Stúdentar boða til blaðamannafundar: Skrásetningagjald úrskurðað ólögmætt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 18:32 Stúdentaráð hefur boðað til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 vegna málsins. Vísir/Vilhelm Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur boðað til blaðamannafundar á morgun vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem hefur gert skólanum að endurgreiða nemanda skrásetningagjald sem hann greiddi til skólans vegna skólaársins 2021 til 2022. Mbl.is greinir frá því að nefndin hafi fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 3. nóvember 2022 um að hafna beiðni nemandans um endurgreiðslu gjaldsins. Nemandinn greiddi 75 þúsund krónur í skrásetningagjald. Hann óskaði eftir því í ágúst 2021 að háskólaráð myndi skera úr um hvort skrásetningargjaldið hafi verið réttmætt og hvort innheimta þess rúmaðist innan ramma laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Hann gerði kröfu um endurgreiðslu þess „að því marki sem talið verður að gjaldið hafi verið ólögmætt og standist ekki lagaáskilnaðarreglu um þjónustugjöld.“ Höfnuðu beiðni nemandans um endurgreiðslu tvisvar Í október 2021 komst háskólaráð að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hafi verið lögmæt. Þá kærði nemandinn niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem felldi úrskurðinn úr gildi. Háskólaráð hafnaði hins vegar beiðni nemandans um endurgreiðslu að nýju og kærði nemandinn þá úrskurð þess aftur til áfrýjunarnefndarinnar. Nemandinn bendir á að hver og einn nemandi greiði 75 þúsund króna skráningargjald til HÍ óháð því hvaða þjónustu nemandinn raunverulega nýti sér af þeim kostnaðarliðum sem að baki gjaldinu búa. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á sköttum og þjónustugjaldi. Þegar íþyngjandi gjöld séu lögð á borgara skuli beita þrengjandi lögskýringu um hvað falli undir þau gjöld. Áfrýjunarnefndin telur það ekki fullnægjandi af háskólanum að byggja útreikning skrásetningagjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema ef fyrir liggi greining á því hverju þau hlutföll byggi. HÍ svaraði nefndinni því að ekki sé haldið sérstaklega utan um kostnað nemenda eða starfsfólks í einstökum einingum. Sé það ekki hægt þurfi að liggja fyrir traust áætlun og greining á því á hverju sú áætlun byggi. Telur áfrýjunarnefndin að grundvöllur innheimtu skrásetningagjaldsins sé því ekki fullnægjandi. Krefjast þess að nemendur fái endurgreitt Stúdentaráð Háskóla Íslands segist líta úrskurðinn alvarlegum augum. Ráðið segir að vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi valda því að Háskóli Íslands hafi gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti. „Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun kl. 11:00 þar sem kjörnir fulltrúar stúdenta munu fjalla um málið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Mbl.is greinir frá því að nefndin hafi fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 3. nóvember 2022 um að hafna beiðni nemandans um endurgreiðslu gjaldsins. Nemandinn greiddi 75 þúsund krónur í skrásetningagjald. Hann óskaði eftir því í ágúst 2021 að háskólaráð myndi skera úr um hvort skrásetningargjaldið hafi verið réttmætt og hvort innheimta þess rúmaðist innan ramma laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Hann gerði kröfu um endurgreiðslu þess „að því marki sem talið verður að gjaldið hafi verið ólögmætt og standist ekki lagaáskilnaðarreglu um þjónustugjöld.“ Höfnuðu beiðni nemandans um endurgreiðslu tvisvar Í október 2021 komst háskólaráð að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hafi verið lögmæt. Þá kærði nemandinn niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem felldi úrskurðinn úr gildi. Háskólaráð hafnaði hins vegar beiðni nemandans um endurgreiðslu að nýju og kærði nemandinn þá úrskurð þess aftur til áfrýjunarnefndarinnar. Nemandinn bendir á að hver og einn nemandi greiði 75 þúsund króna skráningargjald til HÍ óháð því hvaða þjónustu nemandinn raunverulega nýti sér af þeim kostnaðarliðum sem að baki gjaldinu búa. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á sköttum og þjónustugjaldi. Þegar íþyngjandi gjöld séu lögð á borgara skuli beita þrengjandi lögskýringu um hvað falli undir þau gjöld. Áfrýjunarnefndin telur það ekki fullnægjandi af háskólanum að byggja útreikning skrásetningagjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema ef fyrir liggi greining á því hverju þau hlutföll byggi. HÍ svaraði nefndinni því að ekki sé haldið sérstaklega utan um kostnað nemenda eða starfsfólks í einstökum einingum. Sé það ekki hægt þurfi að liggja fyrir traust áætlun og greining á því á hverju sú áætlun byggi. Telur áfrýjunarnefndin að grundvöllur innheimtu skrásetningagjaldsins sé því ekki fullnægjandi. Krefjast þess að nemendur fái endurgreitt Stúdentaráð Háskóla Íslands segist líta úrskurðinn alvarlegum augum. Ráðið segir að vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi valda því að Háskóli Íslands hafi gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti. „Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun kl. 11:00 þar sem kjörnir fulltrúar stúdenta munu fjalla um málið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira