Draumafermingarferð á Villa Park: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 09:01 Moussa Diaby faðmar Skarphéðin Orra Albertsson, ungan íslenskan stuðningsmann Aston Villa. aðsend Ungur stuðningsmaður Aston Villa fékk treyju frá uppáhalds leikmanni sínum í liðinu í fyrstu ferð sinni á Villa Park. Hinn fjórtán ára Skarphéðinn Orri Albertsson gleymir eflaust ekki heimsókn sinni á Villa Park um helgina í bráð. Hann sá ekki bara sína menn vinna öruggan sigur á Luton Town, 4-1, heldur fékk hann treyju og faðmlag frá sínum eftirlætis leikmanni, Frakkanum Moussa Diaby. Skarphéðinn fékk ferð á Villa Park í fermingargjöf frá föðurbróður sínum, Halldóri Orra Skarphéðinssyni, og þeir frændur skelltu sér svo til Birmingham um helgina. „Það var búinn að vera draumur lengi hjá okkur frændunum að fara á Villa Park. Það var vetrarfrí í skólanum og tilvalinn tími til að í þessa ferð. Hann er grjótharður Villa-maður, eins og ég, og hefur verið frá barnsaldri,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Þeir frændurnir byrjuðu á því að fara á leik Wolves og Newcastle United á laugardaginn. Hann endaði með 2-2 jafntefli. Daginn eftir var svo komið að stóru stundinni, leik á Villa Park. Allt úthugsað „Drengurinn var búinn að hugsa það alveg út í gegn hvað hann ætlaði að gera. Ég fékk mjög góða miða á völlinn. Hann leitaði að staðsetningunni og fór hugsa hvort hetjan hans, Moussa Diaby, væri að spila á þessum kanti,“ sagði Halldór. „Við mættum þremur tímum fyrir leik og hann var búinn að búa til skilti þar sem hann óskaði eftir því að fá treyjuna hans Diaby. Hann kom sér fyrir á girðingunni þar sem leikmennirnir á völlinn. Þá var hann tilbúinn með skiltið og þegar Diaby kom úr rútunni var hann búinn að koma auga á hann og vinkaði honum.“ Skarphéðinn með skiltið góða.aðsend Þeir frændur fóru svo inn á völlinn. Skarphéðinn fylgdist með upphitun leikmannanna og hélt allan tímann á skiltinu og kallaði á Diaby sem tók vel eftir drengnum og brosti til hans. Treyjan er þín „Þegar þegar þrjátíu mínútur eru eftir af leiknum sagði ég honum að fara aðeins framar. Þá var Luton í sókn og Diaby einn frammi. Hann veifaði honum og Diaby horfði á og gaf til kynna að treyjan væri hans þegar leikurinn væri búinn,“ sagði Halldór. „Svo kom bara að því. Eftir leikinn kom Diaby beint til hans og faðmaði hann og ég náði geggjuðu Kodak-augnabliki af þeim. Það var frábært að sjá drenginn fá það sem hann vann fyrir frá hetjunni sinni.“ Klippa: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ekki nóg með að Diaby hafi faðmað Skarphéðin og gefið honum treyjuna sína heldur svaraði hann færslu Halldórs á X þar sem hann sagði frá þessari skemmtilegu uppákomu. One happy kid at Villa Park today. Thank you @MoussaDiaby_19 and @AVFCOfficial Up the Villa! @Fotboltinet pic.twitter.com/KWrxzA19IL— Dóri Skarp (@doriskarp) October 29, 2023 „Drengurinn var alveg í skýjunum,“ sagði Halldór sem smitaði Skarphéðin af Villa ástinni. „Við höfum verið nánir frá því hann var ungur strákur og hann hefur alltaf litið upp til mín. Ég var alltaf að gefa honum Villa treyjur og varning. Inni í herberginu hans er ekkert nema Villa dót.“ Strax byrjaður að safna fyrir næstu ferð Halldór var ekki síður ánægður með ferðina en Skarphéðinn frændi sinn. „Við fengum algjöra sýningu. Diaby var kosinn maður leiksins og Skarphéðinn fékk treyjuna hans. Það er bara geggjað að hann fengi að upplifa þetta. Ég var líka farinn að skjálfa á tímabili,“ sagði Halldór. Skarphéðinn og Halldór Ingi Skarphéðinsson fyrir utan Villa Park.aðsend Ferðin um helgina var fyrsta ferð þeirra frænda á Villa Park en ekki sú síðasta. „Hann er byrjaður að safna fyrir næstu ferð. Vonandi verður þetta árlegt hjá okkur frændunum,“ sagði Halldór að lokum. Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Hinn fjórtán ára Skarphéðinn Orri Albertsson gleymir eflaust ekki heimsókn sinni á Villa Park um helgina í bráð. Hann sá ekki bara sína menn vinna öruggan sigur á Luton Town, 4-1, heldur fékk hann treyju og faðmlag frá sínum eftirlætis leikmanni, Frakkanum Moussa Diaby. Skarphéðinn fékk ferð á Villa Park í fermingargjöf frá föðurbróður sínum, Halldóri Orra Skarphéðinssyni, og þeir frændur skelltu sér svo til Birmingham um helgina. „Það var búinn að vera draumur lengi hjá okkur frændunum að fara á Villa Park. Það var vetrarfrí í skólanum og tilvalinn tími til að í þessa ferð. Hann er grjótharður Villa-maður, eins og ég, og hefur verið frá barnsaldri,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Þeir frændurnir byrjuðu á því að fara á leik Wolves og Newcastle United á laugardaginn. Hann endaði með 2-2 jafntefli. Daginn eftir var svo komið að stóru stundinni, leik á Villa Park. Allt úthugsað „Drengurinn var búinn að hugsa það alveg út í gegn hvað hann ætlaði að gera. Ég fékk mjög góða miða á völlinn. Hann leitaði að staðsetningunni og fór hugsa hvort hetjan hans, Moussa Diaby, væri að spila á þessum kanti,“ sagði Halldór. „Við mættum þremur tímum fyrir leik og hann var búinn að búa til skilti þar sem hann óskaði eftir því að fá treyjuna hans Diaby. Hann kom sér fyrir á girðingunni þar sem leikmennirnir á völlinn. Þá var hann tilbúinn með skiltið og þegar Diaby kom úr rútunni var hann búinn að koma auga á hann og vinkaði honum.“ Skarphéðinn með skiltið góða.aðsend Þeir frændur fóru svo inn á völlinn. Skarphéðinn fylgdist með upphitun leikmannanna og hélt allan tímann á skiltinu og kallaði á Diaby sem tók vel eftir drengnum og brosti til hans. Treyjan er þín „Þegar þegar þrjátíu mínútur eru eftir af leiknum sagði ég honum að fara aðeins framar. Þá var Luton í sókn og Diaby einn frammi. Hann veifaði honum og Diaby horfði á og gaf til kynna að treyjan væri hans þegar leikurinn væri búinn,“ sagði Halldór. „Svo kom bara að því. Eftir leikinn kom Diaby beint til hans og faðmaði hann og ég náði geggjuðu Kodak-augnabliki af þeim. Það var frábært að sjá drenginn fá það sem hann vann fyrir frá hetjunni sinni.“ Klippa: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ekki nóg með að Diaby hafi faðmað Skarphéðin og gefið honum treyjuna sína heldur svaraði hann færslu Halldórs á X þar sem hann sagði frá þessari skemmtilegu uppákomu. One happy kid at Villa Park today. Thank you @MoussaDiaby_19 and @AVFCOfficial Up the Villa! @Fotboltinet pic.twitter.com/KWrxzA19IL— Dóri Skarp (@doriskarp) October 29, 2023 „Drengurinn var alveg í skýjunum,“ sagði Halldór sem smitaði Skarphéðin af Villa ástinni. „Við höfum verið nánir frá því hann var ungur strákur og hann hefur alltaf litið upp til mín. Ég var alltaf að gefa honum Villa treyjur og varning. Inni í herberginu hans er ekkert nema Villa dót.“ Strax byrjaður að safna fyrir næstu ferð Halldór var ekki síður ánægður með ferðina en Skarphéðinn frændi sinn. „Við fengum algjöra sýningu. Diaby var kosinn maður leiksins og Skarphéðinn fékk treyjuna hans. Það er bara geggjað að hann fengi að upplifa þetta. Ég var líka farinn að skjálfa á tímabili,“ sagði Halldór. Skarphéðinn og Halldór Ingi Skarphéðinsson fyrir utan Villa Park.aðsend Ferðin um helgina var fyrsta ferð þeirra frænda á Villa Park en ekki sú síðasta. „Hann er byrjaður að safna fyrir næstu ferð. Vonandi verður þetta árlegt hjá okkur frændunum,“ sagði Halldór að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira