Maðurinn sem fær Tottenham til að dreyma á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 11:01 Ange Postecoglou þakkar stuðningsmönnum Tottenham Hotspur fyrir stuðninginn eftir sögulegan sigur á Fulham. AP/Kin Cheung Ange Postecoglou er nafn sem fáir knattspyrnuáhugamenn sáu örugglega fyrir sér sem einn af stóru stjórunum í ensku úrvalsdeildinni þegar síðasta tímabili lauk en aðeins á nokkrum mánuðum hefur ástralski Grikkinn heldur betur hoppað upp metorðalistann. Í fyrrakvöld varð hann einstakur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Með því að ná í 23 stig af 27 mögulegum í fyrstu níu leikjum sínum sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni var Postecoglou búinn að setja nýtt met í meira en þrjátíu ára sögu deildarinnar. Hinn 58 ára gamli Postecoglou fékk starfið hjá Tottenham í sumar eftir vonbrigði tímabilsins á undan þar sem liðið endaði í áttunda sæti og fór í gegnum stjóraskipti í mars. Útlitið var heldur ekki of bjart í norður London. Tottenham liðið virtist á niðurleið á meðan nágrannarnir í Arsenal höfðu náð vopnum sínum. Tottenham hefur vissulega verið skotspónn knattspyrnusérfræðinga undanfarin ár og ástæðan er einföld. Liðið hefur boðið upp á mjög frambærileg lið síðasta áratuginn og hafa gert gott tilkall í það að vera með besta leikmann deildarinnar í Harry Kane. Niðurstaðan er samt sem áður enginn titill í fimmtán ár og enginn stór titill í meira en þrjá áratugi. Guðni Bergs var með í síðasta stóra titli Guðni Bergsson var leikmaður Tottenham þegar félagið vann síðast annan af stóru titlinum, enska meistaratitilinn eða enska bikarinn. Guðni og félagar urðu bikarmeistarar á Wembley árið 1991 en það þarf að fara 62 ár aftur í tímann til að finna síðasta meistaratitil félagsins sem kom í hús tímabilið 1960-61. Guðni Bergsson og Gary Lineker fagna saman í leik með Tottenham árið 1990.Getty/Simon Bruty Postecoglou hefur heillað alla upp úr skónum, bæði með heiðarlegu og falslausu fasi sínu en einnig með leikstíl og árangri liðsins. Það er gaman að horfa á Tottenham og liðið er einnig að sanka að sér stigunum. Margir bjuggust örugglega við því að gráturinn yfir því að missa Kane myndi heyrast langt inn á þetta tímabil en það saknar enginn Kane þegar liðinu gengur svona vel. Lykilkaupin í sumar voru án vafa á James Maddison sem hefur stimplað sig inn í liðið með frábærri frammistöðu. Son Heung-min tók við fyrirliðabandinu af Kane og sem dæmi um hans framlag þá var hann kosinn besti leikmaður síðasta mánaðar í deildinni. Íslendingar keyrðu þá enn á vinstri akgrein Það er langt síðan að Tottenham var enskur meistari. Árið 1961 var John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna, Elísabet drottning var 35 ára gömul og við Íslendingar keyrðum enn á vinstri akgrein. Jú, mjög langur tími. „Við viljum að stuðningsmennirnir okkar leyfi sér að dreyma en við ætlum að einbeita okkur að hverjum degi fyrir sig,“ sagði James Maddison. „Við viljum alveg að stuðningsmenn okkar missi sig aðeins. Það er það sem þetta snýst um hjá þeim en það er ekki okkar. Ef þú ferð að hugsa of mikið um langtímamarkmið þá getur þú misst fótanna,“ sagði Maddison. Ange Postecoglou hefur náð í 23 stig af 27 mögulegum í fyrstu níu leikjunum sínum sem stjóri Tottenham.Getty/Justin Setterfield Hafði gert góða hluti með Celtic Það er samt ekki eins og Postecoglou hafi ekki sýnt áður að það sé mikið varið í hann. Undanfarin tvö tímabil hafði hann gert Celtic að skoskum meisturum tvö ár í röð. Celtic vann þrennuna á síðasta tímabili - meistaratitilinn, bikarinn og deildabikarinn. Postecoglou hafði tekið við liðinu í júní 2021 og varð þar með fyrsti Ástralinn til að stýra stórum klúbb í Evrópu. Celtic hafði þá misst titilinn til erkifjendanna í Rangers og upplifað fyrsta titlalausa tímabil sitt í áratug. Hann var fljótur að breyta því. Það er ekki bara stigasöfnunin sem hefur heillað stuðningsmenn Tottenham heldur einnig leikstíllinn og ekki síst karakterinn Ange Postecoglou. Liðið spilar ekki lengur varnarsinnaðan bolta eins og undir stjórn Antonio Conte. Hugrakkir inn á vellinum Það er gaman að horfa á liðið spila undir stjórn Postecoglou. Þeir eru hugrakkir inn á vellinum og um leið samheldnir og beinskeyttir. Postecoglou hefur hreinsað til í liðinu og fundið réttar stöður fyrir nýju mennina. „Ég held að ég hafi setið hér í hverri viku og talað um það að við eigum langt ferðalag fyrir höndum. Það breytist ekki. Við erum bara búnir með níu leiki og við erum rétt að byrja á því að byggja eitthvað saman,“ sagði Ange Postecoglou. „Það væri miklu auðveldara fyrir mig að sitja hér og segja að við séum með frábært lið. Það sem ég ætla að segja er að við verðum að bæta okkur og það á minni ábyrgð að sjá til þess að við gerum það. Við getum verið betri, það er enginn vafi um það,“ sagði Postecoglou. James Maddison og Son Heung-min hafa verið frábærir á leiktíðinni.EPA-EFE/ISABEL INFANTES Talar hreint og beint „Ég var virkilega vonsvikinn með seinni hálfleikinn og þegar við vorum með boltann þá vorum við ekki nálægt því að spila okkar leik. Þetta eru líklega verstu 45 mínúturnar okkar á tímabilinu,“ sagði Postecoglou. Postecoglou fer ekkert í kringum hlutina heldur talar hreint og beint. Hann var fljótur að komast í mikið uppáhald hjá stuðningsmönnum félagsins og er ein af aðalástæðunum fyrir því að þeir geta leyft sér að dreyma. Í dag er liðið á toppnum og draumurinn um langþráðan titil á lífi. Manchester City er náttúrulega ekki langt undan og það eru fleiri mjög sterk lið í deildinni. Þessi byrjun lofar góðu og trúin er aftur til staðar hjá Tottenham ekki síst fyrir frábæra og sögulega innkomu Postecoglou. Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Með því að ná í 23 stig af 27 mögulegum í fyrstu níu leikjum sínum sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni var Postecoglou búinn að setja nýtt met í meira en þrjátíu ára sögu deildarinnar. Hinn 58 ára gamli Postecoglou fékk starfið hjá Tottenham í sumar eftir vonbrigði tímabilsins á undan þar sem liðið endaði í áttunda sæti og fór í gegnum stjóraskipti í mars. Útlitið var heldur ekki of bjart í norður London. Tottenham liðið virtist á niðurleið á meðan nágrannarnir í Arsenal höfðu náð vopnum sínum. Tottenham hefur vissulega verið skotspónn knattspyrnusérfræðinga undanfarin ár og ástæðan er einföld. Liðið hefur boðið upp á mjög frambærileg lið síðasta áratuginn og hafa gert gott tilkall í það að vera með besta leikmann deildarinnar í Harry Kane. Niðurstaðan er samt sem áður enginn titill í fimmtán ár og enginn stór titill í meira en þrjá áratugi. Guðni Bergs var með í síðasta stóra titli Guðni Bergsson var leikmaður Tottenham þegar félagið vann síðast annan af stóru titlinum, enska meistaratitilinn eða enska bikarinn. Guðni og félagar urðu bikarmeistarar á Wembley árið 1991 en það þarf að fara 62 ár aftur í tímann til að finna síðasta meistaratitil félagsins sem kom í hús tímabilið 1960-61. Guðni Bergsson og Gary Lineker fagna saman í leik með Tottenham árið 1990.Getty/Simon Bruty Postecoglou hefur heillað alla upp úr skónum, bæði með heiðarlegu og falslausu fasi sínu en einnig með leikstíl og árangri liðsins. Það er gaman að horfa á Tottenham og liðið er einnig að sanka að sér