Dramatík hjá leiðsögumönnum: Kröfðust afsagnar formanns í upphafi fundar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2023 11:56 Jóna Fanney Friðriksdóttir var kjörin formaður Leiðsagnar í maí. Aðsend Fimm af átta stjórnar- og varastjórnarmönnum í Félagi leiðsögumanna - Leiðsögn kröfðust afsagnar formanns þegar í stað á stjórnarfundi í gærkvöldi. Formaðurinn segir fólkið fara fram með dylgjum og ásetningur þeirra að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð fundarins. Jóna Fanney Friðriksdóttir var kjörin formaður Leiðsagnar í maí. Þar hafði hún betur í kosningu gegn Friðriki Rafnssyni sitjandi formanni með 117 atkvæðum gegn 115. Helstu baráttumál sín sagði Jóna Fanney vera leiðrétting launa leiðsögumanna í komandi kjarasamningum, sameiningu og samstöðu leiðsögumanna á Íslandi og mótun skilvirkrar framtíðarsýnar félagsins. Ljóst er að stjórnarmenn í félaginu sjá stöðuna ólíkum augum. Stjórnarfundur félagsins á skrifstofu félagsins á Stórhöfða hófst klukkan 20:12 og tíu mínútum síðar höfðu fjórir fundarmenn yfirgefið fundinn. Fundurinn hófst nefnilega með því að Halldór Kolbeins, meðstjórnandi og einn fimm stjórnarmanna, bað um orðið og lagði fram bókun um „ óásættanlega framgöngu formanns Leiðsagnar í starfi fyrir félagið. Krafa um að formaður Jóna Fanney Friðriksdóttir segi af sér embætti nú þegar.“ Segja tveir stjórnarmenn og þrír varamenn í stjórn að Jóna Fanney hafi sýnt í verki óvirðingu fyrir góðri stjórnsýslu, týnt bókun um alvarlegt eineltismál sem tengist stjórnarmanni, hrakið burt starfsmann félagsins, gefið stjórn rangar upplýsingar um fjármál félagsins og ráða sig sjálfa og varaformann á skrifstofu félagsins sem starfsfólk. Bókunina í heild má sjá að neðan. Formaður hefur sýnt í verki óvirðingu fyrir góðri stjórnsýslu í starfsemi félagsins. Eftirfarandi atriði styðja þá ályktun stjórnar: 1. Formaður „týndi“ bókun stjórnarfundar um mjög alvarlegt eineltismál af hálfu eins núverandi stjórnarmanns – fyrsta umræðuefni og samþykkt nýrrar stjórnar á fyrsta fundi vor 2023. Formaður hefur ítrekað neitað að framkvæma samþykktir stjórnar er varða málið málið og hefur ítrekað hundsað ábendingar og áréttingar meirihluta kjörinna stjórnarmanna um að framfylgja samþykktum stjórnar. Öll framganga formanns í úrvinnslu þessa eineltismáls hefur verið á skjön við samþykktir og stefnu stjórnar félagsins og með því brýtur hún grundvallarreglu í góðri stjórnsýslu. 2. Formaður hefur hrakið burt starfsmann félagsins með ósæmilegum aðdróttunum og yfirgangi. Svarbréf starfsmanns er sér og fylgir með þessu bréfi til bókunar að beiðni starfsmanns. 3. Formaður hefur ítrekað gefið stjórn rangar upplýsingar um fjárhagstöðu félagsins að því er virðist til að réttlæta uppsögn starfsmanns. 4. Formaður hefur viðrað tillögu um að ráða sig sjálfa auk varaformanns til starfa á skrifstofu félagsins – og að ráða þar eigin launum. Þar sem formaður félagsins hefur ekki fylgt samþykktum meirihluti stjórnar, sýnt af sér óvönduð vinnubrögð og ítrekað veitt stjórn misvísandi eða rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins þá hefur hann ekki lengur traust stjórnar til að starfa fyrir félagið. Verði formaður ekki við þessari áskorum um afsögn þá fer munum við líta svo á að þetta bréf sé opinbert plagg til birtingar í fundargerð. Þar með eru forsendur til að birta það opinberlega strax að