Wenger vorkennir United: „Engin von eftir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2023 14:31 Mynd sem er lýsandi fyrir ástandið á Old Trafford. getty/Robbie Jay Barratt Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, vorkennir sínum fornu fjendum í Manchester United og segir vonleysið svífi yfir vötnum hjá félaginu. United laut í lægra haldi fyrir Manchester City, 0-3, í stórleik 10. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. United hefur tapað helmingi leikja sinna í deildinni og er í 8. sæti hennar. „Ég myndi segja að munurinn milli liðanna hafi aukist eftir því sem á leikinn leið,“ sagði Wenger á beIN Sports. „Á endanum vorkennir þú svona stóru félagi eins og Manchester United því það er engin von eftir. Ég sé ekki hvar þeir geta bætt sig. Þetta lið hefur glatað sjálfstrausti, gæðum og jafnvel andanum í dag. Það var ekki mikill baráttuandi í United ofan á allt.“ Wenger fannst skrítið að Erik ten Hag, stjóri United, hafi fyrirskipað sínum mönnum að gefa boltann í tíma og ótíma aftur á markvörðinn Andre Onana. Svo fannst Frakkanum United-liðið of sundurslitið. „Í dag fannst mér þeir mjög slakir í byggja upp spil. Þeir gáfu boltann svo oft á markvörðinn þegar þeir áttu möguleika á að spila fram á við. Ég myndi segja að þetta hafi byrjað það,“ sagði Wenger. „Hitt vandamálið í dag fannst mér vera að bilið milli framherjans og varnarmannanna var gríðarlega mikið. Þú getur ekki unnið boltann aftur gegn liði eins og Manchester City þegar bilið er svona breitt. Liðið var ekki nógu þétt.“ Næsti leikur United er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
United laut í lægra haldi fyrir Manchester City, 0-3, í stórleik 10. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. United hefur tapað helmingi leikja sinna í deildinni og er í 8. sæti hennar. „Ég myndi segja að munurinn milli liðanna hafi aukist eftir því sem á leikinn leið,“ sagði Wenger á beIN Sports. „Á endanum vorkennir þú svona stóru félagi eins og Manchester United því það er engin von eftir. Ég sé ekki hvar þeir geta bætt sig. Þetta lið hefur glatað sjálfstrausti, gæðum og jafnvel andanum í dag. Það var ekki mikill baráttuandi í United ofan á allt.“ Wenger fannst skrítið að Erik ten Hag, stjóri United, hafi fyrirskipað sínum mönnum að gefa boltann í tíma og ótíma aftur á markvörðinn Andre Onana. Svo fannst Frakkanum United-liðið of sundurslitið. „Í dag fannst mér þeir mjög slakir í byggja upp spil. Þeir gáfu boltann svo oft á markvörðinn þegar þeir áttu möguleika á að spila fram á við. Ég myndi segja að þetta hafi byrjað það,“ sagði Wenger. „Hitt vandamálið í dag fannst mér vera að bilið milli framherjans og varnarmannanna var gríðarlega mikið. Þú getur ekki unnið boltann aftur gegn liði eins og Manchester City þegar bilið er svona breitt. Liðið var ekki nógu þétt.“ Næsti leikur United er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira