„Að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. október 2023 17:01 Elín Sif Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Gunnlöð Jóna „Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri?“ segir tónlistarkonan og leikkonan Elín Hall um lagið sitt bankastræti, sem hún syngur ásamt Unu Torfa. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Er um að ræða fjórða síngúl af komandi plötu Elínar sem ber heitið „heyrist í mér?“. „Lagið má segja að kjarni þema plötunnar en það er upplifun þess að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir. Upplifun sem getur verið algeng bæði í persónulegum samböndum en einnig þvert á svið lífsins. Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri? Með súrrealískum, hispurslausum og örvæntingarfullum texta vöfðum inn upplífgandi hljóðheim fæddist þversagnarkennt indípopplag sem getur ekki annað en fengið fólk til að kinka kolli við,“ segir Elín. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Elín Hall og Una Torfa hafa báðar vakið athygli í íslenskum tónlistarheimi að undanförnu og voru sem dæmi báðar tilnefndar sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Þá hefur Elín slegið í gegn í leiksýningunni Níu líf. Í spilaranum hér að neðan má sjá flutning hennar á laginu Er nauðsynlegt að skjóta þá eftir Bubba Morthens: Samstarfið við Unu Torfa kviknaði eftir eftir fund með henni þegar þær stunduðu saman nám í LHÍ fyrir þremur árum. Í kjölfar fundarins samdi Elín drög að laginu. Að sögn hennar voru þær báðar skeptískar á eigin raddir á þeim tíma. Fyrir upptökur á laginu „bankastræti“ hittust þær og horfðu til baka yfir farinn veg. „Margt hefur breyst síðan þá en samt ekki neitt,“ segir Elín að lokum. Hér má hlusta á Elínu Hall á streymisveitunni Spotify. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Er um að ræða fjórða síngúl af komandi plötu Elínar sem ber heitið „heyrist í mér?“. „Lagið má segja að kjarni þema plötunnar en það er upplifun þess að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir. Upplifun sem getur verið algeng bæði í persónulegum samböndum en einnig þvert á svið lífsins. Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri? Með súrrealískum, hispurslausum og örvæntingarfullum texta vöfðum inn upplífgandi hljóðheim fæddist þversagnarkennt indípopplag sem getur ekki annað en fengið fólk til að kinka kolli við,“ segir Elín. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Elín Hall og Una Torfa hafa báðar vakið athygli í íslenskum tónlistarheimi að undanförnu og voru sem dæmi báðar tilnefndar sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Þá hefur Elín slegið í gegn í leiksýningunni Níu líf. Í spilaranum hér að neðan má sjá flutning hennar á laginu Er nauðsynlegt að skjóta þá eftir Bubba Morthens: Samstarfið við Unu Torfa kviknaði eftir eftir fund með henni þegar þær stunduðu saman nám í LHÍ fyrir þremur árum. Í kjölfar fundarins samdi Elín drög að laginu. Að sögn hennar voru þær báðar skeptískar á eigin raddir á þeim tíma. Fyrir upptökur á laginu „bankastræti“ hittust þær og horfðu til baka yfir farinn veg. „Margt hefur breyst síðan þá en samt ekki neitt,“ segir Elín að lokum. Hér má hlusta á Elínu Hall á streymisveitunni Spotify. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira