Lítt þekkt baktería orsök fjöldadauða fíla í Afríku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 10:38 Það vakti strax athygli þegar fílarnir fundust að skögultennur þeirra höfðu ekki verið fjarlægðar og því ekki um veiðiþjófnað að ræða. epa/STR Vísindamenn telja sig mögulega hafa fundið svarið við því hvers vegna 350 fílar drápust í Botsvana árið 2020 og 35 í Simbabve. Fílarnir voru af báðum kynjum og á öllum aldri og sumir gengu í marga hringi áður en þeir féllu skyndilega niður. Engar augljósar vísbendingar voru um dánarorsök skepnanna en yfirvöld í Botsvana sögðu líklega um að ræða einhvers konar blábakteríusýkingu. Nú liggja hins vegar fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna að dauða fílanna má líklega rekja til lítt þekktrar bakteríu sem ber heitið Pasteurella Bisgaard taxon 45, sem hefur leitt til blóðsýkingar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að bakterían hafi leitt til dauða meðal fíla en vísindamennirnir telja mögulegt að hún hafi einnig verið orsakavaldur dauða fleiri fíla í nágrannaríkjum Botsvana. Aðstandendur skýrslu um málið sem birtist í Nature Communications segja um að ræða mikilvæga uppgötvun sem muni hafa áhrif á aðgerðir til að vernda tegundina, sem er í útrýmingarhættu. Afrískum fílum fækkar um 8 prósent á ári, aðallega vegna veiðiþjófnaðar. Stofninn telur nú aðeins um 350 þúsund villt dýr og niðurstöðurnar benda til þess að smitsjúkdómar séu enn ein hættan sem steðjar að fílnum. Pasteurella bakteríur hafa áður verið tengdar við dauða 200 þúsund saiga-antílópa í Kasakstan. Vísindamenn telja bakteríuna að finna í hálsi flestra, ef ekki allra, antílópa en að skyndileg hitaaukning hafi orðið til þess að bakterían barst út í blóðið og olli sýkingu. Bisgaard taxon 45 hefur einnig fundist í ljónum, tígrisdýrum, íkornum og páfagaukum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Botsvana Simbabve Dýr Dýraheilbrigði Vísindi Tengdar fréttir Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Engar augljósar vísbendingar voru um dánarorsök skepnanna en yfirvöld í Botsvana sögðu líklega um að ræða einhvers konar blábakteríusýkingu. Nú liggja hins vegar fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna að dauða fílanna má líklega rekja til lítt þekktrar bakteríu sem ber heitið Pasteurella Bisgaard taxon 45, sem hefur leitt til blóðsýkingar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að bakterían hafi leitt til dauða meðal fíla en vísindamennirnir telja mögulegt að hún hafi einnig verið orsakavaldur dauða fleiri fíla í nágrannaríkjum Botsvana. Aðstandendur skýrslu um málið sem birtist í Nature Communications segja um að ræða mikilvæga uppgötvun sem muni hafa áhrif á aðgerðir til að vernda tegundina, sem er í útrýmingarhættu. Afrískum fílum fækkar um 8 prósent á ári, aðallega vegna veiðiþjófnaðar. Stofninn telur nú aðeins um 350 þúsund villt dýr og niðurstöðurnar benda til þess að smitsjúkdómar séu enn ein hættan sem steðjar að fílnum. Pasteurella bakteríur hafa áður verið tengdar við dauða 200 þúsund saiga-antílópa í Kasakstan. Vísindamenn telja bakteríuna að finna í hálsi flestra, ef ekki allra, antílópa en að skyndileg hitaaukning hafi orðið til þess að bakterían barst út í blóðið og olli sýkingu. Bisgaard taxon 45 hefur einnig fundist í ljónum, tígrisdýrum, íkornum og páfagaukum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Botsvana Simbabve Dýr Dýraheilbrigði Vísindi Tengdar fréttir Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44