Danial Hagari, talsmaður Ísraelshers, staðfesti þetta í tilkynningu fyrr í kvöld. Þá sagði hann þó nokkra Hamas-liða hafa fallið í árásinni, þeirra á meðal hátt settur leiðtogi innan Hamas.
Hagari sagði sprenginguna hafa orðið til þess að margar byggingar í kringum skotmarkið hrundu auk neðanjarðarganga sem fjölfarin voru af Hamas-liðum.
Sprengingin varð á stað í Norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelsher hefur biðlað til íbúa Gasa að yfirgefa það svæði og færa sig suður. Hagari ítrekaði þau fyrirmæli í tilkynningunni.