Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2023 14:15 Leitað að fólki eftir loftárás Ísraela á Gasaströndinni í morgun. AP/Hatem Ali Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. „Ef þú vilt bjartari framtíð fyrir þig og börnin þín, útvegaðu okkur góðar og gagnlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er um gísla á þínu svæði,“ segir á bæklingnum, samkvæmt þýðingu Times of Israel. Á bæklingnum segir að veiti einhver slíkar upplýsingar verði allt gert til að tryggja að heimili viðkomandi sé öruggt og þar að auki fær viðkomandi peninga. Fullum trúnaði er heitið og er vísað í símanúmer og samfélagsmiðla eins og WhatsApp eða Signal. Herinn birti mynd af bæklingnum á samfélagsmiðlum í dag. Hana má sjá hér að neðan. : , . . . pic.twitter.com/kNEXUGUU1c— Israeli Air Force (@IAFsite) October 24, 2023 Talið er að Hamas-samtökin hafi tekið um 222 gísla í árásinni á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Fjórum hefur verið sleppt og þar á meðal tveimur eldri konum sem sleppt var í gærkvöldi. Viðræður um frelsun fleiri gísla eru sagðar hafa strandað á því að Ísraelar vildu ekki leyfa flutning eldsneytis á Gasaströndina. Önnur konan sem sleppt var í gær, hin 85 ára gamla Yocheved Lifshitz, segir að hún og aðrir gíslar hafi verið barðir og flutt á Gasaströndina. Þar hafi þau verið færð ofan í göng sem hún lýsti sem köngulóarvef. Hamas-samtökin eru sögð hafa grafið umfangsmikið gangnakerfi undir Gasaströndinni. Hún var í fyrstu sett í stórt herbergi með um 25 öðrum en seinna meir var þeim skipt upp í fimm manna hópa. Þá segir hún að vel hafi verið komið fram við hana í haldi Hamas og að hún hafi fengið læknisaðstoð og lyf. Oded, 83 ára eiginmaður hennar, er enn í haldi. Frá 7. október hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina. Um helmingur 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru sagður á vergangi og þúsundir hafa fallið í árásunum. Ísraelar segjast hafa gert fjögur hundruð árásir á einum sólarhring. Sólarhringinn þar áður voru árásirnar 320. Sjá einnig: Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasa frá 2005, sögðu fyrr í dag að rúmlega sjö hundruð manns hefðu fallið í þessum árásum Ísraela undanfarinn sólarhring. The Israeli military releases footage of strikes against Gaza. 400+ over the past 24 hours. pic.twitter.com/ZvPYR69Pwu— Trey Yingst (@TreyYingst) October 24, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og heilbrigðisstarfsmönnum að loftárásir hafi meðal annars verið gerðar á íbúðarhús og sumar þeirra á suðurhluta Gasa, en Ísraelar hafa sagt fólki að flýja af norðurhluta svæðisins. Minnst 32 eru sagðir hafa fallið í einni slíkri árás. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Hamas að í heildina hafi rúmlega 5.700 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela og þar á meðal 2.300 börn. Þessi tala er sögð innihalda þá 477 sem Hamas sagði hafa fallið í umdeildri sprengingu við sjúkrahús á Gasa í síðustu viku. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
„Ef þú vilt bjartari framtíð fyrir þig og börnin þín, útvegaðu okkur góðar og gagnlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er um gísla á þínu svæði,“ segir á bæklingnum, samkvæmt þýðingu Times of Israel. Á bæklingnum segir að veiti einhver slíkar upplýsingar verði allt gert til að tryggja að heimili viðkomandi sé öruggt og þar að auki fær viðkomandi peninga. Fullum trúnaði er heitið og er vísað í símanúmer og samfélagsmiðla eins og WhatsApp eða Signal. Herinn birti mynd af bæklingnum á samfélagsmiðlum í dag. Hana má sjá hér að neðan. : , . . . pic.twitter.com/kNEXUGUU1c— Israeli Air Force (@IAFsite) October 24, 2023 Talið er að Hamas-samtökin hafi tekið um 222 gísla í árásinni á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Fjórum hefur verið sleppt og þar á meðal tveimur eldri konum sem sleppt var í gærkvöldi. Viðræður um frelsun fleiri gísla eru sagðar hafa strandað á því að Ísraelar vildu ekki leyfa flutning eldsneytis á Gasaströndina. Önnur konan sem sleppt var í gær, hin 85 ára gamla Yocheved Lifshitz, segir að hún og aðrir gíslar hafi verið barðir og flutt á Gasaströndina. Þar hafi þau verið færð ofan í göng sem hún lýsti sem köngulóarvef. Hamas-samtökin eru sögð hafa grafið umfangsmikið gangnakerfi undir Gasaströndinni. Hún var í fyrstu sett í stórt herbergi með um 25 öðrum en seinna meir var þeim skipt upp í fimm manna hópa. Þá segir hún að vel hafi verið komið fram við hana í haldi Hamas og að hún hafi fengið læknisaðstoð og lyf. Oded, 83 ára eiginmaður hennar, er enn í haldi. Frá 7. október hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina. Um helmingur 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru sagður á vergangi og þúsundir hafa fallið í árásunum. Ísraelar segjast hafa gert fjögur hundruð árásir á einum sólarhring. Sólarhringinn þar áður voru árásirnar 320. Sjá einnig: Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasa frá 2005, sögðu fyrr í dag að rúmlega sjö hundruð manns hefðu fallið í þessum árásum Ísraela undanfarinn sólarhring. The Israeli military releases footage of strikes against Gaza. 400+ over the past 24 hours. pic.twitter.com/ZvPYR69Pwu— Trey Yingst (@TreyYingst) October 24, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og heilbrigðisstarfsmönnum að loftárásir hafi meðal annars verið gerðar á íbúðarhús og sumar þeirra á suðurhluta Gasa, en Ísraelar hafa sagt fólki að flýja af norðurhluta svæðisins. Minnst 32 eru sagðir hafa fallið í einni slíkri árás. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Hamas að í heildina hafi rúmlega 5.700 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela og þar á meðal 2.300 börn. Þessi tala er sögð innihalda þá 477 sem Hamas sagði hafa fallið í umdeildri sprengingu við sjúkrahús á Gasa í síðustu viku.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30
Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43
Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30
Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09