„Það er er auðvelt að eiga fallegt líf ef ég kýs það“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 20:01 Tinna fór í meðferð á Hlaðgerðarkoti árið 2018 og öðlaðist í kjölfarið nýtt og fallegt líf. Tinna Aðalbjörnsdóttir Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, fagnaði fimm árum edrú í gær. Tímamótin eru henni mikilvæg og segir hún þau minna sig á hvaðan hún er að koma. „Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að fagna hverju ári. Það minnir mig á hvaðan ég er að koma og hversu auðvelt það er að eiga fallegt líf ef ég kýs það. Þetta er eins að fá að rísa upp frá dauðum. Það eru ekki allir sem ná þessu en þar sem ég set mig í fyrsta sæti er það auðveldara,“ segir Tinna sem lýsir ári hverju sem persónulegum sigri. Tinna fór í meðferð í Hlaðgerðarkoti árið 2018 og öðlaðist í kjölfarið nýtt og fallegt líf. Tinna og sonur hennar Kristófer fara út að borða og fagna tímamótunum saman. Tinna Aðalbjörnsdóttir Í tilefni dagsins fagnar hún með syni sínum og fjölskyldu. „Ég vakna extra snemma þennan dag og fer með langa þakkarbæn og klæði mig upp. Síðan held ég alltaf upp á daginn með því að gera eitthvað fallegt fyrir mig og fjölskyldu mína. Fer yfirleitt út að borða með syni mínum og þeim sem eru mér næst,“ segir Tinna og bætir við: „Ég leyfi mér að kaupa eitthvað fallegt sem mig langar í, kerti, blóm eða skó jafnvel. Eitthvað sem gerir eitthvað fyrir mig.“ Setur sjálfa sig í fyrsta sæti Að sögn Tinnu hefur hún lært að setja sjálfa sig í fyrsta sæti sem felst í sjálfsrækt og heilbrigði. „Ég set mér góð mörk og hvað er gott fyrir mig, mitt nærumhverfi, hugsa vel um mig, sef vel, rækt, snemma að sofa og borða hollan og góðan mat og leyfi mér að þykja vænt um mig, “segir Tinna. Tinna skrifaði pistil um tímamótin á samfélagsmiðlum í gær. Hún lýsir þakklæti sínu fyrir lífið og erfiðleikunum sem hafi kennt henni margt. „Ég elska þessi síðustu ár sem ég hef skapað mér. Þau eru full af gleði, hamingju, erfiðleikum og allt í bland eins og lífið ber með sér. Það sem stendur mest upp úr þessu öllu er samt hversu þakklát ég er fyrir allt og alla í kringum mig og svakalega þakklát fyrir þessa erfiðu lífsreynslu sem ég fór í gegnum á mínum erfiðustu tímum fyrir meðferð. Það kenndi mér svo margt og opnaði augu mín fyrir svo mörgu,“ segir Tinna. „Það ætlar sér enginn að verða fíkill, veikur eða koma illa fram við sitt nánasta fólk. Þetta er yfirleitt afleiðing af allskonar.“ Tinna gerir eitthvað fyrir sjálfa sig á þessum degi.Tinna Aðalbjörnsdóttir Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. „Í dag á ég 5 ára edrú afmæli og því ætla ég sko að fagna. Ég elska þessi síðustu ár sem ég hef skapað mér. Þau eru full af gleði, hamingju, erfiðleikum og allt í bland eins og lífið ber með sér. Það sem stendur mest upp úr þessu öllu er samt hversu þakklát ég er fyrir allt og alla í kringum mig og svakalega þakklát fyrir þessa erfiðu lífsreynslu sem ég fór í gegnum á mínum erfiðustu tímum fyrir meðferð. Það kenndi mér svo margt og opnaði augu mín fyrir svo mörgu. Í dag þá get ég sett mig í spor svo margra aðstæðna því ég skil svo vel hvað það er að fara í sjálfseyðingarhvöt á öllum sviðum hvort það sé fíkn, óheiðarleiki, stjórnleysi, kvíði, þunglyndi og ég get endalaust haldið áfram. Það ætlar sér engin að verða fíkill, veikur eða koma illa fram við sitt nánasta fólk. Þetta er yfirleitt afleiðing af allskonar. Ég er þakklát fyrir að eiga mig í dag skilyrðislaust og fá að taka sjálfri mér með mínum kostum og göllum og takast á við mína bresti þegar þeir koma og taka þeim fagnandi Að fá að vera til staðar 100% er líka það fallegasta sem ég veit um. Ég reyni alltaf að vera til staðar fyrir mína nánustu því þegar kemur að því að þetta líf verður búið þá á ég þær minningar og get kvatt heiminn með bros á vör og verið stolt af sjálfri mér Mamma, pabbi, systkini, fjölskylda og vinir. Takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig. Ég elska ykkur öll. Munum að dæma ekki fólk. Öll eigum við tilverurétt í heiminum hvernig sem við erum. Mín heitasta ósk í dag er að fleiri nái að sjá lífið í betra ljósi og að náunga kærleikur verður meiri, fordómar minnki í garð þeirra sem þjást af fíknisjúkdómi og að meðferðarúrræði verði mun betri og biðlistar minnki svo við missum ekki svona mikið af öllu þessu góða fólki sem þjáist úti á meðan beðið er eftir að komast í meðferð. Sérstaklega unga fólkinu okkar. Knús á alla út í daginn. Þið eruð öll sem eitt yndisleg.“ Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
„Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að fagna hverju ári. Það minnir mig á hvaðan ég er að koma og hversu auðvelt það er að eiga fallegt líf ef ég kýs það. Þetta er eins að fá að rísa upp frá dauðum. Það eru ekki allir sem ná þessu en þar sem ég set mig í fyrsta sæti er það auðveldara,“ segir Tinna sem lýsir ári hverju sem persónulegum sigri. Tinna fór í meðferð í Hlaðgerðarkoti árið 2018 og öðlaðist í kjölfarið nýtt og fallegt líf. Tinna og sonur hennar Kristófer fara út að borða og fagna tímamótunum saman. Tinna Aðalbjörnsdóttir Í tilefni dagsins fagnar hún með syni sínum og fjölskyldu. „Ég vakna extra snemma þennan dag og fer með langa þakkarbæn og klæði mig upp. Síðan held ég alltaf upp á daginn með því að gera eitthvað fallegt fyrir mig og fjölskyldu mína. Fer yfirleitt út að borða með syni mínum og þeim sem eru mér næst,“ segir Tinna og bætir við: „Ég leyfi mér að kaupa eitthvað fallegt sem mig langar í, kerti, blóm eða skó jafnvel. Eitthvað sem gerir eitthvað fyrir mig.“ Setur sjálfa sig í fyrsta sæti Að sögn Tinnu hefur hún lært að setja sjálfa sig í fyrsta sæti sem felst í sjálfsrækt og heilbrigði. „Ég set mér góð mörk og hvað er gott fyrir mig, mitt nærumhverfi, hugsa vel um mig, sef vel, rækt, snemma að sofa og borða hollan og góðan mat og leyfi mér að þykja vænt um mig, “segir Tinna. Tinna skrifaði pistil um tímamótin á samfélagsmiðlum í gær. Hún lýsir þakklæti sínu fyrir lífið og erfiðleikunum sem hafi kennt henni margt. „Ég elska þessi síðustu ár sem ég hef skapað mér. Þau eru full af gleði, hamingju, erfiðleikum og allt í bland eins og lífið ber með sér. Það sem stendur mest upp úr þessu öllu er samt hversu þakklát ég er fyrir allt og alla í kringum mig og svakalega þakklát fyrir þessa erfiðu lífsreynslu sem ég fór í gegnum á mínum erfiðustu tímum fyrir meðferð. Það kenndi mér svo margt og opnaði augu mín fyrir svo mörgu,“ segir Tinna. „Það ætlar sér enginn að verða fíkill, veikur eða koma illa fram við sitt nánasta fólk. Þetta er yfirleitt afleiðing af allskonar.“ Tinna gerir eitthvað fyrir sjálfa sig á þessum degi.Tinna Aðalbjörnsdóttir Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. „Í dag á ég 5 ára edrú afmæli og því ætla ég sko að fagna. Ég elska þessi síðustu ár sem ég hef skapað mér. Þau eru full af gleði, hamingju, erfiðleikum og allt í bland eins og lífið ber með sér. Það sem stendur mest upp úr þessu öllu er samt hversu þakklát ég er fyrir allt og alla í kringum mig og svakalega þakklát fyrir þessa erfiðu lífsreynslu sem ég fór í gegnum á mínum erfiðustu tímum fyrir meðferð. Það kenndi mér svo margt og opnaði augu mín fyrir svo mörgu. Í dag þá get ég sett mig í spor svo margra aðstæðna því ég skil svo vel hvað það er að fara í sjálfseyðingarhvöt á öllum sviðum hvort það sé fíkn, óheiðarleiki, stjórnleysi, kvíði, þunglyndi og ég get endalaust haldið áfram. Það ætlar sér engin að verða fíkill, veikur eða koma illa fram við sitt nánasta fólk. Þetta er yfirleitt afleiðing af allskonar. Ég er þakklát fyrir að eiga mig í dag skilyrðislaust og fá að taka sjálfri mér með mínum kostum og göllum og takast á við mína bresti þegar þeir koma og taka þeim fagnandi Að fá að vera til staðar 100% er líka það fallegasta sem ég veit um. Ég reyni alltaf að vera til staðar fyrir mína nánustu því þegar kemur að því að þetta líf verður búið þá á ég þær minningar og get kvatt heiminn með bros á vör og verið stolt af sjálfri mér Mamma, pabbi, systkini, fjölskylda og vinir. Takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig. Ég elska ykkur öll. Munum að dæma ekki fólk. Öll eigum við tilverurétt í heiminum hvernig sem við erum. Mín heitasta ósk í dag er að fleiri nái að sjá lífið í betra ljósi og að náunga kærleikur verður meiri, fordómar minnki í garð þeirra sem þjást af fíknisjúkdómi og að meðferðarúrræði verði mun betri og biðlistar minnki svo við missum ekki svona mikið af öllu þessu góða fólki sem þjáist úti á meðan beðið er eftir að komast í meðferð. Sérstaklega unga fólkinu okkar. Knús á alla út í daginn. Þið eruð öll sem eitt yndisleg.“
Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira