum leikmanns KR sem þjálfaði Keflavík þar til um mitt sumar. Hann hefur fundað með KR en óvíst er hvort hann taki við. Annar fyrrum leikmaður KR, Brynjar Björn Gunnarsson, er einnig á blaði í Vesturbænum. Hann er þjálfari Grindavíkur en var áður með HK hér heima og Örgryte í Svíþjóð. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla og fyrrum þjálfari Leiknis í Reykjavík, mun ekki taka við liðinu en staðfesti við íþróttadeild að hann hefði fengið símtal frá KR-ingum þar sem tekinn var á honum púlsinn. Hann kveðst sáttur hjá KSÍ og ekki á förum. Sigurvin Ólafsson er annar fyrrum leikmaður KR sem gæti verið maður í starfið. Hann stýrði KV við góðan orðstír áður en hann yfirgaf Vesturbæinn til að þjálfa FH hvar hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar. Sögusagnir á tíma brotthvarfs hans voru hins vegar á þann veg að honum hafi á vissan hátt verið bolað út með sífellt minnkandi hlutverki innan teymis aðalliðs KR, sem hann sinnti samhliða skyldum sínum hjá KV. Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar. Eiður Smári var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með U21 og A-landslið karla og þjálfaði einnig FH. Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR. Fótbolti.net kastaði þá fram nafni Greggs Ryder, fyrrum þjálfara Þróttar og ÍBV, sem nú vinnur fyrir HB/Köge í Danmörku. Ekki náðist í Gregg við vinnslu fréttarinnar. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður en ljóst er að KR-ingar vilja fá þjálfaramál sín á hreint sem fyrst enda samningslausir leikmenn, líkt og Kristinn Jónsson, sem bíða nýs þjálfara áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sína.
Besta deild karla KR Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki