Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 13:26 Ísraelskum skriðdrekum ekið við Gasaströndina, þar sem eyðileggingin er gífurleg. AP/Maya Alleruzzo Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. Talið er að vígamenn samtakanna hafi tekið um 230 manns í gíslingu þegar þeir gerðu mannskæðar árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Um 1.400 manns dóu í árásásunum og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, en Hamas-liðar eru sagðir hafa framið grimmileg ódæði í árásunum, sem þeir tóku að hluta til upp. Reuters hefur eftir einum af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna að samkomulag hafi verið í nánd en að Ísraelar hafi ekki viljað taka því enn. Abu Ubaida, umræddur leiðtogi, segir að Hamas muni eingöngu sleppa öllum gíslunum í skiptum fyrir frelsun allra Palestínumanna í fangelsum Ísrael. Hann sagði einnig að til greina kæmi að ræða frekar um frelsun fárra gísla í einu en viðræður hafa átt sér stað með milligöngu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Yfirvöld í Ísrael segja að herinn geti bæði útrýmt Hamas-samtökunum á Gasaströndinni og í senn frelsað gíslana. Herinn hefur gert innrás í norðvesturhluta Gasastrandarinnar og gert gífurlega umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir í þrjár vikur. Segja átta þúsund liggja í valnum Heilu hverfin hafa verið lögð í rúst í þessum árásum og heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas, segir minnst átta þúsund manns hafa fallið í árásunum. Talsmenn Hamas hafa sagt að gíslar hafi fallið í loftárásum Ísraela. Gíslar sem hafa verið frelsaðir segja að þeim hafi verið haldið í göngum Hamas undir Gasaströndinni. Myndatökumaður Fox News tók meðfylgjandi myndband of bæ á norðanverðu Gasasvæðinu sem virðist alfarið hafa verið lagður í rúst. Our view of northern Gaza this morning. The entire neighborhood we can see is reduced to rubble. pic.twitter.com/AA47wtrJ09— Trey Yingst (@TreyYingst) October 29, 2023 Hafa áhyggjur af gíslunum Ættingjar gíslanna hafa miklar áhyggjur af afdrifum þeirra og hafa þrýst á ríkisstjórn Ísraels um að stöðva aðgerðir hersins tímabundið og leggja áherslu á að frelsa gíslana. Þau funduðu með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í gær og hét hann því að gera allt sem í valdi hans stendur til að bjarga gíslunum. Umræddir ættingjar hvöttu Netanjahú til að verða við kröfum Hamas um að frelsa alla Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Samkvæmt frétt Times of Israel sagði Netanjahú að helsta markmið stríðsins gegn Hamas væri að frelsa gíslana og ítrekaði hann að hann meinti það. Hann sagði að lykillinn væri að þrýsta á Hamas-samtökin og því meiri sem þrýstingurinn væri, því líklegri væru Hamas-liðar til að sleppa gíslunum. Á blaðamannafundi í gærkvöldi staðfesti hann svo að viðræður um það að gíslunum yrði sleppt í skiptum fyrir Palestínumenn sem hefðu verið fangelsaðir í Ísrael hefðu átt sér stað en fór ekki nánar út í það. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Talið er að vígamenn samtakanna hafi tekið um 230 manns í gíslingu þegar þeir gerðu mannskæðar árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Um 1.400 manns dóu í árásásunum og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, en Hamas-liðar eru sagðir hafa framið grimmileg ódæði í árásunum, sem þeir tóku að hluta til upp. Reuters hefur eftir einum af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna að samkomulag hafi verið í nánd en að Ísraelar hafi ekki viljað taka því enn. Abu Ubaida, umræddur leiðtogi, segir að Hamas muni eingöngu sleppa öllum gíslunum í skiptum fyrir frelsun allra Palestínumanna í fangelsum Ísrael. Hann sagði einnig að til greina kæmi að ræða frekar um frelsun fárra gísla í einu en viðræður hafa átt sér stað með milligöngu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Yfirvöld í Ísrael segja að herinn geti bæði útrýmt Hamas-samtökunum á Gasaströndinni og í senn frelsað gíslana. Herinn hefur gert innrás í norðvesturhluta Gasastrandarinnar og gert gífurlega umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir í þrjár vikur. Segja átta þúsund liggja í valnum Heilu hverfin hafa verið lögð í rúst í þessum árásum og heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas, segir minnst átta þúsund manns hafa fallið í árásunum. Talsmenn Hamas hafa sagt að gíslar hafi fallið í loftárásum Ísraela. Gíslar sem hafa verið frelsaðir segja að þeim hafi verið haldið í göngum Hamas undir Gasaströndinni. Myndatökumaður Fox News tók meðfylgjandi myndband of bæ á norðanverðu Gasasvæðinu sem virðist alfarið hafa verið lagður í rúst. Our view of northern Gaza this morning. The entire neighborhood we can see is reduced to rubble. pic.twitter.com/AA47wtrJ09— Trey Yingst (@TreyYingst) October 29, 2023 Hafa áhyggjur af gíslunum Ættingjar gíslanna hafa miklar áhyggjur af afdrifum þeirra og hafa þrýst á ríkisstjórn Ísraels um að stöðva aðgerðir hersins tímabundið og leggja áherslu á að frelsa gíslana. Þau funduðu með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í gær og hét hann því að gera allt sem í valdi hans stendur til að bjarga gíslunum. Umræddir ættingjar hvöttu Netanjahú til að verða við kröfum Hamas um að frelsa alla Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Samkvæmt frétt Times of Israel sagði Netanjahú að helsta markmið stríðsins gegn Hamas væri að frelsa gíslana og ítrekaði hann að hann meinti það. Hann sagði að lykillinn væri að þrýsta á Hamas-samtökin og því meiri sem þrýstingurinn væri, því líklegri væru Hamas-liðar til að sleppa gíslunum. Á blaðamannafundi í gærkvöldi staðfesti hann svo að viðræður um það að gíslunum yrði sleppt í skiptum fyrir Palestínumenn sem hefðu verið fangelsaðir í Ísrael hefðu átt sér stað en fór ekki nánar út í það.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57
„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30
Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04
Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent