Tónlist

Halda aðra tón­leika á Ís­landi fyrir þá sem misstu af

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kaleo héldu sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 í sumar.
Kaleo héldu sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 í sumar. Vísir/Viktor Freyr

Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, segir að hljómsveitin muni halda aðra tónleika á Íslandi á næsta ári. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en von er á tilkynningu eftir helgi.

Jökull og Georg Leite, betur þekktur sem Goggi á Kalda, kíktu á Bylgjuna og ræddu þar við Ívar Guðmundsson um góðgerðasamkomuna Rauðu Jólin sem þeir verða með í Hlégarði 11. desember næstkomandi.

Kaleo héldu gríðarvinsæla stórtónleika í Vaglaskógi í sumar, sína fyrstu tónleika á Íslandi í áratug og seldust miðarnir upp á nokkrum mínútum. Ívar gat því ekki annað en spurt hvort það yrðu aðrir tónleikar á næsta ári. 

„Það voru færri sem komust að en vildu,“ segir Jökull um tónleikana í sumar. „Við erum að stefna á að vera með aðra tónleika á Íslandi á næsta ári. Meira má ég held ég ekki segja í bili en þetta er spennandi.“

Von er á tilkynningu um tónleikana eftir helgi að sögn Jökuls. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Jökul og Georg í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.