Fótbolti

Orri Steinn full­komnaði frá­bæran leik FCK

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Orri Steinn hefur skorað þrjú mörk til þessa á tímabilinu og gefið tvær stoðsendingar.
Orri Steinn hefur skorað þrjú mörk til þessa á tímabilinu og gefið tvær stoðsendingar. Vísir/Getty Images

Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar tóku á móti nýliðum og botniliði dönsku úrvalsdeildarinnar Hvidovre á Parken í dag. Það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi en FCK vann sannfærandi 4-0 sigur þar sem Orri Steinn Óskarsson skoraði fjórða markið.

Orri Steinn hóf leik sem fremsti maður hjá FCK á meðan Tobias Thomsen, fyrrum framherji KR og Vals, var fremsti maður gestanna. Yfirburðir FCK voru algerir og Lukas Lerager kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Hann lagði svo upp annað mark leiksins sem Viktor Claesson skoraði á 13. mínútu.

Eftir það róuðu heimamenn leikinn enda verið í gríðarlegu leikjaálagi undanfarnar vikur og mánuði, staðan 2-0 í hálfleik.

Hinn ungi Roony Bardghji skoraði þriðja mark leiksins á 69. mínútu og Orri Steinn fullkomnaði svo sigur heimamanna með marki undir lok venjulegs leiktíma.

Lokatölur á Parken 4-0 og FCK nú með fjögurra stiga forskot á Silkeborg og Bröndby sem eiga þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×