Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2023 20:44 Palestínumenn leita aðstandenda í rústum byggingar sem varð fyrir sprengjuregni Ísraelshers í dag. AP Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. Tuttugu flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í gær. Opinberir fréttamiðlar í Egyptalandi greindu frá því í dag að sautján flutningabílar til viðbótar hafi farið yfir landamærin í dag. AP hafði eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að engar slíkar bifreiðar hafi farið yfir landamærin. Griffiths staðfesti í færslu á samfélagsmiðlinum X að birgðirnar hafi borist íbúum Gasa. Hann sagði sendinguna vera vonarglætu fyrir milljónir fólks í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. En að það hafi þurft mikið meira til. Another glimmer of hope. pic.twitter.com/Keq1fuq0sG— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 22, 2023 Blaðamenn AP sögðust hafa séð sjö olíubifreiðar keyra norður frá landamærunum í dag. Að sögn ísraelska hersins voru olíubifreiðarnar að ferja eldsneyti sem hafði verið geymt Gasa-megin við landamærin. OCHA, mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna segir neyðarsendinguna sem barst íbúum Gasa í gær nema um fjórum prósentum af þeim birgðum sem bárust þeim daglega fyrir stríðið. Að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert ákall eftir hundrað flutningabílum á dag en að Ísraelsk yfirvöld segist hafa stjórn á ástandinu. Sjúklingar meðhöndlaðir á troðfullum spítalagöngum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að minnst 130 nýfæddir fyrirburar séu í alvarlegri hættu vegna eldsneytisskortsins sem leiðir til rafmagnsskorts. Þá hafi þurft að loka sjö spítölum í norðurhluta Gasa vegna skorts á rafmagni eða aðbúnaði, skemmda vegna loftárása eða fyrirskipana Ísraela um brottflutning. Sjúkrabirgðir eru að klárast á sjúkrahúsunum á Gasa, sem öll eru yfirfull af sjúklingum og flóttafólki, segir í frétt AP. Slasaðir íbúar Gasa eru meðhöndlaðir á dimmum og troðfullum göngum spítalanna, þar sem nær allt rafmagn er sparað fyrir gjörgæslurými, sem eru að sögn lækna sárafá. Þá segir að læknar séu tilneyddir til að framkvæma skurðaðgerðir með saumnálum, án deyfingar og vegna skorts á sjúkrabirgðum þurfi að nota edik í stað sótthreinsiefnis. Skutu óvart á varðturn í Egyptalandi Ísraelski herinn skaut í dag á varðturn í Egyptalandi skammt frá Gasa-landamærunum. Í tilkynningu frá egypska hernum segir að nokkrir hafi særst. Ísraelski herinn baðst afsökunar á árásinni, og sagði að skriðdreki á þeirra vegum hafi óvart skotið að egypskri stöð og að verið væri að rannsaka atvikið. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Tuttugu flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í gær. Opinberir fréttamiðlar í Egyptalandi greindu frá því í dag að sautján flutningabílar til viðbótar hafi farið yfir landamærin í dag. AP hafði eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að engar slíkar bifreiðar hafi farið yfir landamærin. Griffiths staðfesti í færslu á samfélagsmiðlinum X að birgðirnar hafi borist íbúum Gasa. Hann sagði sendinguna vera vonarglætu fyrir milljónir fólks í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. En að það hafi þurft mikið meira til. Another glimmer of hope. pic.twitter.com/Keq1fuq0sG— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 22, 2023 Blaðamenn AP sögðust hafa séð sjö olíubifreiðar keyra norður frá landamærunum í dag. Að sögn ísraelska hersins voru olíubifreiðarnar að ferja eldsneyti sem hafði verið geymt Gasa-megin við landamærin. OCHA, mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna segir neyðarsendinguna sem barst íbúum Gasa í gær nema um fjórum prósentum af þeim birgðum sem bárust þeim daglega fyrir stríðið. Að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert ákall eftir hundrað flutningabílum á dag en að Ísraelsk yfirvöld segist hafa stjórn á ástandinu. Sjúklingar meðhöndlaðir á troðfullum spítalagöngum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að minnst 130 nýfæddir fyrirburar séu í alvarlegri hættu vegna eldsneytisskortsins sem leiðir til rafmagnsskorts. Þá hafi þurft að loka sjö spítölum í norðurhluta Gasa vegna skorts á rafmagni eða aðbúnaði, skemmda vegna loftárása eða fyrirskipana Ísraela um brottflutning. Sjúkrabirgðir eru að klárast á sjúkrahúsunum á Gasa, sem öll eru yfirfull af sjúklingum og flóttafólki, segir í frétt AP. Slasaðir íbúar Gasa eru meðhöndlaðir á dimmum og troðfullum göngum spítalanna, þar sem nær allt rafmagn er sparað fyrir gjörgæslurými, sem eru að sögn lækna sárafá. Þá segir að læknar séu tilneyddir til að framkvæma skurðaðgerðir með saumnálum, án deyfingar og vegna skorts á sjúkrabirgðum þurfi að nota edik í stað sótthreinsiefnis. Skutu óvart á varðturn í Egyptalandi Ísraelski herinn skaut í dag á varðturn í Egyptalandi skammt frá Gasa-landamærunum. Í tilkynningu frá egypska hernum segir að nokkrir hafi særst. Ísraelski herinn baðst afsökunar á árásinni, og sagði að skriðdreki á þeirra vegum hafi óvart skotið að egypskri stöð og að verið væri að rannsaka atvikið. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent