Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 13:26 Ísraelskum skriðdrekum ekið við Gasaströndina, þar sem eyðileggingin er gífurleg. AP/Maya Alleruzzo Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. Talið er að vígamenn samtakanna hafi tekið um 230 manns í gíslingu þegar þeir gerðu mannskæðar árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Um 1.400 manns dóu í árásásunum og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, en Hamas-liðar eru sagðir hafa framið grimmileg ódæði í árásunum, sem þeir tóku að hluta til upp. Reuters hefur eftir einum af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna að samkomulag hafi verið í nánd en að Ísraelar hafi ekki viljað taka því enn. Abu Ubaida, umræddur leiðtogi, segir að Hamas muni eingöngu sleppa öllum gíslunum í skiptum fyrir frelsun allra Palestínumanna í fangelsum Ísrael. Hann sagði einnig að til greina kæmi að ræða frekar um frelsun fárra gísla í einu en viðræður hafa átt sér stað með milligöngu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Yfirvöld í Ísrael segja að herinn geti bæði útrýmt Hamas-samtökunum á Gasaströndinni og í senn frelsað gíslana. Herinn hefur gert innrás í norðvesturhluta Gasastrandarinnar og gert gífurlega umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir í þrjár vikur. Segja átta þúsund liggja í valnum Heilu hverfin hafa verið lögð í rúst í þessum árásum og heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas, segir minnst átta þúsund manns hafa fallið í árásunum. Talsmenn Hamas hafa sagt að gíslar hafi fallið í loftárásum Ísraela. Gíslar sem hafa verið frelsaðir segja að þeim hafi verið haldið í göngum Hamas undir Gasaströndinni. Myndatökumaður Fox News tók meðfylgjandi myndband of bæ á norðanverðu Gasasvæðinu sem virðist alfarið hafa verið lagður í rúst. Our view of northern Gaza this morning. The entire neighborhood we can see is reduced to rubble. pic.twitter.com/AA47wtrJ09— Trey Yingst (@TreyYingst) October 29, 2023 Hafa áhyggjur af gíslunum Ættingjar gíslanna hafa miklar áhyggjur af afdrifum þeirra og hafa þrýst á ríkisstjórn Ísraels um að stöðva aðgerðir hersins tímabundið og leggja áherslu á að frelsa gíslana. Þau funduðu með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í gær og hét hann því að gera allt sem í valdi hans stendur til að bjarga gíslunum. Umræddir ættingjar hvöttu Netanjahú til að verða við kröfum Hamas um að frelsa alla Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Samkvæmt frétt Times of Israel sagði Netanjahú að helsta markmið stríðsins gegn Hamas væri að frelsa gíslana og ítrekaði hann að hann meinti það. Hann sagði að lykillinn væri að þrýsta á Hamas-samtökin og því meiri sem þrýstingurinn væri, því líklegri væru Hamas-liðar til að sleppa gíslunum. Á blaðamannafundi í gærkvöldi staðfesti hann svo að viðræður um það að gíslunum yrði sleppt í skiptum fyrir Palestínumenn sem hefðu verið fangelsaðir í Ísrael hefðu átt sér stað en fór ekki nánar út í það. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Talið er að vígamenn samtakanna hafi tekið um 230 manns í gíslingu þegar þeir gerðu mannskæðar árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Um 1.400 manns dóu í árásásunum og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, en Hamas-liðar eru sagðir hafa framið grimmileg ódæði í árásunum, sem þeir tóku að hluta til upp. Reuters hefur eftir einum af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna að samkomulag hafi verið í nánd en að Ísraelar hafi ekki viljað taka því enn. Abu Ubaida, umræddur leiðtogi, segir að Hamas muni eingöngu sleppa öllum gíslunum í skiptum fyrir frelsun allra Palestínumanna í fangelsum Ísrael. Hann sagði einnig að til greina kæmi að ræða frekar um frelsun fárra gísla í einu en viðræður hafa átt sér stað með milligöngu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Yfirvöld í Ísrael segja að herinn geti bæði útrýmt Hamas-samtökunum á Gasaströndinni og í senn frelsað gíslana. Herinn hefur gert innrás í norðvesturhluta Gasastrandarinnar og gert gífurlega umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir í þrjár vikur. Segja átta þúsund liggja í valnum Heilu hverfin hafa verið lögð í rúst í þessum árásum og heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas, segir minnst átta þúsund manns hafa fallið í árásunum. Talsmenn Hamas hafa sagt að gíslar hafi fallið í loftárásum Ísraela. Gíslar sem hafa verið frelsaðir segja að þeim hafi verið haldið í göngum Hamas undir Gasaströndinni. Myndatökumaður Fox News tók meðfylgjandi myndband of bæ á norðanverðu Gasasvæðinu sem virðist alfarið hafa verið lagður í rúst. Our view of northern Gaza this morning. The entire neighborhood we can see is reduced to rubble. pic.twitter.com/AA47wtrJ09— Trey Yingst (@TreyYingst) October 29, 2023 Hafa áhyggjur af gíslunum Ættingjar gíslanna hafa miklar áhyggjur af afdrifum þeirra og hafa þrýst á ríkisstjórn Ísraels um að stöðva aðgerðir hersins tímabundið og leggja áherslu á að frelsa gíslana. Þau funduðu með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í gær og hét hann því að gera allt sem í valdi hans stendur til að bjarga gíslunum. Umræddir ættingjar hvöttu Netanjahú til að verða við kröfum Hamas um að frelsa alla Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Samkvæmt frétt Times of Israel sagði Netanjahú að helsta markmið stríðsins gegn Hamas væri að frelsa gíslana og ítrekaði hann að hann meinti það. Hann sagði að lykillinn væri að þrýsta á Hamas-samtökin og því meiri sem þrýstingurinn væri, því líklegri væru Hamas-liðar til að sleppa gíslunum. Á blaðamannafundi í gærkvöldi staðfesti hann svo að viðræður um það að gíslunum yrði sleppt í skiptum fyrir Palestínumenn sem hefðu verið fangelsaðir í Ísrael hefðu átt sér stað en fór ekki nánar út í það.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57
„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30
Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04
Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01