Kjartan Atli eftir sögulegan sigur: Ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða Sæbjörn Steinke skrifar 19. október 2023 21:52 Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn Vísir / Anton Brink Álftanes vann í kvöld sögulegan sigur því þetta var fyrsti útisigur liðsins í efstu deild í körfubolta. Leikurinn var liður í þriðju umferð Subway deildarinnar og var Breiðablik andstæðingurinn. Leikurinn var fyrsti útileikur Álftaness í efstu deild og eftir hann ræddi Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins, við Vísi og Stöð 2 Sport. „Við vorum meðvitaðir um þetta allt saman og vildum skrifa þennan kafla í söguna í kvöld.“ „Ég er ánægðastur með gott flæði í sókninni, stigadreifingin var mjög góð. Heilt yfir margt í sóknarleiknum sem ég var ánægður með. Svo höldum við þeim í 37% skotnýtingu.“ Álftanes komst snemma í öðrum leikhluta í færi á að ganga frá leiknum en náði ekki að rota andstæðinginn og heimamenn komu sér aftur inn í leikinn. „Ég var svekktur með það, vildi að sjálfsögðu að við myndum stíga á bensíngjöfina og klára leikinn. En það er líka kredit á þá að hafa komið til baka, eru með virkilega flotta skorara í Everage og Keith, sem við þekkjum vel úr rimmum okkar við Skallagrím á síðustu leiktíð, þannig ég gef þeim hrós að koma til baka.“ Kjartan var ánægður með hversu margir komu að stigaskorun liðsins í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt hvað það voru margir sem voru að koma með framlag bæði varnar- og sóknarlega.“ Það eru margir góðir leikmenn í liði Álftaness. Daniel Love skoraði einungis fimm stig í kvöld eftir að hafa átt mjög góðan leik gegn Grindavík í síðasta leik. „Þetta er bara þannig lið að stundum skorar þessi fimm, þessi tíu, næsti fimmtán og annar tuttugu stig. Menn vita að ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða.“ Þjálfarinn var mjög kátur með stuðninginn í stúkunni. „Alveg geggjað, það er ótrúlega gaman hvað það eru margir sem hafa fylkt sér á bak við okkur, rosalega jákvæð stemning og við erum mjög stoltir af því hvað fólkið hefur tekið okkur vel úti á Nesi.“ Undirritaður var mjög hrifinn af leik Hauks Helga Pálssonar í kvöld og var þjálfarinn spurður út í landsliðsmanninn. „Haukur var flottur í kvöld, margir mjög flottir. Ég var mjög ánægður með hvernig hann spilaði.“ Að lokum laumaði Kjartan, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, að einu hrósi. „Mig langar að gefa manni hér úr Kópavoginum, þar sem ég þekki nú aðeins til hér í Smáranum, mikið kredit; Heimir Snær Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Kredit á hann fyrir að vinna baki brotnu. Hrós á hvað hann er að gera hlutina vel.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
„Við vorum meðvitaðir um þetta allt saman og vildum skrifa þennan kafla í söguna í kvöld.“ „Ég er ánægðastur með gott flæði í sókninni, stigadreifingin var mjög góð. Heilt yfir margt í sóknarleiknum sem ég var ánægður með. Svo höldum við þeim í 37% skotnýtingu.“ Álftanes komst snemma í öðrum leikhluta í færi á að ganga frá leiknum en náði ekki að rota andstæðinginn og heimamenn komu sér aftur inn í leikinn. „Ég var svekktur með það, vildi að sjálfsögðu að við myndum stíga á bensíngjöfina og klára leikinn. En það er líka kredit á þá að hafa komið til baka, eru með virkilega flotta skorara í Everage og Keith, sem við þekkjum vel úr rimmum okkar við Skallagrím á síðustu leiktíð, þannig ég gef þeim hrós að koma til baka.“ Kjartan var ánægður með hversu margir komu að stigaskorun liðsins í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt hvað það voru margir sem voru að koma með framlag bæði varnar- og sóknarlega.“ Það eru margir góðir leikmenn í liði Álftaness. Daniel Love skoraði einungis fimm stig í kvöld eftir að hafa átt mjög góðan leik gegn Grindavík í síðasta leik. „Þetta er bara þannig lið að stundum skorar þessi fimm, þessi tíu, næsti fimmtán og annar tuttugu stig. Menn vita að ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða.“ Þjálfarinn var mjög kátur með stuðninginn í stúkunni. „Alveg geggjað, það er ótrúlega gaman hvað það eru margir sem hafa fylkt sér á bak við okkur, rosalega jákvæð stemning og við erum mjög stoltir af því hvað fólkið hefur tekið okkur vel úti á Nesi.“ Undirritaður var mjög hrifinn af leik Hauks Helga Pálssonar í kvöld og var þjálfarinn spurður út í landsliðsmanninn. „Haukur var flottur í kvöld, margir mjög flottir. Ég var mjög ánægður með hvernig hann spilaði.“ Að lokum laumaði Kjartan, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, að einu hrósi. „Mig langar að gefa manni hér úr Kópavoginum, þar sem ég þekki nú aðeins til hér í Smáranum, mikið kredit; Heimir Snær Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Kredit á hann fyrir að vinna baki brotnu. Hrós á hvað hann er að gera hlutina vel.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira