Liðsmenn gengja mögulega skikkaðir til að hylja flúr með farða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 08:42 Á myndinni sést Tom Epiha, leiðtogi Mongrel Mob í Auckland, skreyttur merkjum sem Þjóðarflokkurinn hyggst banna. Getty/ Amy Toensing Mark Mitchell, einn talsmanna Þjóðarflokksins á Nýja-Sjálandi, sagði í samtali við ríkismiðilinn RNZ í gær að ef boðað bann gegn gengjamerkjum skilaði ekki árangri kæmi til greina að skikka liðsmenn gengjanna til að hylja gengjaflúr með farða. Þjóðarflokkurinn fór með sigur í þingkosningum á dögunum og hyggst meðal annars leggja fram frumvarp um bann gegn gengjamerkjum sem saumuð eru á jakka og aðrar flíkur. „Ef gengin halda að þau geti komist framhjá banninu gegn merkjunum með því að láta flúra hakakross eða meiðandi tákn á andlit sín þá munum við grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir það,“ sagði Mitchell. Talið er að um 33 glæpagengi sé að finna á Nýja-Sjálandi með um 8.900 liðsmenn. Mongrel Mob er það stærsta, skipað maóríum, og ekki óalgengt að sjá liðsmenn þess úti á götu í borgum og bæjum. Margir þeirra hafa látið flúra merki gengisins, bolabít, á andlitið. Í viðtalinu vísaði Mitchell til banns gegn gengjaflúrum sem komið var á í Vestur-Ástralíu árið 2021. Bannið kveður meðal annars á um að öll flúr sem menn voru með áður en banninu var komið á verði að hylja með farða. Hugmyndin virðist öðrum þræði að smætta liðsmenn gengjanna en Mark Lauchs, prófessor við Queensland University of Technology og sérfræðingur í gengjum, hefur líkt banninu við fyrirætlanir um að láta fanga í Queensland klæðast bleiku. Lauchs segir þeim hugmyndum, sem voru aldrei teknar í gagnið, hafa verið ætlað að gera lítið úr föngunum frekar en að tryggja almannahagsmuni, sem sé þó tilgangur allrar löggjafar gegn glæpagengjum. Þá hefur einnig verið bent á að það gæti skapað lögreglu töluverðan vanda að framfylgja fyrirhuguðum reglum Þjóðarflokksins þar sem ættbálkaflúr séu algeng, ekki síst meðal maóría. Nýja-Sjáland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þjóðarflokkurinn fór með sigur í þingkosningum á dögunum og hyggst meðal annars leggja fram frumvarp um bann gegn gengjamerkjum sem saumuð eru á jakka og aðrar flíkur. „Ef gengin halda að þau geti komist framhjá banninu gegn merkjunum með því að láta flúra hakakross eða meiðandi tákn á andlit sín þá munum við grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir það,“ sagði Mitchell. Talið er að um 33 glæpagengi sé að finna á Nýja-Sjálandi með um 8.900 liðsmenn. Mongrel Mob er það stærsta, skipað maóríum, og ekki óalgengt að sjá liðsmenn þess úti á götu í borgum og bæjum. Margir þeirra hafa látið flúra merki gengisins, bolabít, á andlitið. Í viðtalinu vísaði Mitchell til banns gegn gengjaflúrum sem komið var á í Vestur-Ástralíu árið 2021. Bannið kveður meðal annars á um að öll flúr sem menn voru með áður en banninu var komið á verði að hylja með farða. Hugmyndin virðist öðrum þræði að smætta liðsmenn gengjanna en Mark Lauchs, prófessor við Queensland University of Technology og sérfræðingur í gengjum, hefur líkt banninu við fyrirætlanir um að láta fanga í Queensland klæðast bleiku. Lauchs segir þeim hugmyndum, sem voru aldrei teknar í gagnið, hafa verið ætlað að gera lítið úr föngunum frekar en að tryggja almannahagsmuni, sem sé þó tilgangur allrar löggjafar gegn glæpagengjum. Þá hefur einnig verið bent á að það gæti skapað lögreglu töluverðan vanda að framfylgja fyrirhuguðum reglum Þjóðarflokksins þar sem ættbálkaflúr séu algeng, ekki síst meðal maóría.
Nýja-Sjáland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira