Fjórar breytingar á Liverpool liðinu | Engar hjá Everton Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 11:03 Mohamed Salah glímir við Vitaliy Mykolenko og Dwight McNeil Byrjunarlið Liverpool og Everton hafa verið gerð opinber fyrir leik liðanna í 9. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Brighton í síðustu umferð, Sean Dyche gerir engar breytingar á Everton liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Bournemouth í síðustu umferð. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, verður frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl í landsleik með Skotlandi á dögunum. Hann gengst bráðlega undir skurðhnífinn og spilar að öllum líkindum ekki fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Kostas Tsimikas tekur hans stöðu á vellinum í dag en Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að Joe Gomez væri sömuleiðis líklegur til að spila vinstra megin í fjarveru Robertson. Ibrahima Konaté kemur inn fyrir Joel Matip í vörnina við hlið Virgil Van Dijk, Trent Alexander-Arnold stillir sér svo upp í hægri bakverðinum. Ein breyting er gerð á miðsvæðinu en Ryan Gravenberch kemur inn fyrir Harvey Elliott og spilar sinn fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni, auk hans eru það þeir Dominik Szoboslai og Alexis Mac Allister sem mynda þriggja manna miðjuna. Diogo Jota er fremsti maður á meðan Darwin Nunez vermir varamannabekkinn, Mohamed Salah og Luis Díaz eru úti á köntunum. Í marki Everton stendur Jordan Pickford vaktina að vana með James Tarkowski og Jarrad Branthwaite fyrir framan sig. Vitaly Mykolenko og Ashley Young eru hægri og vinstri bakvörður. James Garnes og Amadou Onana sitja saman á miðsvæðinu með Jack Harrison hægra megin og Dwight McNeil vinstra megin. Dominic Calwert Lewin leiðir línuna með Abdoulaye Doucouré í holunni fyrir aftan sig. Idrassa Gana Gueye er kominn aftur í hópinn en fær sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa meiðst lítillega í upphitun fyrir síðasta leik. Enski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, verður frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl í landsleik með Skotlandi á dögunum. Hann gengst bráðlega undir skurðhnífinn og spilar að öllum líkindum ekki fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Kostas Tsimikas tekur hans stöðu á vellinum í dag en Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að Joe Gomez væri sömuleiðis líklegur til að spila vinstra megin í fjarveru Robertson. Ibrahima Konaté kemur inn fyrir Joel Matip í vörnina við hlið Virgil Van Dijk, Trent Alexander-Arnold stillir sér svo upp í hægri bakverðinum. Ein breyting er gerð á miðsvæðinu en Ryan Gravenberch kemur inn fyrir Harvey Elliott og spilar sinn fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni, auk hans eru það þeir Dominik Szoboslai og Alexis Mac Allister sem mynda þriggja manna miðjuna. Diogo Jota er fremsti maður á meðan Darwin Nunez vermir varamannabekkinn, Mohamed Salah og Luis Díaz eru úti á köntunum. Í marki Everton stendur Jordan Pickford vaktina að vana með James Tarkowski og Jarrad Branthwaite fyrir framan sig. Vitaly Mykolenko og Ashley Young eru hægri og vinstri bakvörður. James Garnes og Amadou Onana sitja saman á miðsvæðinu með Jack Harrison hægra megin og Dwight McNeil vinstra megin. Dominic Calwert Lewin leiðir línuna með Abdoulaye Doucouré í holunni fyrir aftan sig. Idrassa Gana Gueye er kominn aftur í hópinn en fær sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa meiðst lítillega í upphitun fyrir síðasta leik.
Enski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti