Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 09:09 Hátt í 5000 hafa verið drepnir í loftárásum Ísrael á Gasa. AP Photo/Hatem Ali Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasaströndinni hafa nú minnst 4.700 fallið í valinn eftir að gagnsókn Ísraelsmanna í kjölfar árásar Hamas á Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn. Meira en 1.400 voru drepnir í árás Hamas þann dag. Hamas segir að 40 prósent þeirra sem hafa verið drepin séu börn og að tæplega 16.000 hafi særst í árásunum. Ísraelski herinn hefur haldið árásum á ströndina áfram og segist hafa ráðsit á 320 skotmörk síðasta sólarhinginn, þar á meðal göng og höfuðstöðvar Hamas. Þetta er sagt gert til að draga úr áhættunni í komandi landhernaði sem er sagður yfirvofandi á svæðinu. Eins hafa átök á Vesturbakkanum stigmagnast og voru tveir Palestínumenn drepnir í Jalazone flóttamannabúðunum nærri Ramallah. Ísraelski herinn gerði áhlaup á búðirnar í morgun og tóku fjölda manna höndum. Að sögn íbúa í búðunum reyndu íbúar vopnaðir skotvopnum og aðrir sem köstuðu steinum að mæta hermönnunum. Þá voru tveir aðgerðasinnar handteknir af lögreglu í Ísrael fyrir að hengja upp plaggöt sem lögregla taldi „móðgandi“. Á plaggötunum stóð: „Gyðingar og Arabar, sameinuð komumst við í gegnum þetta.“ Aðgerðasinnarnir, sem voru á vegum hópsins Standing together, voru handteknir og plaggötin, auk stuttermabola með sömu skilaboðum, gerð upptæk. , , - - , . . . - pic.twitter.com/91tBdhAKhz— Standing Together (@omdimbeyachad) October 18, 2023 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36 Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasaströndinni hafa nú minnst 4.700 fallið í valinn eftir að gagnsókn Ísraelsmanna í kjölfar árásar Hamas á Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn. Meira en 1.400 voru drepnir í árás Hamas þann dag. Hamas segir að 40 prósent þeirra sem hafa verið drepin séu börn og að tæplega 16.000 hafi særst í árásunum. Ísraelski herinn hefur haldið árásum á ströndina áfram og segist hafa ráðsit á 320 skotmörk síðasta sólarhinginn, þar á meðal göng og höfuðstöðvar Hamas. Þetta er sagt gert til að draga úr áhættunni í komandi landhernaði sem er sagður yfirvofandi á svæðinu. Eins hafa átök á Vesturbakkanum stigmagnast og voru tveir Palestínumenn drepnir í Jalazone flóttamannabúðunum nærri Ramallah. Ísraelski herinn gerði áhlaup á búðirnar í morgun og tóku fjölda manna höndum. Að sögn íbúa í búðunum reyndu íbúar vopnaðir skotvopnum og aðrir sem köstuðu steinum að mæta hermönnunum. Þá voru tveir aðgerðasinnar handteknir af lögreglu í Ísrael fyrir að hengja upp plaggöt sem lögregla taldi „móðgandi“. Á plaggötunum stóð: „Gyðingar og Arabar, sameinuð komumst við í gegnum þetta.“ Aðgerðasinnarnir, sem voru á vegum hópsins Standing together, voru handteknir og plaggötin, auk stuttermabola með sömu skilaboðum, gerð upptæk. , , - - , . . . - pic.twitter.com/91tBdhAKhz— Standing Together (@omdimbeyachad) October 18, 2023
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36 Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36
Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44