loknum þessum fundi. Undir bókunina skrifuðu auk Halldórs varaformaðurinn Snorri Steinn Sigurðsson, sem mætti ekki á fundinn, og varamennirnir þrír í stjórn þau Hallfríður Þórarinsdóttir, Sigurður Albert Ármannsson og Jóhanna Magnúsdóttir. Ástæða fyrir kröfu um afsögn var eftirfarandi, skáletrað hér á eftir. Fram kemur í fundargerð að eftir stuttar umræður hafi Halldór, Hallfríður, Jóhanna og Sigurður Albert yfirgefið fundinn. Í fundargerð kemur fram að svarbréf, sem vísað er til í öðrum lið álytkunarinnar, hafi ekki fylgt með. Eftir sátu á fundinum Jóna Fanney formaður, Dóra Magnúsdóttir ritari og Guðný Margrét Emilsdóttir gjaldkeri. Lögðu þær fram bókun þar sem fram kemur þeirra skoðun að ályktun félaga þeirra í stjórn og varastjórn séu í öllum atriðum röng. Fólk sem tapaði í kosningum á aðalfundi í vor reyni nú að yfirtaka félagið. Öll stjórnin hafi samþykkt að bjóða starfsmanni hálft starfshlutfall en nú sé formaður sakaður um að hafa hrakið viðkomandi úr starfi. „Formaður hefur verið vakinn og sofinn yfir félaginu frá fyrsta degi. M.a. við að skapa faglega umgjörð varðandi verkferla m.a. til að vinna gegn launaþjófnaði fyrirtækja. Fyrri stjórn sýndi algert aðgerðaleysi í kjarabrotamálum og skildi eftir sig slóð launaþjófnaðarmála sem eru nú hátt á þriðja tug. Kjarabrotamál og úrvinnsla þeirra hefur ekki verið sinnt en það mun kosta tugi milljóna að greiða úr þeim málum,“ segir í bókun formanns, gjaldkera og ritara. Þá sé stórt vandamál að af rúmlega eitt þúsund félagsmönnum þá sé aðeins helmingur í stéttarfélagi og fjórðungur sem greiði lágmarksupphæð sem veiti rétt til að fá laun samkvæmt kjarasamningi. Bókunina má lesa í heild hér að neðan. Ofangreind bókun um óásættanlega framgöngu formanns Leiðsagnar í upphafi stjórnarfundar frá tveimur aðalmönnum þeim Snorra Steini Sigurðssyni (sem ekki sat fundinn) og Halldórs Kolbeins og varamannanna Hallfríðar Þórarinsdóttur, Sigurðar Alberts Ármannsson og Jóhönnu Magnúsdóttur er í öllum atriðum röng. Með ofangreindum dylgjum er ásetningur þeirra, sem að bókuninni standa, sá að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins. Hér er ekki verið að hugsa um hag félagsmanna, heldur virðist ætlunin eingöngu sú að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum. Fyrir það fyrsta sýna kosninganiðurstöður aðalfundar þann 3. maí sl. ótvírætt að félagsmenn óskuðu eftir breyttum vinnubrögðum og ferskum vindum með kosningu nýs ritara, gjaldkera og formanns sem hafði betur gegn sitjandi formanni í kosningunum. Nú er gerð tilraun til að yfirtaka félagið af þeim sem ekki náðu kosningu til stjórnar á aðalfundinum í vor, þó svo að tveir þeirra séu nú komnir inn sem aðalmenn. Á fyrsta fundi stjórnar, þann 13. maí 2023 lagði formaður fram tillögu þess efnis að þau innanbúðar samskiptavandamál sem einkennt hafa fyrri tímabil yrðu rædd í viðurvist ráðgjafa og að fundin yrði lausn þannig að vinnufriður gæti ríkt. Sú tillaga var samþykkt. Þrátt fyrir þetta virðist tillagan ekki hafa fallið í kramið og hefur málinu nú verið snúið á hvolf. Þau ósannindi sem fram koma í bókun ofangreindra tveggja aðalmanna og þriggja varamanna eru þeim til skammar. Öll samþykktu að bjóða starfsmanni 50% starfshlutfall, sem nú er snúið á formann um að hafa hrakið starfsmann úr starfi. Allir stjórnarmenn voru sammála um að gera þyrfti gagngerar skipulagsbreytingar á skrifstofu til að sinna mætti kjaramálum og kjarabrotamálum með skilvirkari hætti. Eftirfarandi kemur fram í bókun sem samþykkt var einróma á fundi stjórnar þann 11. september sl. og hljóðar svo: 1. Fjármál/rekstur félagsins/kjarabrotamál. Rekstur félagsins er í járnum eins og stjórn fjallaði um á síðasta fundi þegar farið var yfir hálfsárs uppgjör 2023. Fjöldi félagsmanna í ágúst 2023 var 1.025 og þar af eru einungis um helmingur sem greiðir iðgjöld og eru þar með í stéttarfélaginu. Þar af borgar einungis um fjórðungur félagsmanna, eða um 250 manns, þá lágmarksupphæð sem veitir rétt til að greiða með kjarasamningi. Stjórn telur ljóst að bregðast þurfi við bágri fjárhagsstöðu félagsins. Af hverju eru svo fáir leiðsögumenn í stéttarfélaginu Leiðsögn sem skyldi? Rætt um ímyndarvanda og að þjónustustig félagsins er ekki sambærilegt á við stærri stéttarfélög. Mikilvæg er að finna leiðir til að fjölga félögum. Einnig var rætt að eldri kjarabrotamálum hefur þokað lítt áfram og situr núverandi stjórn uppi með mörg gömul mál og samhliða mikinn lögfræðikostnað. Rætt um að úrvinnsla kjarabrotamála þyrfti að vera markvissari og hraðari. Óviðunandi og seinvirkt að stjórnarfólk sé að sinna úrlausnum slíkra mála í hjáverkum og launalaust. Rætt um að ráða þyrfti kjarafulltrúa til félagsins sem hefði það á sinni könnu að sinna og mæta þörfum félagsmanna á sviði kjaramála og – brota. Afgreiðsla: Stjórn samþykkir að lækka starfshlutfall skrifstofustarfsmanns niður í 50% vegna bágrar fjárhagsstöðu félagsins. Gjaldkeri GME sat hjá. Með bókun HK, HÞ, JM, SSS og SAÁ á formaður nú að taka á sig ein og óstudd að „hafa hrakið starfsmanninn á brott“. Með vísan í bókun hér ofar frá 11. sept. er þeim ásökunum alfarið vísað á bug. Formaður hefur verið vakinn og sofinn yfir félaginu frá fyrsta degi. M.a. við að skapa faglega umgjörð varðandi verkferla m.a. til að vinna gegn launaþjófnaði fyrirtækja. Fyrri stjórn sýndi algert aðgerðaleysi í kjarabrotamálum og skildi eftir sig slóð launaþjófnaðarmála sem eru nú hátt á þriðja tug. Kjarabrotamál og úrvinnsla þeirra hefur ekki verið sinnt en það mun kosta tugi milljóna að greiða úr þeim málum. Við í meirihluta stjórnar fordæmum hvernig vegið er að formanni félagsins. Okkur var færð mikil ábyrgð með kosningu okkar í stjórn og við hyggjumst standa með því félagsfólki sem kallaði á breytingar með kosningu okkar. Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Jóna Fanney Friðriksdóttir var kjörin formaður Leiðsagnar í maí. Þar hafði hún betur í kosningu gegn Friðriki Rafnssyni sitjandi formanni með 117 atkvæðum gegn 115. Helstu baráttumál sín sagði Jóna Fanney vera leiðrétting launa leiðsögumanna í komandi kjarasamningum, sameiningu og samstöðu leiðsögumanna á Íslandi og mótun skilvirkrar framtíðarsýnar félagsins. Ljóst er að stjórnarmenn í félaginu sjá stöðuna ólíkum augum. Stjórnarfundur félagsins á skrifstofu félagsins á Stórhöfða hófst klukkan 20:12 og tíu mínútum síðar höfðu fjórir fundarmenn yfirgefið fundinn. Fundurinn hófst nefnilega með því að Halldór Kolbeins, meðstjórnandi og einn fimm stjórnarmanna, bað um orðið og lagði fram bókun um „ óásættanlega framgöngu formanns Leiðsagnar í starfi fyrir félagið. Krafa um að formaður Jóna Fanney Friðriksdóttir segi af sér embætti nú þegar.“ Segja tveir stjórnarmenn og þrír varamenn í stjórn að Jóna Fanney hafi sýnt í verki óvirðingu fyrir góðri stjórnsýslu, týnt bókun um alvarlegt eineltismál sem tengist stjórnarmanni, hrakið burt starfsmann félagsins, gefið stjórn rangar upplýsingar um fjármál félagsins og ráða sig sjálfa og varaformann á skrifstofu félagsins sem starfsfólk. Bókunina í heild má sjá að neðan. Formaður hefur sýnt í verki óvirðingu fyrir góðri stjórnsýslu í starfsemi félagsins. Eftirfarandi atriði styðja þá ályktun stjórnar: 1. Formaður „týndi“ bókun stjórnarfundar um mjög alvarlegt eineltismál af hálfu eins núverandi stjórnarmanns – fyrsta umræðuefni og samþykkt nýrrar stjórnar á fyrsta fundi vor 2023. Formaður hefur ítrekað neitað að framkvæma samþykktir stjórnar er varða málið málið og hefur ítrekað hundsað ábendingar og áréttingar meirihluta kjörinna stjórnarmanna um að framfylgja samþykktum stjórnar. Öll framganga formanns í úrvinnslu þessa eineltismáls hefur verið á skjön við samþykktir og stefnu stjórnar félagsins og með því brýtur hún grundvallarreglu í góðri stjórnsýslu. 2. Formaður hefur hrakið burt starfsmann félagsins með ósæmilegum aðdróttunum og yfirgangi. Svarbréf starfsmanns er sér og fylgir með þessu bréfi til bókunar að beiðni starfsmanns. 3. Formaður hefur ítrekað gefið stjórn rangar upplýsingar um fjárhagstöðu félagsins að því er virðist til að réttlæta uppsögn starfsmanns. 4. Formaður hefur viðrað tillögu um að ráða sig sjálfa auk varaformanns til starfa á skrifstofu félagsins – og að ráða þar eigin launum. Þar sem formaður félagsins hefur ekki fylgt samþykktum meirihluti stjórnar, sýnt af sér óvönduð vinnubrögð og ítrekað veitt stjórn misvísandi eða rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins þá hefur hann ekki lengur traust stjórnar til að starfa fyrir félagið. Verði formaður ekki við þessari áskorum um afsögn þá fer munum við líta svo á að þetta bréf sé opinbert plagg til birtingar í fundargerð. Þar með eru forsendur til að birta það opinberlega strax að loknum þessum fundi. Undir bókunina skrifuðu auk Halldórs varaformaðurinn Snorri Steinn Sigurðsson, sem mætti ekki á fundinn, og varamennirnir þrír í stjórn þau Hallfríður Þórarinsdóttir, Sigurður Albert Ármannsson og Jóhanna Magnúsdóttir. Ástæða fyrir kröfu um afsögn var eftirfarandi, skáletrað hér á eftir. Fram kemur í fundargerð að eftir stuttar umræður hafi Halldór, Hallfríður, Jóhanna og Sigurður Albert yfirgefið fundinn. Í fundargerð kemur fram að svarbréf, sem vísað er til í öðrum lið álytkunarinnar, hafi ekki fylgt með. Eftir sátu á fundinum Jóna Fanney formaður, Dóra Magnúsdóttir ritari og Guðný Margrét Emilsdóttir gjaldkeri. Lögðu þær fram bókun þar sem fram kemur þeirra skoðun að ályktun félaga þeirra í stjórn og varastjórn séu í öllum atriðum röng. Fólk sem tapaði í kosningum á aðalfundi í vor reyni nú að yfirtaka félagið. Öll stjórnin hafi samþykkt að bjóða starfsmanni hálft starfshlutfall en nú sé formaður sakaður um að hafa hrakið viðkomandi úr starfi. „Formaður hefur verið vakinn og sofinn yfir félaginu frá fyrsta degi. M.a. við að skapa faglega umgjörð varðandi verkferla m.a. til að vinna gegn launaþjófnaði fyrirtækja. Fyrri stjórn sýndi algert aðgerðaleysi í kjarabrotamálum og skildi eftir sig slóð launaþjófnaðarmála sem eru nú hátt á þriðja tug. Kjarabrotamál og úrvinnsla þeirra hefur ekki verið sinnt en það mun kosta tugi milljóna að greiða úr þeim málum,“ segir í bókun formanns, gjaldkera og ritara. Þá sé stórt vandamál að af rúmlega eitt þúsund félagsmönnum þá sé aðeins helmingur í stéttarfélagi og fjórðungur sem greiði lágmarksupphæð sem veiti rétt til að fá laun samkvæmt kjarasamningi. Bókunina má lesa í heild hér að neðan. Ofangreind bókun um óásættanlega framgöngu formanns Leiðsagnar í upphafi stjórnarfundar frá tveimur aðalmönnum þeim Snorra Steini Sigurðssyni (sem ekki sat fundinn) og Halldórs Kolbeins og varamannanna Hallfríðar Þórarinsdóttur, Sigurðar Alberts Ármannsson og Jóhönnu Magnúsdóttur er í öllum atriðum röng. Með ofangreindum dylgjum er ásetningur þeirra, sem að bókuninni standa, sá að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins. Hér er ekki verið að hugsa um hag félagsmanna, heldur virðist ætlunin eingöngu sú að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum. Fyrir það fyrsta sýna kosninganiðurstöður aðalfundar þann 3. maí sl. ótvírætt að félagsmenn óskuðu eftir breyttum vinnubrögðum og ferskum vindum með kosningu nýs ritara, gjaldkera og formanns sem hafði betur gegn sitjandi formanni í kosningunum. Nú er gerð tilraun til að yfirtaka félagið af þeim sem ekki náðu kosningu til stjórnar á aðalfundinum í vor, þó svo að tveir þeirra séu nú komnir inn sem aðalmenn. Á fyrsta fundi stjórnar, þann 13. maí 2023 lagði formaður fram tillögu þess efnis að þau innanbúðar samskiptavandamál sem einkennt hafa fyrri tímabil yrðu rædd í viðurvist ráðgjafa og að fundin yrði lausn þannig að vinnufriður gæti ríkt. Sú tillaga var samþykkt. Þrátt fyrir þetta virðist tillagan ekki hafa fallið í kramið og hefur málinu nú verið snúið á hvolf. Þau ósannindi sem fram koma í bókun ofangreindra tveggja aðalmanna og þriggja varamanna eru þeim til skammar. Öll samþykktu að bjóða starfsmanni 50% starfshlutfall, sem nú er snúið á formann um að hafa hrakið starfsmann úr starfi. Allir stjórnarmenn voru sammála um að gera þyrfti gagngerar skipulagsbreytingar á skrifstofu til að sinna mætti kjaramálum og kjarabrotamálum með skilvirkari hætti. Eftirfarandi kemur fram í bókun sem samþykkt var einróma á fundi stjórnar þann 11. september sl. og hljóðar svo: 1. Fjármál/rekstur félagsins/kjarabrotamál. Rekstur félagsins er í járnum eins og stjórn fjallaði um á síðasta fundi þegar farið var yfir hálfsárs uppgjör 2023. Fjöldi félagsmanna í ágúst 2023 var 1.025 og þar af eru einungis um helmingur sem greiðir iðgjöld og eru þar með í stéttarfélaginu. Þar af borgar einungis um fjórðungur félagsmanna, eða um 250 manns, þá lágmarksupphæð sem veitir rétt til að greiða með kjarasamningi. Stjórn telur ljóst að bregðast þurfi við bágri fjárhagsstöðu félagsins. Af hverju eru svo fáir leiðsögumenn í stéttarfélaginu Leiðsögn sem skyldi? Rætt um ímyndarvanda og að þjónustustig félagsins er ekki sambærilegt á við stærri stéttarfélög. Mikilvæg er að finna leiðir til að fjölga félögum. Einnig var rætt að eldri kjarabrotamálum hefur þokað lítt áfram og situr núverandi stjórn uppi með mörg gömul mál og samhliða mikinn lögfræðikostnað. Rætt um að úrvinnsla kjarabrotamála þyrfti að vera markvissari og hraðari. Óviðunandi og seinvirkt að stjórnarfólk sé að sinna úrlausnum slíkra mála í hjáverkum og launalaust. Rætt um að ráða þyrfti kjarafulltrúa til félagsins sem hefði það á sinni könnu að sinna og mæta þörfum félagsmanna á sviði kjaramála og – brota. Afgreiðsla: Stjórn samþykkir að lækka starfshlutfall skrifstofustarfsmanns niður í 50% vegna bágrar fjárhagsstöðu félagsins. Gjaldkeri GME sat hjá. Með bókun HK, HÞ, JM, SSS og SAÁ á formaður nú að taka á sig ein og óstudd að „hafa hrakið starfsmanninn á brott“. Með vísan í bókun hér ofar frá 11. sept. er þeim ásökunum alfarið vísað á bug. Formaður hefur verið vakinn og sofinn yfir félaginu frá fyrsta degi. M.a. við að skapa faglega umgjörð varðandi verkferla m.a. til að vinna gegn launaþjófnaði fyrirtækja. Fyrri stjórn sýndi algert aðgerðaleysi í kjarabrotamálum og skildi eftir sig slóð launaþjófnaðarmála sem eru nú hátt á þriðja tug. Kjarabrotamál og úrvinnsla þeirra hefur ekki verið sinnt en það mun kosta tugi milljóna að greiða úr þeim málum. Við í meirihluta stjórnar fordæmum hvernig vegið er að formanni félagsins. Okkur var færð mikil ábyrgð með kosningu okkar í stjórn og við hyggjumst standa með því félagsfólki sem kallaði á breytingar með kosningu okkar.
Formaður hefur sýnt í verki óvirðingu fyrir góðri stjórnsýslu í starfsemi félagsins. Eftirfarandi atriði styðja þá ályktun stjórnar: 1. Formaður „týndi“ bókun stjórnarfundar um mjög alvarlegt eineltismál af hálfu eins núverandi stjórnarmanns – fyrsta umræðuefni og samþykkt nýrrar stjórnar á fyrsta fundi vor 2023. Formaður hefur ítrekað neitað að framkvæma samþykktir stjórnar er varða málið málið og hefur ítrekað hundsað ábendingar og áréttingar meirihluta kjörinna stjórnarmanna um að framfylgja samþykktum stjórnar. Öll framganga formanns í úrvinnslu þessa eineltismáls hefur verið á skjön við samþykktir og stefnu stjórnar félagsins og með því brýtur hún grundvallarreglu í góðri stjórnsýslu. 2. Formaður hefur hrakið burt starfsmann félagsins með ósæmilegum aðdróttunum og yfirgangi. Svarbréf starfsmanns er sér og fylgir með þessu bréfi til bókunar að beiðni starfsmanns. 3. Formaður hefur ítrekað gefið stjórn rangar upplýsingar um fjárhagstöðu félagsins að því er virðist til að réttlæta uppsögn starfsmanns. 4. Formaður hefur viðrað tillögu um að ráða sig sjálfa auk varaformanns til starfa á skrifstofu félagsins – og að ráða þar eigin launum. Þar sem formaður félagsins hefur ekki fylgt samþykktum meirihluti stjórnar, sýnt af sér óvönduð vinnubrögð og ítrekað veitt stjórn misvísandi eða rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins þá hefur hann ekki lengur traust stjórnar til að starfa fyrir félagið. Verði formaður ekki við þessari áskorum um afsögn þá fer munum við líta svo á að þetta bréf sé opinbert plagg til birtingar í fundargerð. Þar með eru forsendur til að birta það opinberlega strax að loknum þessum fundi.
Ofangreind bókun um óásættanlega framgöngu formanns Leiðsagnar í upphafi stjórnarfundar frá tveimur aðalmönnum þeim Snorra Steini Sigurðssyni (sem ekki sat fundinn) og Halldórs Kolbeins og varamannanna Hallfríðar Þórarinsdóttur, Sigurðar Alberts Ármannsson og Jóhönnu Magnúsdóttur er í öllum atriðum röng. Með ofangreindum dylgjum er ásetningur þeirra, sem að bókuninni standa, sá að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins. Hér er ekki verið að hugsa um hag félagsmanna, heldur virðist ætlunin eingöngu sú að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum. Fyrir það fyrsta sýna kosninganiðurstöður aðalfundar þann 3. maí sl. ótvírætt að félagsmenn óskuðu eftir breyttum vinnubrögðum og ferskum vindum með kosningu nýs ritara, gjaldkera og formanns sem hafði betur gegn sitjandi formanni í kosningunum. Nú er gerð tilraun til að yfirtaka félagið af þeim sem ekki náðu kosningu til stjórnar á aðalfundinum í vor, þó svo að tveir þeirra séu nú komnir inn sem aðalmenn. Á fyrsta fundi stjórnar, þann 13. maí 2023 lagði formaður fram tillögu þess efnis að þau innanbúðar samskiptavandamál sem einkennt hafa fyrri tímabil yrðu rædd í viðurvist ráðgjafa og að fundin yrði lausn þannig að vinnufriður gæti ríkt. Sú tillaga var samþykkt. Þrátt fyrir þetta virðist tillagan ekki hafa fallið í kramið og hefur málinu nú verið snúið á hvolf. Þau ósannindi sem fram koma í bókun ofangreindra tveggja aðalmanna og þriggja varamanna eru þeim til skammar. Öll samþykktu að bjóða starfsmanni 50% starfshlutfall, sem nú er snúið á formann um að hafa hrakið starfsmann úr starfi. Allir stjórnarmenn voru sammála um að gera þyrfti gagngerar skipulagsbreytingar á skrifstofu til að sinna mætti kjaramálum og kjarabrotamálum með skilvirkari hætti. Eftirfarandi kemur fram í bókun sem samþykkt var einróma á fundi stjórnar þann 11. september sl. og hljóðar svo: 1. Fjármál/rekstur félagsins/kjarabrotamál. Rekstur félagsins er í járnum eins og stjórn fjallaði um á síðasta fundi þegar farið var yfir hálfsárs uppgjör 2023. Fjöldi félagsmanna í ágúst 2023 var 1.025 og þar af eru einungis um helmingur sem greiðir iðgjöld og eru þar með í stéttarfélaginu. Þar af borgar einungis um fjórðungur félagsmanna, eða um 250 manns, þá lágmarksupphæð sem veitir rétt til að greiða með kjarasamningi. Stjórn telur ljóst að bregðast þurfi við bágri fjárhagsstöðu félagsins. Af hverju eru svo fáir leiðsögumenn í stéttarfélaginu Leiðsögn sem skyldi? Rætt um ímyndarvanda og að þjónustustig félagsins er ekki sambærilegt á við stærri stéttarfélög. Mikilvæg er að finna leiðir til að fjölga félögum. Einnig var rætt að eldri kjarabrotamálum hefur þokað lítt áfram og situr núverandi stjórn uppi með mörg gömul mál og samhliða mikinn lögfræðikostnað. Rætt um að úrvinnsla kjarabrotamála þyrfti að vera markvissari og hraðari. Óviðunandi og seinvirkt að stjórnarfólk sé að sinna úrlausnum slíkra mála í hjáverkum og launalaust. Rætt um að ráða þyrfti kjarafulltrúa til félagsins sem hefði það á sinni könnu að sinna og mæta þörfum félagsmanna á sviði kjaramála og – brota. Afgreiðsla: Stjórn samþykkir að lækka starfshlutfall skrifstofustarfsmanns niður í 50% vegna bágrar fjárhagsstöðu félagsins. Gjaldkeri GME sat hjá. Með bókun HK, HÞ, JM, SSS og SAÁ á formaður nú að taka á sig ein og óstudd að „hafa hrakið starfsmanninn á brott“. Með vísan í bókun hér ofar frá 11. sept. er þeim ásökunum alfarið vísað á bug. Formaður hefur verið vakinn og sofinn yfir félaginu frá fyrsta degi. M.a. við að skapa faglega umgjörð varðandi verkferla m.a. til að vinna gegn launaþjófnaði fyrirtækja. Fyrri stjórn sýndi algert aðgerðaleysi í kjarabrotamálum og skildi eftir sig slóð launaþjófnaðarmála sem eru nú hátt á þriðja tug. Kjarabrotamál og úrvinnsla þeirra hefur ekki verið sinnt en það mun kosta tugi milljóna að greiða úr þeim málum. Við í meirihluta stjórnar fordæmum hvernig vegið er að formanni félagsins. Okkur var færð mikil ábyrgð með kosningu okkar í stjórn og við hyggjumst standa með því félagsfólki sem kallaði á breytingar með kosningu okkar.
Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent