Nunez tryggði Liverpool sæti í næstu umferð Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 21:48 Darwin Nunez fagnar sigurmarki Liverpool í kvöld. Vísir/Getty Liverpool er komið í næstu umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Bournemouth. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Sigurðsson eru báðir úr leik eftir töp Burnley og Blackburn. Liverpool var í heimsókn hjá Bournemouth og kom Cody Gakpo gestunum yfir í fyrri hálfleik með marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Justin Kluivert jafnaði metin þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og skömmu fyrir mark Kluivert hafði hann skipt Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister öllum inn á völlinn en Mohamed Salah, Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai byrjuðu allir inná í kvöld. Það var síðan einmitt Darwin Nunez sem tryggði Liverpool 2-1 sigur með frábæru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Liverpool því áfram í næstu umferð. Next stop: The #CarabaoCup quarter-finals! pic.twitter.com/HbFkR8iKD8— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 1, 2023 Chelsea mætti liði Blackburn á heimavelli en síðarnefnda liðið leikur í næst efstu deild. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum hjá Blackburn en kom inn á í síðari hálfleiknum. Benoit Badiashile kom Chelsea yfir á 30. mínútu og Raheem Sterling bætti öðru marki við á 59. mínútu. Þar við sat og Chelsea með nokkuð þægilegan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem fékk skell á Goodison Park gegn Everton. James Tarkowski, Amadou Onana og Ashley Young skoruðu mörk Everton í 3-0 sigri en liðið vann góðan sigur á West Ham um liðna helgi. The remaining teams left in the Carabao Cup: Liverpool Chelsea Newcastle West Ham Everton Fulham Middlesbrough Port ValeWe simply have to win this competition now — Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 1, 2023 Að lokum vann úrvalsdeildarlið Fulham góðan útisigur á Ipswich sem hefur verið að gera góða hluti í Championship-deildinni. Harry Wilson kom Fulham í 1-0 í upphafi leiks og Rodrigo Muniz skoraði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Tom Cairney kom Fulham í 3-0 á 77. mínútu áður en Eikan Baggott minnkaði muninn. Lokatölur 3-1 fyrir Fulham. Leik Manchester United og Newcastle er ekki lokið en þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan 3-0 fyrir Newcastle. Úrslit kvöldsins Bournemouth - Liverpool 1-2Chelsea - Blackburn 2-0Everton - Burnley 3-0Ipswich - Fulham 1-3 Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Liverpool var í heimsókn hjá Bournemouth og kom Cody Gakpo gestunum yfir í fyrri hálfleik með marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Justin Kluivert jafnaði metin þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og skömmu fyrir mark Kluivert hafði hann skipt Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister öllum inn á völlinn en Mohamed Salah, Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai byrjuðu allir inná í kvöld. Það var síðan einmitt Darwin Nunez sem tryggði Liverpool 2-1 sigur með frábæru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Liverpool því áfram í næstu umferð. Next stop: The #CarabaoCup quarter-finals! pic.twitter.com/HbFkR8iKD8— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 1, 2023 Chelsea mætti liði Blackburn á heimavelli en síðarnefnda liðið leikur í næst efstu deild. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum hjá Blackburn en kom inn á í síðari hálfleiknum. Benoit Badiashile kom Chelsea yfir á 30. mínútu og Raheem Sterling bætti öðru marki við á 59. mínútu. Þar við sat og Chelsea með nokkuð þægilegan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem fékk skell á Goodison Park gegn Everton. James Tarkowski, Amadou Onana og Ashley Young skoruðu mörk Everton í 3-0 sigri en liðið vann góðan sigur á West Ham um liðna helgi. The remaining teams left in the Carabao Cup: Liverpool Chelsea Newcastle West Ham Everton Fulham Middlesbrough Port ValeWe simply have to win this competition now — Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 1, 2023 Að lokum vann úrvalsdeildarlið Fulham góðan útisigur á Ipswich sem hefur verið að gera góða hluti í Championship-deildinni. Harry Wilson kom Fulham í 1-0 í upphafi leiks og Rodrigo Muniz skoraði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Tom Cairney kom Fulham í 3-0 á 77. mínútu áður en Eikan Baggott minnkaði muninn. Lokatölur 3-1 fyrir Fulham. Leik Manchester United og Newcastle er ekki lokið en þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan 3-0 fyrir Newcastle. Úrslit kvöldsins Bournemouth - Liverpool 1-2Chelsea - Blackburn 2-0Everton - Burnley 3-0Ipswich - Fulham 1-3
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira