„Ef ég er ekki með honum þá sakna ég hans“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 07:00 Felix Bergsson ræðir lífið og tilveruna. Vísir/Vilhelm „Ég mæli með því í hverju einasta hjónabandi að fólk eigi gæðastund saman á hverjum einasta degi,“ segir Felix Bergsson sem er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Felix í heild sinni: Mótandi og góðir foreldrar Felix ólst upp í Blönduósi þar sem faðir hans var skólastjóri og móðir hans hjúkrunarfræðingur. „Lífsgildin mín mótuðust mjög sterkt af foreldrum mínum. Svo fær maður áhrif frá ýmsum öðrum stöðum, frá vinum sínum, frá Baldri, maka mínum og frá öðrum sem ég hef rekist á á lífsleiðinni, það vantar ekki. En ég held að þessi grunngildi séu alltaf til staðar frá foreldrunum.“ Felix er einnig mjög náinn systkinum sínum og segir verðmætt að geta orðið fyrir áhrifum frá þeim. „Ég á mjög gott samband við yngstu systur mína sem er fimmtán árum yngri en ég. Mér finnst það frábært, að geta heyrt í henni og heyrt hvað hún er að pæla. Það er oft á tíðum aðeins öðruvísi en það sem ég er að velta fyrir mér og það er bara rosa gott að eiga það samfélag líka.“ „Þá segjum við eitthvað“ Felix er giftur Baldri Þórhallssyni sem er jafnframt hans besti vinur. Þeir eru duglegir að tjá sig gegn óréttlæti þó að Felix segi mikilvægt að geta stundum kúplað sig út. „En það kemur fyrir að manni verður dálítið ofboðið. Og við Baldur erum stuðningsmenn annars hinsegin fólks. Við erum stuðningsmenn trans fólks. Við höfum þurft að læra og reyna að skilja því maður kemur annars staðar að. Við sem höfum farið fram á það að aðrir viðurkenni okkur, auðvitað skiljum við það að þeirra barátta fyrir viðurkenningu er mjög mikilvæg. Þannig að við styðjum og þar af leiðandi látum við stundum í okkur heyra þegar okkur finnst orðræðan farin út á tún og sérstaklega öfgafull og andstyggileg. Þá segjum við eitthvað.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Duglegir að ferðast saman Aðspurður hvað hann geri fyrir andlegu heilsuna svarar Felix: „Ég vinn rosalega mikið og ég held bara að ég sé það heppinn að ég er í starfi sem hjálpar mér mjög andlega. En það kemur oft fyrir að maður verður ansi þreyttur og það verður ansi mikið hlaup. Ég er svo heppinn að við Baldur erum duglegir að ferðast og það er frábært að eiga þann möguleika. Hann er mjög eftirsóttur fyrirlesari um allan heim og oft á tíðum fer ég með honum í hans ferðir. Oft á tíðum á hann svo möguleika á að koma með í mínar ferðir, ég fer mikið í ferðir út af Eurovision til dæmis og mínu starfi þar. Þannig að við erum duglegir að ferðast og við erum duglegir að gera eitthvað saman.“ Felix Bergsson segir verðmætt að geta átt gæðastundir með eiginmanni sínum.Vísir/Vilhelm Crossfit par Hann segir samverustundirnar einstaklega mikilvægar fyrir þá sem par. „Við förum í Crossfit saman og það að eiga eitthvað móment af deginum þar sem við förum saman og eigum góða stund er bara mjög mikilvægt. Það hefur reynst okkur mjög mikilvægt og ég mæli með því í hverju einasta hjónabandi að fólk eigi gæðastund saman á hverjum einasta degi. Við erum mjög mikið saman og ef ég er ekki með honum þá sakna ég hans, það er bara svoleiðis. Það er kannski það sem heldur mér andlega á góðum stað. Við höfum gert það í gegnum tíðina að gera okkur plön. Fimm ára plan gerðum við einhvern tímann og þá ákváðum við að við ætluðum að gera ákveðna hluti innan þess tíma og pössum að það gerist. Það er frábært að gera það, það er mjög skilvirk leið. Ég mæli með því líka, að plana hamingjuna sína,“ segir Felix brosandi og bætir við: „Því ef þú planar það ekki þá gerirðu það að öllum líkindum ekki.“ Einkalífið Tengdar fréttir „Augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“ „Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna. 9. ágúst 2023 07:01 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Felix í heild sinni: Mótandi og góðir foreldrar Felix ólst upp í Blönduósi þar sem faðir hans var skólastjóri og móðir hans hjúkrunarfræðingur. „Lífsgildin mín mótuðust mjög sterkt af foreldrum mínum. Svo fær maður áhrif frá ýmsum öðrum stöðum, frá vinum sínum, frá Baldri, maka mínum og frá öðrum sem ég hef rekist á á lífsleiðinni, það vantar ekki. En ég held að þessi grunngildi séu alltaf til staðar frá foreldrunum.“ Felix er einnig mjög náinn systkinum sínum og segir verðmætt að geta orðið fyrir áhrifum frá þeim. „Ég á mjög gott samband við yngstu systur mína sem er fimmtán árum yngri en ég. Mér finnst það frábært, að geta heyrt í henni og heyrt hvað hún er að pæla. Það er oft á tíðum aðeins öðruvísi en það sem ég er að velta fyrir mér og það er bara rosa gott að eiga það samfélag líka.“ „Þá segjum við eitthvað“ Felix er giftur Baldri Þórhallssyni sem er jafnframt hans besti vinur. Þeir eru duglegir að tjá sig gegn óréttlæti þó að Felix segi mikilvægt að geta stundum kúplað sig út. „En það kemur fyrir að manni verður dálítið ofboðið. Og við Baldur erum stuðningsmenn annars hinsegin fólks. Við erum stuðningsmenn trans fólks. Við höfum þurft að læra og reyna að skilja því maður kemur annars staðar að. Við sem höfum farið fram á það að aðrir viðurkenni okkur, auðvitað skiljum við það að þeirra barátta fyrir viðurkenningu er mjög mikilvæg. Þannig að við styðjum og þar af leiðandi látum við stundum í okkur heyra þegar okkur finnst orðræðan farin út á tún og sérstaklega öfgafull og andstyggileg. Þá segjum við eitthvað.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Duglegir að ferðast saman Aðspurður hvað hann geri fyrir andlegu heilsuna svarar Felix: „Ég vinn rosalega mikið og ég held bara að ég sé það heppinn að ég er í starfi sem hjálpar mér mjög andlega. En það kemur oft fyrir að maður verður ansi þreyttur og það verður ansi mikið hlaup. Ég er svo heppinn að við Baldur erum duglegir að ferðast og það er frábært að eiga þann möguleika. Hann er mjög eftirsóttur fyrirlesari um allan heim og oft á tíðum fer ég með honum í hans ferðir. Oft á tíðum á hann svo möguleika á að koma með í mínar ferðir, ég fer mikið í ferðir út af Eurovision til dæmis og mínu starfi þar. Þannig að við erum duglegir að ferðast og við erum duglegir að gera eitthvað saman.“ Felix Bergsson segir verðmætt að geta átt gæðastundir með eiginmanni sínum.Vísir/Vilhelm Crossfit par Hann segir samverustundirnar einstaklega mikilvægar fyrir þá sem par. „Við förum í Crossfit saman og það að eiga eitthvað móment af deginum þar sem við förum saman og eigum góða stund er bara mjög mikilvægt. Það hefur reynst okkur mjög mikilvægt og ég mæli með því í hverju einasta hjónabandi að fólk eigi gæðastund saman á hverjum einasta degi. Við erum mjög mikið saman og ef ég er ekki með honum þá sakna ég hans, það er bara svoleiðis. Það er kannski það sem heldur mér andlega á góðum stað. Við höfum gert það í gegnum tíðina að gera okkur plön. Fimm ára plan gerðum við einhvern tímann og þá ákváðum við að við ætluðum að gera ákveðna hluti innan þess tíma og pössum að það gerist. Það er frábært að gera það, það er mjög skilvirk leið. Ég mæli með því líka, að plana hamingjuna sína,“ segir Felix brosandi og bætir við: „Því ef þú planar það ekki þá gerirðu það að öllum líkindum ekki.“
Einkalífið Tengdar fréttir „Augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“ „Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna. 9. ágúst 2023 07:01 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
„Augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“ „Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna. 9. ágúst 2023 07:01