Níðþunga dómsdagsrokkssveit rekur á strendur landsins Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 24. október 2023 12:24 Flutningur Bongripper á tónlist sinni á sviði er talinn trompa stúdíóútgáfur þeirra í þyngslum. bongripper Dómsdagsrokkssveitin Bongripper leikur fyrir hausaskaki fimmtudaginn 26. október á Gauknum, í fyrsta sinn á Íslandi. Koma sveitarinnar hlýtur að teljast hvalreki fyrir unnendur stefnunnar hérlendis og hljómur sveitarinnar verður jafnframt að teljast hvalvaxinn. Það stafar að miklu leyti af því að gítarar og bassi eru stilltir niður um næstum áttund (í F) og að mikil natni er lögð í að útkoman úr slíkri bassasúpu skili sér áheyrilega til tónleikagesta. Enginn söngvari er í sveitinni, lögin eru hæg og meiri líkur en minni að þau séu lengri en tíu mínútur. Jafnvel miklu lengri, en fyrsta útgáfa sveitarinnar innihélt einungis 79 mínútna langa lagið The Great Barrier Reefer. Sagan segir að þeim hafi langað að skáka Dopesmoker, sem er 63 mínútna langt lag eftir goðsagnakenndu hljómsveitina Sleep, og hafi sett markið á 80 mínútna hámarkslengd geisladiska. Haft hefur verið eftir meðlimum bandsins að þeir hafi eitt sinn verið dauðarokks hljómsveit en eftir að söngvarinn hætti og tvífetill trommarans brotnaði var ákveðið að skipta um takt og hægja töluvert á allri músíkinni. Árið 2010 jukust vinsældir sveitarinnar til muna með tilkomu plötunnar Satan Worshipping Doom. Hljómurinn var orðinn meira einkennandi fyrir sveitina, bitmeiri og með dassi af svartmálmsáhrifum. Til stuðnings Bongripper koma fram reykvísku sveitirnar Morpholith og Slor, hvor annarri þyngri og hægari. ReykjaDoom (áður Doomcember) stendur fyrir tónleikunum. Morpholith og magnaraboxin.Verði ljós Morpholith eru undir áhrifum frá skynvíkkunarrokki í sínum níðþunga dómsdagshægagangi, og reisa meðlimir magnaramúr fyrir hverja tónleika. Sækadelían er einnig skammt undan hjá Slor, en hljómurinn örlítið teppalagðari og undir meiri áhrifum frá bandarísku eðju- og eyðimerkurrokki. Miða má finna á tix.is. Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Koma sveitarinnar hlýtur að teljast hvalreki fyrir unnendur stefnunnar hérlendis og hljómur sveitarinnar verður jafnframt að teljast hvalvaxinn. Það stafar að miklu leyti af því að gítarar og bassi eru stilltir niður um næstum áttund (í F) og að mikil natni er lögð í að útkoman úr slíkri bassasúpu skili sér áheyrilega til tónleikagesta. Enginn söngvari er í sveitinni, lögin eru hæg og meiri líkur en minni að þau séu lengri en tíu mínútur. Jafnvel miklu lengri, en fyrsta útgáfa sveitarinnar innihélt einungis 79 mínútna langa lagið The Great Barrier Reefer. Sagan segir að þeim hafi langað að skáka Dopesmoker, sem er 63 mínútna langt lag eftir goðsagnakenndu hljómsveitina Sleep, og hafi sett markið á 80 mínútna hámarkslengd geisladiska. Haft hefur verið eftir meðlimum bandsins að þeir hafi eitt sinn verið dauðarokks hljómsveit en eftir að söngvarinn hætti og tvífetill trommarans brotnaði var ákveðið að skipta um takt og hægja töluvert á allri músíkinni. Árið 2010 jukust vinsældir sveitarinnar til muna með tilkomu plötunnar Satan Worshipping Doom. Hljómurinn var orðinn meira einkennandi fyrir sveitina, bitmeiri og með dassi af svartmálmsáhrifum. Til stuðnings Bongripper koma fram reykvísku sveitirnar Morpholith og Slor, hvor annarri þyngri og hægari. ReykjaDoom (áður Doomcember) stendur fyrir tónleikunum. Morpholith og magnaraboxin.Verði ljós Morpholith eru undir áhrifum frá skynvíkkunarrokki í sínum níðþunga dómsdagshægagangi, og reisa meðlimir magnaramúr fyrir hverja tónleika. Sækadelían er einnig skammt undan hjá Slor, en hljómurinn örlítið teppalagðari og undir meiri áhrifum frá bandarísku eðju- og eyðimerkurrokki. Miða má finna á tix.is.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira