Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 12:47 Tyrkir hafa beitt sér að því að koma viðræðum á milli aðila frá því að átökin brutust út. epa/Necati Savas Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. Forsetinn sagði Tyrkland myndu freista þess að leita allra leiða til að koma á friði en að Ísraelsmenn hefðu misnotað góðan vilja Tyrkja og að þeir þyrftu að hlýða á áköll um frið og láta af árásum sínum á Gasa. Erdogan sagði Hamas ekki hryðjuverkasamtök heldur „frelsishreyfingu“ sem væri að heyja baráttu til að verja landið sitt. Hann hefði ekkert á móti Ísrael, heldur stefnu þarlendra stjórnvalda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erdogan kemur Hamas til varna: Reminder to Netanyahu:Hamas is not a terrorist organization and Palestinians are not terrorists.It is a resistance movement that defends the Palestinian homeland against an occupying power.The world stands in solidarity with the people of Palestine against their oppressors.— Recep Tayyip Erdo an (@RTErdogan) May 15, 2018 „Við eigum ekkert sökótt við Ísraelsríki en höfum aldrei og munum aldrei leggja blessun okkar yfir þau hroðaverk sem Ísrael hefur framið né þá staðreynd að það hegðar sér eins og samtök frekar en ríki,“ sagði forsetinn. Vesturlönd stæðu í þakkarskuld við Ísrael en það gilti ekki um Tyrkland. Þá sagði hann að utanaðkomandi ríki ættu að hætta að hella olíu á eldinn með stuðningi við Ísrael og að múslimaríkin ættu að vinna saman að varanlegum friði. Ummælin lét forsetinn falla þegar hann ávarpaði þingmenn í morgun en hann sagði einnig að það væri mikilvægt að ljúka fangaskiptum sem fyrst og að halda Rafah-landamærunum opnum fyrir neyðaraðstoð. Framganga forsetans hefur þegar verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sem lýsti orðum Erdogan sem „ógeðslegum“. Ísraelsmenn hafa neitað að gefa út vegabréfsáritanir til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í dag vegna ummæla sem framkvæmdastjórinn António Guterres viðhafði í gær um skýr mannréttindabrot Ísraelsmanna. Kallað var eftir tafarlausri afsögn Guterres. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Forsetinn sagði Tyrkland myndu freista þess að leita allra leiða til að koma á friði en að Ísraelsmenn hefðu misnotað góðan vilja Tyrkja og að þeir þyrftu að hlýða á áköll um frið og láta af árásum sínum á Gasa. Erdogan sagði Hamas ekki hryðjuverkasamtök heldur „frelsishreyfingu“ sem væri að heyja baráttu til að verja landið sitt. Hann hefði ekkert á móti Ísrael, heldur stefnu þarlendra stjórnvalda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erdogan kemur Hamas til varna: Reminder to Netanyahu:Hamas is not a terrorist organization and Palestinians are not terrorists.It is a resistance movement that defends the Palestinian homeland against an occupying power.The world stands in solidarity with the people of Palestine against their oppressors.— Recep Tayyip Erdo an (@RTErdogan) May 15, 2018 „Við eigum ekkert sökótt við Ísraelsríki en höfum aldrei og munum aldrei leggja blessun okkar yfir þau hroðaverk sem Ísrael hefur framið né þá staðreynd að það hegðar sér eins og samtök frekar en ríki,“ sagði forsetinn. Vesturlönd stæðu í þakkarskuld við Ísrael en það gilti ekki um Tyrkland. Þá sagði hann að utanaðkomandi ríki ættu að hætta að hella olíu á eldinn með stuðningi við Ísrael og að múslimaríkin ættu að vinna saman að varanlegum friði. Ummælin lét forsetinn falla þegar hann ávarpaði þingmenn í morgun en hann sagði einnig að það væri mikilvægt að ljúka fangaskiptum sem fyrst og að halda Rafah-landamærunum opnum fyrir neyðaraðstoð. Framganga forsetans hefur þegar verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sem lýsti orðum Erdogan sem „ógeðslegum“. Ísraelsmenn hafa neitað að gefa út vegabréfsáritanir til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í dag vegna ummæla sem framkvæmdastjórinn António Guterres viðhafði í gær um skýr mannréttindabrot Ísraelsmanna. Kallað var eftir tafarlausri afsögn Guterres.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05