Blaðamönnum sýnd myndskeið af voðaverkum Hamas-liða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 11:28 Barnaherbergi í Nir Oz samfélaginu eftir árás Hamas-liða. Fjórðungur íbúa var myrtur eða þeim rænt. AP/Francisco Seco Stjórnvöld í Ísrael buðu tugum erlendra blaðamanna á sérstaka kynningu í herstöð í Tel Aviv í gær þar sem sýnt var 45 mínútna langt safn myndskeiða frá deginum þegar Hamas-liðar réðust á almenna borgara í Ísrael. Tilgangur kynningarinnar var að sögn yfirvalda að vega upp á móti tilraunum til að afneita eða gera lítið úr þeim hroðaverkum sem hefðu verið framin. Myndskeiðin voru tekin úr farsímum, öryggismyndavélum, myndavélum bifreiða og úr myndavélum sem Hamas-liðar báru á sér. Meðal þess sem bar fyrir augu voru morð á börnum og afhöfðun sumra fórnarlambanna. Viðstöddum var ekki heimilað að taka upp á kynningunni en mínútulangt myndskeið var birt opinberlega; það sýndi hryðjuverkamennina veifa til ökumanns að stöðva bifreið sína en skjóta svo hann og farþegann. Á öðru myndskeiði sem sýnt var blaðamönnunum sjást árásarmennirnir fara inn á heimili og ræða við stúlku sem felur sig undir borði. „Eftir orðaskipti skjóta þeir hana og drepa,“ tísti blaðamaðurinn Jotam Confino að lokinni kynningunni. Stúlkan hafi virst vera á aldrinum sjö til níu ára. "I would like to explain what I saw - but I don't want to scare people off."Danish journalist Jotam Confino, who was shown raw bodycam footage of Hamas's atrocities, hesitates before telling Piers Morgan exactly what he saw.@mrconfino | @piersmorgan | #PMU pic.twitter.com/YTwZvUi1wu— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) October 23, 2023 Enn annað mynskeið sýndi faðir og tvo syni hans hlaupa í nærfötunum, að því er virðist í átt að sprengjuskýli. Hamas-liði kastar handsprengju að þeim og drepur föðurinn. Strákarnir sjást hlaupa áfram, blóðugir. „Pabbi er dáinn, þetta var ekki hrekkur,“ hrópar annar. „Ég veit, ég sá það,“ svarar hinn. „Af hverju er ég lifandi?“ öskrar hann síðar. „Ég drap tíu gyðinga með mínum eigin höndum. Ég er að nota farsíma dauðrar gyðingakonu til að hringja í þig,“ segir sigurreifur Hamas-liði á einu myndskeiðanna. Þá sést maður höggva í höfuð manns sem liggur á jörðinni, byssumenn að myrða særðar konur úr röðum ísraelska hersins og ísraelska konu að skoða brunnar líkamsleifar annarar konu til að athuga hvort um ástvin sé að ræða. Umrætt lík var nakið að neðan og fulltrúi Ísraelshers sagði eftir sýninguna að ummerki bentu til nauðgunar. Á myndum mátti sjá afhöfðuð lík og brunnin lík barna. „Þegar við líkjum Hamas við Ríki íslam erum við ekki í endurmörkun,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Daniel Hagari. Eylon Levy, talsmaður stjórnvalda, sagði að þrátt fyrir að myndefni hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum væri afneitun í gangi, sem hann líkti við afneitun á Helförinni. Talið er að um 1.400 manns hafi látist í árásum Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Tilgangur kynningarinnar var að sögn yfirvalda að vega upp á móti tilraunum til að afneita eða gera lítið úr þeim hroðaverkum sem hefðu verið framin. Myndskeiðin voru tekin úr farsímum, öryggismyndavélum, myndavélum bifreiða og úr myndavélum sem Hamas-liðar báru á sér. Meðal þess sem bar fyrir augu voru morð á börnum og afhöfðun sumra fórnarlambanna. Viðstöddum var ekki heimilað að taka upp á kynningunni en mínútulangt myndskeið var birt opinberlega; það sýndi hryðjuverkamennina veifa til ökumanns að stöðva bifreið sína en skjóta svo hann og farþegann. Á öðru myndskeiði sem sýnt var blaðamönnunum sjást árásarmennirnir fara inn á heimili og ræða við stúlku sem felur sig undir borði. „Eftir orðaskipti skjóta þeir hana og drepa,“ tísti blaðamaðurinn Jotam Confino að lokinni kynningunni. Stúlkan hafi virst vera á aldrinum sjö til níu ára. "I would like to explain what I saw - but I don't want to scare people off."Danish journalist Jotam Confino, who was shown raw bodycam footage of Hamas's atrocities, hesitates before telling Piers Morgan exactly what he saw.@mrconfino | @piersmorgan | #PMU pic.twitter.com/YTwZvUi1wu— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) October 23, 2023 Enn annað mynskeið sýndi faðir og tvo syni hans hlaupa í nærfötunum, að því er virðist í átt að sprengjuskýli. Hamas-liði kastar handsprengju að þeim og drepur föðurinn. Strákarnir sjást hlaupa áfram, blóðugir. „Pabbi er dáinn, þetta var ekki hrekkur,“ hrópar annar. „Ég veit, ég sá það,“ svarar hinn. „Af hverju er ég lifandi?“ öskrar hann síðar. „Ég drap tíu gyðinga með mínum eigin höndum. Ég er að nota farsíma dauðrar gyðingakonu til að hringja í þig,“ segir sigurreifur Hamas-liði á einu myndskeiðanna. Þá sést maður höggva í höfuð manns sem liggur á jörðinni, byssumenn að myrða særðar konur úr röðum ísraelska hersins og ísraelska konu að skoða brunnar líkamsleifar annarar konu til að athuga hvort um ástvin sé að ræða. Umrætt lík var nakið að neðan og fulltrúi Ísraelshers sagði eftir sýninguna að ummerki bentu til nauðgunar. Á myndum mátti sjá afhöfðuð lík og brunnin lík barna. „Þegar við líkjum Hamas við Ríki íslam erum við ekki í endurmörkun,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Daniel Hagari. Eylon Levy, talsmaður stjórnvalda, sagði að þrátt fyrir að myndefni hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum væri afneitun í gangi, sem hann líkti við afneitun á Helförinni. Talið er að um 1.400 manns hafi látist í árásum Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent