Sveitin greinir frá andlátinu á X-síðu sinni, en Bruschini lést af völdum lungnakrabbameins. Hann greindi frá glímu sína við meinið í júlí síðastliðinn.
Trip-hop-sveitin Massive Attack er þekktust fyrir lög sín Teardrop og Unfinished Sympathy. Þó að Bruschini hafi ekki verið einn þriggja eiginlegu liðsmanna sveitarinnar þá spilaði hann með sveitinni á tónleikum allt frá árinu 1995 og til dauðadags.
Í færslu sveitarinnar segir að Bruschini hafi verið gæddur einstökum hæfileikum og að ómögulegt sé að ná utan um mikilvægi framlags hans til tónlistar sveitarinnar.
RIP Angelo
— Massive Attack (@MassiveAttackUK) October 24, 2023
A singularly brilliant & eccentric talent. Impossible to quantify your contribution to the Massive Attack canon.
How lucky we were to share such a life together. pic.twitter.com/btSqYQnOoM
Sveitin Massive Attack var stofnuð í Bristol í Englandi undir lok níunda áratugarins og naut mikilla vinsælda, sérstaklega undir lok tíunda áratugarins eftir að plata þeirra Mezzanine kom út árið 1998.