Sex mánaða skilorð fyrir hundrað byssur og 34 þúsund skot Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. október 2023 13:20 Dómur Landsréttar féll í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var gripinn með tæplega hundrað byssur og 34 þúsund byssuskot í vörslum sínum. Hann taldi geymslu vopnanna fullnægjandi. Lögregla hélt í húsleit á heimili mannsins í febrúar árið 2020 vegna rannsóknar á ótengdu máli sem síðar var fellt niður. Við leitina fannst fjöldi skotvopna og skotfæra en einungis hluti þeirra var í læstum skáp eða geymdur með fullnægjandi hætti. Í forstofunni voru til að mynda tvær byssur, fjórar byssur í byssurekka og og í holi inn af forstofu voru sjö byssur uppi við skenk. Skotfæri á víð og dreif Nokkrir skotvopnaskápar voru á heimilinu en þeir voru ýmist ólæstir eða læstir með glerhurðum og lyklum í skrám. Þessu til viðbótar voru skotvopn og skotfæri á víð og dreif um húsið. Lögregla réðst í aðra húsleit síðar í sama mánuði og leitaði þar í gámi við heimilið sem og bílum sem við það stóðu. Í leitinni tóku níu lögreglumenn þátt og stóð hún yfir í rúmar tólf klukkustundir. Mikill fjöldi skotvopnanna var óvirkur, og laut því ekki reglum um skotvopn, en hins vegar voru tugir annarra vopna vel í lagi: „gríðarlegt magn af virkum rifflum, haglabyssum og skammbyssum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Byssurnar voru 94 samtals og þar að auki var lagt hald á um 34.200 skot. Sex mánaða skilorð hæfilegt Héraðsdómari dæmdi manninn í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi rétt að lækka refsinguna niður í sex. Maðurinn bar fyrir sig að hann hefði verið með skotvopna- og safnaraleyfi í tugi ára. Hann væri einn helsti sérfræðingur landsins í skotvopnum, hann væri meindýraeyðir og því ávallt með byssur tiltækar og þá væri heimili hans afskekkt. Hann fullyrti þar að auki að geymsla skotvopnanna hafi verið fullnægjandi. Hvorki héraðsdómari né Landsréttardómararar féllust á skýringar mannsins og við mat á refsingu í Landsrétti var meðal annars litið til þess að ákærði hafi tvívegis áður hlotið refsidóma fyrir brot gegn vopnalögum. Bæði brotin vörðuðu vanrækslu hans við að tryggja á fullnægjandi hátt vörslu skotvopna og skotfæra. Hæfileg refsing þótti því skilorðsbundið fangelsi í sex mánuði og þá þarf hann þar að auki að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnað málsins. Dómsmál Skotvopn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Lögregla hélt í húsleit á heimili mannsins í febrúar árið 2020 vegna rannsóknar á ótengdu máli sem síðar var fellt niður. Við leitina fannst fjöldi skotvopna og skotfæra en einungis hluti þeirra var í læstum skáp eða geymdur með fullnægjandi hætti. Í forstofunni voru til að mynda tvær byssur, fjórar byssur í byssurekka og og í holi inn af forstofu voru sjö byssur uppi við skenk. Skotfæri á víð og dreif Nokkrir skotvopnaskápar voru á heimilinu en þeir voru ýmist ólæstir eða læstir með glerhurðum og lyklum í skrám. Þessu til viðbótar voru skotvopn og skotfæri á víð og dreif um húsið. Lögregla réðst í aðra húsleit síðar í sama mánuði og leitaði þar í gámi við heimilið sem og bílum sem við það stóðu. Í leitinni tóku níu lögreglumenn þátt og stóð hún yfir í rúmar tólf klukkustundir. Mikill fjöldi skotvopnanna var óvirkur, og laut því ekki reglum um skotvopn, en hins vegar voru tugir annarra vopna vel í lagi: „gríðarlegt magn af virkum rifflum, haglabyssum og skammbyssum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Byssurnar voru 94 samtals og þar að auki var lagt hald á um 34.200 skot. Sex mánaða skilorð hæfilegt Héraðsdómari dæmdi manninn í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi rétt að lækka refsinguna niður í sex. Maðurinn bar fyrir sig að hann hefði verið með skotvopna- og safnaraleyfi í tugi ára. Hann væri einn helsti sérfræðingur landsins í skotvopnum, hann væri meindýraeyðir og því ávallt með byssur tiltækar og þá væri heimili hans afskekkt. Hann fullyrti þar að auki að geymsla skotvopnanna hafi verið fullnægjandi. Hvorki héraðsdómari né Landsréttardómararar féllust á skýringar mannsins og við mat á refsingu í Landsrétti var meðal annars litið til þess að ákærði hafi tvívegis áður hlotið refsidóma fyrir brot gegn vopnalögum. Bæði brotin vörðuðu vanrækslu hans við að tryggja á fullnægjandi hátt vörslu skotvopna og skotfæra. Hæfileg refsing þótti því skilorðsbundið fangelsi í sex mánuði og þá þarf hann þar að auki að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnað málsins.
Dómsmál Skotvopn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira