Allt í steik hjá United sem tapaði stórt á heimavelli Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:12 Sofyan Amrabat og Harry Maguire fremur ráðvilltir á Old Trafford í kvöld. Vísir/Getty Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum eftir slæmt 3-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld. Þetta er annað þriggja marka tap United á heimavelli í röð. Manchester United mætti til leiks gegn Newcastle í dag eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Manchester City um helgina. Gengi United undanfarið hefur verið æði misjafnt. Liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn gegn City en tapað tveimur leikjum í röð þar á undan. Liðið er ríkjandi deildabikarmeistari og sterkt byrjunarlið Erik Ten Hag benti til þess að liðið ætlaði sér að halda titlinum á Old Trafford. Kvöldið var erfitt fyrir stuðningsmenn United á Old Trafford. Miguel Almiron kom Newcastle yfir á 28. mínútu og Lewis Hall tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Manchester United 0-3 Newcastle This is fine pic.twitter.com/njpBM8kKgv— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023 Joe Willock innsiglaði síðan sigur Newcastle með marki á 60. mínútu og annað 3-0 tap United á heimavelli í röð því staðreynd. Það má búast við erfiðu kvöldi og næstu dögum hjá Erik Ten Hag knattspyrnustjóra Manchester United. Gagnrýni á hann hefur aukist undanfarið og þá hafa einnig borist fréttir af dvínandi trú leikmanna liðsins á verkefninu. 3 - Manchester United have lost consecutive home games by 3+ goals for the first time since October 1962, while this was Newcastle's biggest away win against the Red Devils since September 1930 (7-4). Nightmare. #MUNNEW— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2023 Eddie Howe og lærisveinar hans yfirgefa Manchester hins vegar sáttir og mátti heyra stuðningsmenn Newcastle syngja allan síðari hálfleikinn á Old Trafford í kvöld á meðan stúkur stuðningsmanna heimaliðsins tæmdust hægt og rólega eftir því sem lokaflautið nálgaðist. Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Manchester United mætti til leiks gegn Newcastle í dag eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Manchester City um helgina. Gengi United undanfarið hefur verið æði misjafnt. Liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn gegn City en tapað tveimur leikjum í röð þar á undan. Liðið er ríkjandi deildabikarmeistari og sterkt byrjunarlið Erik Ten Hag benti til þess að liðið ætlaði sér að halda titlinum á Old Trafford. Kvöldið var erfitt fyrir stuðningsmenn United á Old Trafford. Miguel Almiron kom Newcastle yfir á 28. mínútu og Lewis Hall tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Manchester United 0-3 Newcastle This is fine pic.twitter.com/njpBM8kKgv— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023 Joe Willock innsiglaði síðan sigur Newcastle með marki á 60. mínútu og annað 3-0 tap United á heimavelli í röð því staðreynd. Það má búast við erfiðu kvöldi og næstu dögum hjá Erik Ten Hag knattspyrnustjóra Manchester United. Gagnrýni á hann hefur aukist undanfarið og þá hafa einnig borist fréttir af dvínandi trú leikmanna liðsins á verkefninu. 3 - Manchester United have lost consecutive home games by 3+ goals for the first time since October 1962, while this was Newcastle's biggest away win against the Red Devils since September 1930 (7-4). Nightmare. #MUNNEW— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2023 Eddie Howe og lærisveinar hans yfirgefa Manchester hins vegar sáttir og mátti heyra stuðningsmenn Newcastle syngja allan síðari hálfleikinn á Old Trafford í kvöld á meðan stúkur stuðningsmanna heimaliðsins tæmdust hægt og rólega eftir því sem lokaflautið nálgaðist.
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira