Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2023 13:51 Syrgjandi felur andlitið í höndum sér eftir loftárás Ísraelsmanna í Deir Al-Balah á miðju Gasasvæðinu. AP/Hatem Moussa) Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Ísraelsmenn beina því nú til Palestínumanna á norðurhluta Gasa að flýja suður, þar sem meiri kraftur verði settur í loftárásir á svæðinu. Suðurhluti Gasa hefur þó alls ekki farið varhluta af sprengjuárásum Ísraelsmanna; hundruð hafa fallið þar í árásum síðustu daga, þó að svæðið eigi að heita öruggara. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Þá greindi talsmaður hersins frá því í morgun að Ísraelsher hefði grandað „tifandi tímapsrengju“ í loftárás á Vesturbakkanum; miðstöð hryðjuverkamanna sem starfrækt hefði verið undir mosku í Jenin-flóttamannabúðunum. Hópurinn bæri ábyrgð á fjölmörgum árásum í Ísrael og hefði verið að skipuleggja fleiri þegar hann var þurrkaður út. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palstínu. Gangan hefst við Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan 14:20 og gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli. Klukkan 15:15 hefst svo samstöðufundur þar. Þar munu Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flytja ræður. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir „Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40 Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30 Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Ísraelsmenn beina því nú til Palestínumanna á norðurhluta Gasa að flýja suður, þar sem meiri kraftur verði settur í loftárásir á svæðinu. Suðurhluti Gasa hefur þó alls ekki farið varhluta af sprengjuárásum Ísraelsmanna; hundruð hafa fallið þar í árásum síðustu daga, þó að svæðið eigi að heita öruggara. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Þá greindi talsmaður hersins frá því í morgun að Ísraelsher hefði grandað „tifandi tímapsrengju“ í loftárás á Vesturbakkanum; miðstöð hryðjuverkamanna sem starfrækt hefði verið undir mosku í Jenin-flóttamannabúðunum. Hópurinn bæri ábyrgð á fjölmörgum árásum í Ísrael og hefði verið að skipuleggja fleiri þegar hann var þurrkaður út. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palstínu. Gangan hefst við Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan 14:20 og gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli. Klukkan 15:15 hefst svo samstöðufundur þar. Þar munu Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flytja ræður.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir „Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40 Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30 Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
„Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40
Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30
Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37