„Verðum að biðja stuðningsmennina afsökunar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 06:44 Erik Ten Hag gengur af velli eftir leik gærkvöldsins. Vísir/Getty Erik Ten Hag bað stuðningsmenn Manchester United afsökunar eftir 3-0 tap liðsins gegn Newcastle í 16-liða úrslitum deildabikarsins í gær. Þetta var annað þriggja marka tap liðsins á heimavelli í röð. Manchester United féll í gærkvöldi úr keppni í deildabikarnum eftir 3-0 tap gegn Newcastle á heimavelli sínum Old Trafford. Lið United lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti ekki gott kvöld. „Við vitum að þetta er ekki nógu gott. Við þurfum að taka ábyrgð á því. Ég þarf að taka ábyrgð á því. Ég þarf að segja afsakið við stuðningsmennina því þetta var fyrir neðan okkar staðla og við verðum að gera þetta betur,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports að leik loknum í gær. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1962 sem Manchester United tapar tveimur heimaleikjum í röð með þremur mörkum eða meira. „Við þurfum að koma til baka og gera það fljótt. Á laugardag er næsti leikur og við þurfum að bæta okkar leik. Þetta er ekki nógu gott,“ bætti Ten Hag við en United mætir Fulham á laugardaginn kemur. Ten Hag segir að nægileg gæði búi í liði United. „Leikmennirnir munu stíga upp. Þeir standa saman. Við sáum að þeir reyndu en við vitum að þetta er ekki nógu gott. Ég er ábyrgur fyrir þessu og við verðum að gera þetta saman.“ „Til að ná upp sjálfstrausti þá þarftu að spila og svo færðu sjálfstraust þegar þú nærð í úrslit. Það er einunigs hægt þegar þú fylgir reglunum, vinnur bardagana og kemur með baráttuna. Þetta þurfum við að gera sem lið. Eina leiðin er að standa saman en þú þarft að sýna aga, allir þurfa að vinna saman og taka ábyrgð.“ "He's scored 89 goals in 9 years..." ...I don't think we're harsh enough!" Andy Cole and Gary Neville discuss Anthony Martial pic.twitter.com/ZChf6G0pRJ— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 1, 2023 Hann sagði að liðið myndi sofa á úrslitunum og skoða stöðuna. „Síðan veljum við liðið og taktíkina. Mikilvægast er að ná hugarfarinu réttu.“ Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Manchester United féll í gærkvöldi úr keppni í deildabikarnum eftir 3-0 tap gegn Newcastle á heimavelli sínum Old Trafford. Lið United lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti ekki gott kvöld. „Við vitum að þetta er ekki nógu gott. Við þurfum að taka ábyrgð á því. Ég þarf að taka ábyrgð á því. Ég þarf að segja afsakið við stuðningsmennina því þetta var fyrir neðan okkar staðla og við verðum að gera þetta betur,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports að leik loknum í gær. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1962 sem Manchester United tapar tveimur heimaleikjum í röð með þremur mörkum eða meira. „Við þurfum að koma til baka og gera það fljótt. Á laugardag er næsti leikur og við þurfum að bæta okkar leik. Þetta er ekki nógu gott,“ bætti Ten Hag við en United mætir Fulham á laugardaginn kemur. Ten Hag segir að nægileg gæði búi í liði United. „Leikmennirnir munu stíga upp. Þeir standa saman. Við sáum að þeir reyndu en við vitum að þetta er ekki nógu gott. Ég er ábyrgur fyrir þessu og við verðum að gera þetta saman.“ „Til að ná upp sjálfstrausti þá þarftu að spila og svo færðu sjálfstraust þegar þú nærð í úrslit. Það er einunigs hægt þegar þú fylgir reglunum, vinnur bardagana og kemur með baráttuna. Þetta þurfum við að gera sem lið. Eina leiðin er að standa saman en þú þarft að sýna aga, allir þurfa að vinna saman og taka ábyrgð.“ "He's scored 89 goals in 9 years..." ...I don't think we're harsh enough!" Andy Cole and Gary Neville discuss Anthony Martial pic.twitter.com/ZChf6G0pRJ— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 1, 2023 Hann sagði að liðið myndi sofa á úrslitunum og skoða stöðuna. „Síðan veljum við liðið og taktíkina. Mikilvægast er að ná hugarfarinu réttu.“
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira