Skyndiákvörðun Anníe og Katrínar Tönju vakti mikla lukku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu mikil og góð viðbrögð frá áhorfendum þegar þær ákváðu að vera með. @anniethorisdottir Dave Castro, einn af hæstráðendum í CrossFit samtökunum, gefur okkur oft forvitnilegt innlit á bak við tjöldin á CrossFit mótum og hann sagði skemmtilega sögu af okkar konum á Rogue Invitational mótinu um helgina. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu báðar boð um að vera með á Rogue Invitational í ár. Anníe þáði sitt boð en Katrín ákvað að taka sér frí eftir heimsleikana. Anníe hætti síðan við þátttöku eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Anníe og Katrín mættu samt báðar til Texas og fyrsta grein keppninnar, sem Tia-Clair Toomey vann í endurkomu sinni eftir barnsburð, kveikti heldur betur í okkar konum. Castro grínaðist með það að Frederik Ægidius hafi þurft halda aftur af þeim svo þær myndu ekki rjúka inn á keppnisgólfið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Castro sagði líka að seinna um kvöldið hafi Anníe komið með hugmyndina að því að hún og Katrín yrðu með í Legends, sýningakeppni goðsagnanna, sem þær höfðu ekki planað áður. „Anníe snéri sér að Katrínu og sagði: Förum saman í Legends keppnina. Megum við það spurði Katrín og fékk strax jákvætt svar frá Caity Henniger,“ lýsti Dave Castro. „Þetta gerðist svo hratt að mínútu fyrir æfinguna þá vissu Anníe og Katrín varla í hvað þær voru að fara út í,“ skrifaði Castro. Þær fengu að vita það og keyrðu svo á þetta. Vinkonurnar ákváðu að taka þessa skyndiákvörðun og hún féll vel í kramið hjá áhorfendum enda margir aðdáendur íslensku heimsmeistaranna í þeim hópi. „Fólk stendur á fætur og reynir að koma auga á sitt uppáhald enda eru þetta fólkið sem hjálpaði að setja CrossFit íþróttina á kortið. Svo þegar þau koma auga á Anníe Þórisdóttur og Katrínu Tönju þá fer kliður um áhorfendaskarann,“ lýsti Castro í færslu sinni. Það má lesa þessa lýsingu og sjá myndir af okkar konum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu báðar boð um að vera með á Rogue Invitational í ár. Anníe þáði sitt boð en Katrín ákvað að taka sér frí eftir heimsleikana. Anníe hætti síðan við þátttöku eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Anníe og Katrín mættu samt báðar til Texas og fyrsta grein keppninnar, sem Tia-Clair Toomey vann í endurkomu sinni eftir barnsburð, kveikti heldur betur í okkar konum. Castro grínaðist með það að Frederik Ægidius hafi þurft halda aftur af þeim svo þær myndu ekki rjúka inn á keppnisgólfið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Castro sagði líka að seinna um kvöldið hafi Anníe komið með hugmyndina að því að hún og Katrín yrðu með í Legends, sýningakeppni goðsagnanna, sem þær höfðu ekki planað áður. „Anníe snéri sér að Katrínu og sagði: Förum saman í Legends keppnina. Megum við það spurði Katrín og fékk strax jákvætt svar frá Caity Henniger,“ lýsti Dave Castro. „Þetta gerðist svo hratt að mínútu fyrir æfinguna þá vissu Anníe og Katrín varla í hvað þær voru að fara út í,“ skrifaði Castro. Þær fengu að vita það og keyrðu svo á þetta. Vinkonurnar ákváðu að taka þessa skyndiákvörðun og hún féll vel í kramið hjá áhorfendum enda margir aðdáendur íslensku heimsmeistaranna í þeim hópi. „Fólk stendur á fætur og reynir að koma auga á sitt uppáhald enda eru þetta fólkið sem hjálpaði að setja CrossFit íþróttina á kortið. Svo þegar þau koma auga á Anníe Þórisdóttur og Katrínu Tönju þá fer kliður um áhorfendaskarann,“ lýsti Castro í færslu sinni. Það má lesa þessa lýsingu og sjá myndir af okkar konum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Sjá meira