stigunum. Margir bjuggust örugglega við því að gráturinn yfir því að missa Kane myndi heyrast langt inn á þetta tímabil en það saknar enginn Kane þegar liðinu gengur svona vel. Lykilkaupin í sumar voru án vafa á James Maddison sem hefur stimplað sig inn í liðið með frábærri frammistöðu. Son Heung-min tók við fyrirliðabandinu af Kane og sem dæmi um hans framlag þá var hann kosinn besti leikmaður síðasta mánaðar í deildinni. Íslendingar keyrðu þá enn á vinstri akgrein Það er langt síðan að Tottenham var enskur meistari. Árið 1961 var John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna, Elísabet drottning var 35 ára gömul og við Íslendingar keyrðum enn á vinstri akgrein. Jú, mjög langur tími. „Við viljum að stuðningsmennirnir okkar leyfi sér að dreyma en við ætlum að einbeita okkur að hverjum degi fyrir sig,“ sagði James Maddison. „Við viljum alveg að stuðningsmenn okkar missi sig aðeins. Það er það sem þetta snýst um hjá þeim en það er ekki okkar. Ef þú ferð að hugsa of mikið um langtímamarkmið þá getur þú misst fótanna,“ sagði Maddison. Ange Postecoglou hefur náð í 23 stig af 27 mögulegum í fyrstu níu leikjunum sínum sem stjóri Tottenham.Getty/Justin Setterfield Hafði gert góða hluti með Celtic Það er samt ekki eins og Postecoglou hafi ekki sýnt áður að það sé mikið varið í hann. Undanfarin tvö tímabil hafði hann gert Celtic að skoskum meisturum tvö ár í röð. Celtic vann þrennuna á síðasta tímabili - meistaratitilinn, bikarinn og deildabikarinn. Postecoglou hafði tekið við liðinu í júní 2021 og varð þar með fyrsti Ástralinn til að stýra stórum klúbb í Evrópu. Celtic hafði þá misst titilinn til erkifjendanna í Rangers og upplifað fyrsta titlalausa tímabil sitt í áratug. Hann var fljótur að breyta því. Það er ekki bara stigasöfnunin sem hefur heillað stuðningsmenn Tottenham heldur einnig leikstíllinn og ekki síst karakterinn Ange Postecoglou. Liðið spilar ekki lengur varnarsinnaðan bolta eins og undir stjórn Antonio Conte. Hugrakkir inn á vellinum Það er gaman að horfa á liðið spila undir stjórn Postecoglou. Þeir eru hugrakkir inn á vellinum og um leið samheldnir og beinskeyttir. Postecoglou hefur hreinsað til í liðinu og fundið réttar stöður fyrir nýju mennina. „Ég held að ég hafi setið hér í hverri viku og talað um það að við eigum langt ferðalag fyrir höndum. Það breytist ekki. Við erum bara búnir með níu leiki og við erum rétt að byrja á því að byggja eitthvað saman,“ sagði Ange Postecoglou. „Það væri miklu auðveldara fyrir mig að sitja hér og segja að við séum með frábært lið. Það sem ég ætla að segja er að við verðum að bæta okkur og það á minni ábyrgð að sjá til þess að við gerum það. Við getum verið betri, það er enginn vafi um það,“ sagði Postecoglou. James Maddison og Son Heung-min hafa verið frábærir á leiktíðinni.EPA-EFE/ISABEL INFANTES Talar hreint og beint „Ég var virkilega vonsvikinn með seinni hálfleikinn og þegar við vorum með boltann þá vorum við ekki nálægt því að spila okkar leik. Þetta eru líklega verstu 45 mínúturnar okkar á tímabilinu,“ sagði Postecoglou. Postecoglou fer ekkert í kringum hlutina heldur talar hreint og beint. Hann var fljótur að komast í mikið uppáhald hjá stuðningsmönnum félagsins og er ein af aðalástæðunum fyrir því að þeir geta leyft sér að dreyma. Í dag er liðið á toppnum og draumurinn um langþráðan titil á lífi. Manchester City er náttúrulega ekki langt undan og það eru fleiri mjög sterk lið í deildinni. Þessi byrjun lofar góðu og trúin er aftur til staðar hjá Tottenham ekki síst fyrir frábæra og sögulega innkomu Postecoglou.
Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira