„Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2023 15:05 Jóna Fanney Friðriksdóttir formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna og Snorri Steinn Sigurðsson einn þeirra stjórnarmanna sem kröfðust afsagnar hennar á mánudaginn. Vísir/Samsett Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. Fréttastofa hafði samband við Halldór Kolbeins, stjórnarmann í félaginu, sem er meðal fyrrnefndra ósáttra fimm. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að málið sé ekki persónulegt. Hann segir jafnframt að uppreisnarhópurinn telji Jónu ekki hafa starfað samkvæmt samþykktum stjórnar og að ákveðin vinnubrögð hafi viðhafst undir stjórn hennar sem þau séu afar ósátt með. Halldór nefnir sérstaklega eineltismál í yfirlýsingunni sem einnig er fjallað um í bókun hópsins á stjórnarfundinum. Hann segir það hafa farið á versta veg. Hópurinn sakar Jónu um að hafa hundsað það og gefur það í skyn að hún hafi viljandi „týnt“ bókun sem varðaði málið. Vísar öllu á bug Jóna Fanney vildi ekki ræða málið í samtali við fréttastofu. Hún sagði bara að henni fyndist staðan sem upp er komin „sorgleg.“ Jóna og tveir stjórnarmenn, gjaldkeri og ritari, sem studdu ekki afsagnarkröfuna taka fyrir ásakanirnar sem þar koma fram og vísa þeim alfarið á bug. Í bókun sem þau skrifuðu segir að með þessum „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Þar að auki sakar Jóna og hennar stuðningsmenn uppreisnarhópinn um beiskju og segir ætlunina vera „eingöngu þá að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum.“ „Mál sem fór á versta veg“ „Nú þarf að koma í ljós hvort félagsmenn telji að boða eigi til félagsfundar til þess að félagsmenn í Leiðsögn geti tekið afstöðu til þeirrar stöðu sem er uppi. Það er mikilvægt að traust og trygg forysta og stjórn starfi í félaginu á komandi kjaravetri og ég tel eins og áður segir best að félagsmenn taki afstöðu til þessarar bókunar okkar á opnum félagsfundi,“ segir í lok yfirlýsingunnar sem Halldór sendi fréttastofu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál en brýnt mál. Það gerir enginn svona að leik sínum. Þetta mál á langan aðdraganda. Það verður bara að fá niðurstöðu í þessu máli. Þetta er mál sem fór á versta veg. Þetta þarf að klárast, það er ekkert hægt að láta snjóa yfir þetta,“ segir Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að rætt hefði verið við Snorra Stein stjórnarmann en ekki Halldór. Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Halldór Kolbeins, stjórnarmann í félaginu, sem er meðal fyrrnefndra ósáttra fimm. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að málið sé ekki persónulegt. Hann segir jafnframt að uppreisnarhópurinn telji Jónu ekki hafa starfað samkvæmt samþykktum stjórnar og að ákveðin vinnubrögð hafi viðhafst undir stjórn hennar sem þau séu afar ósátt með. Halldór nefnir sérstaklega eineltismál í yfirlýsingunni sem einnig er fjallað um í bókun hópsins á stjórnarfundinum. Hann segir það hafa farið á versta veg. Hópurinn sakar Jónu um að hafa hundsað það og gefur það í skyn að hún hafi viljandi „týnt“ bókun sem varðaði málið. Vísar öllu á bug Jóna Fanney vildi ekki ræða málið í samtali við fréttastofu. Hún sagði bara að henni fyndist staðan sem upp er komin „sorgleg.“ Jóna og tveir stjórnarmenn, gjaldkeri og ritari, sem studdu ekki afsagnarkröfuna taka fyrir ásakanirnar sem þar koma fram og vísa þeim alfarið á bug. Í bókun sem þau skrifuðu segir að með þessum „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Þar að auki sakar Jóna og hennar stuðningsmenn uppreisnarhópinn um beiskju og segir ætlunina vera „eingöngu þá að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum.“ „Mál sem fór á versta veg“ „Nú þarf að koma í ljós hvort félagsmenn telji að boða eigi til félagsfundar til þess að félagsmenn í Leiðsögn geti tekið afstöðu til þeirrar stöðu sem er uppi. Það er mikilvægt að traust og trygg forysta og stjórn starfi í félaginu á komandi kjaravetri og ég tel eins og áður segir best að félagsmenn taki afstöðu til þessarar bókunar okkar á opnum félagsfundi,“ segir í lok yfirlýsingunnar sem Halldór sendi fréttastofu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál en brýnt mál. Það gerir enginn svona að leik sínum. Þetta mál á langan aðdraganda. Það verður bara að fá niðurstöðu í þessu máli. Þetta er mál sem fór á versta veg. Þetta þarf að klárast, það er ekkert hægt að láta snjóa yfir þetta,“ segir Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að rætt hefði verið við Snorra Stein stjórnarmann en ekki Halldór.
Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira