Ólafur Kristjánsson tekur við kvennaliði Þróttar Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 17:12 Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar og Ólafur H. Kristjánsson, nýr þjálfari Þróttar, sáttir á Þróttaravellinum í Laugardal í Reykjavík. Þróttur Ólafur Helgi Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Frá þessu er greint á heimasíðu Þróttar. Ólafur, sem síðast var yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem var nýverið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Nik hafði stýrt liðinu frá árinu 2016. Þar segir að Ólafur eigi að baki mjög farsælan feril sem leikmaður og þjálfari og lék hér á landi með FH og KR og í Danmörku með AGF þar sem hann lauk ferli sínum sem leikmaður árið 2000, en tók þá við þjálfun hjá félaginu. „Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur hefur náð framúrskarandi árangri sem þjálfari, hann tók við Fram árið 2004 þegar hann sneri heim frá Danmörku, gerði karlalið Breiðabliks að bikarmeisturum árið 2009 og Íslandsmeisturum árið eftir. Síðar þjálfaði hann Nordsjælland og Randers í efstu deild, sem og Esbjerg í næst efstu deild í Danmörku og þar á milli FH í efstu deild á Íslandi. Nú síðast var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ólafur hefur lokið æðstu gráðum í þjálfun og hefur um margra ára skeið kennt á þjálfaranámskeiðum á vegum KSÍ og miðlað af reynslu sinni til annarra þjálfara. Þá hefur hann verið fastagestur á heimilum landsmanna í tengslum við útsendingar af stórmótum í knattspyrnum, bæði hjá konum og körlum, segir í tilkynningunni. Ólafur mun strax hefja störf hjá Þrótti. Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Nik þar sem hann ræðir viðskilnaðinn við Þrótt. Sýnir metnað félagsins Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir að ráðning Ólafs H. Kristjánssonar sýni þann metnað sem einkenni allt starf knattspyrnudeildar Þróttar þessa dagana. „Með henni stígum við stórt skref og sköpum forsendur til að halda áfram að bæta árangur kvennaliðsins ár frá ári. Ólafur verður frábær viðbót við þann þjálfarahóp sem starfar hjá Þrótti og reynsla hans og þekking á knattspyrnu mun nýtast félaginu vel á fjölmörgum sviðum. Við hlökkum til samstarfsins og vitum að Þróttararsamfélagið allt fagnar þessari ráðningu og þeim stórhug sem hún sýnir,“ segir Kristján. Mjög spenntur Þá er haft eftir Ólafi að hann sé mjög spenntur að taka við kvennaliði Þróttar sem hafi verið í fremstu röð í íslenskum kvennafótbolta undanfarin ár. „Framtíðarsýn Þróttara hefur heillað mig og ég trúi því að við getum gert liðið enn betra en það er í dag. Ég tek við góðu búi og lít á það sem mjög verðugt verkefni að halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið í Þrótti.“ Þróttur Reykjavík Besta deild karla Reykjavík Tengdar fréttir Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. 18. október 2023 14:33 „Hreint út sagt algjör martröð“ Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. 20. október 2023 09:01 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Þróttar. Ólafur, sem síðast var yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem var nýverið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Nik hafði stýrt liðinu frá árinu 2016. Þar segir að Ólafur eigi að baki mjög farsælan feril sem leikmaður og þjálfari og lék hér á landi með FH og KR og í Danmörku með AGF þar sem hann lauk ferli sínum sem leikmaður árið 2000, en tók þá við þjálfun hjá félaginu. „Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur hefur náð framúrskarandi árangri sem þjálfari, hann tók við Fram árið 2004 þegar hann sneri heim frá Danmörku, gerði karlalið Breiðabliks að bikarmeisturum árið 2009 og Íslandsmeisturum árið eftir. Síðar þjálfaði hann Nordsjælland og Randers í efstu deild, sem og Esbjerg í næst efstu deild í Danmörku og þar á milli FH í efstu deild á Íslandi. Nú síðast var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ólafur hefur lokið æðstu gráðum í þjálfun og hefur um margra ára skeið kennt á þjálfaranámskeiðum á vegum KSÍ og miðlað af reynslu sinni til annarra þjálfara. Þá hefur hann verið fastagestur á heimilum landsmanna í tengslum við útsendingar af stórmótum í knattspyrnum, bæði hjá konum og körlum, segir í tilkynningunni. Ólafur mun strax hefja störf hjá Þrótti. Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Nik þar sem hann ræðir viðskilnaðinn við Þrótt. Sýnir metnað félagsins Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir að ráðning Ólafs H. Kristjánssonar sýni þann metnað sem einkenni allt starf knattspyrnudeildar Þróttar þessa dagana. „Með henni stígum við stórt skref og sköpum forsendur til að halda áfram að bæta árangur kvennaliðsins ár frá ári. Ólafur verður frábær viðbót við þann þjálfarahóp sem starfar hjá Þrótti og reynsla hans og þekking á knattspyrnu mun nýtast félaginu vel á fjölmörgum sviðum. Við hlökkum til samstarfsins og vitum að Þróttararsamfélagið allt fagnar þessari ráðningu og þeim stórhug sem hún sýnir,“ segir Kristján. Mjög spenntur Þá er haft eftir Ólafi að hann sé mjög spenntur að taka við kvennaliði Þróttar sem hafi verið í fremstu röð í íslenskum kvennafótbolta undanfarin ár. „Framtíðarsýn Þróttara hefur heillað mig og ég trúi því að við getum gert liðið enn betra en það er í dag. Ég tek við góðu búi og lít á það sem mjög verðugt verkefni að halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið í Þrótti.“
Þróttur Reykjavík Besta deild karla Reykjavík Tengdar fréttir Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. 18. október 2023 14:33 „Hreint út sagt algjör martröð“ Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. 20. október 2023 09:01 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. 18. október 2023 14:33
„Hreint út sagt algjör martröð“ Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. 20. október 2023 09:01