Nóvemberspá Siggu Kling: Þú þarft ekki að flýta þér Sigga Kling skrifar 3. nóvember 2023 06:00 Elsku steingeitin mín. Í öllu þessu yndislega og sérkennilega lífi kemur stundum sá tími að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Gefðu þér rólegheit og hafðu það hugfast að þú þarft ekki að flýta þér. Þetta er allt að raðast saman á réttum tíma. Það þarf ekki að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þó að þú sért þessi sterka manneskja sem þú ert, þá hefur kvíðinn náð að hvísla að þér að þetta eða hitt gæti gerst og að sjálfsögðu drekkur þú úr því áhyggju glasi. Taktu þér endilega líka sopa úr kæruleysisglasinu, því þessi snilldar setning Íslendinga er nákvæmlega það sem öllu ræður á næsta tímabili - „þetta reddast.“ Miður nóvembermánuður er svolítil krossgáta fyrir þig og þarna verðurðu að sýna þína sérstöku leiðtogahæfni til að finna út hver á að gera þetta og hver á að gera hitt. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin Það er alveg kominn tími til þess að þú vitir að það eru fleiri sem geta gert verkin en þú og þú þarft að treysta þeim til þess. Það er vöxtur í bæði peningalegum og andlegum þáttum hjá þér og þegar þú lítur yfir þetta ár þá sérðu hvað þú ert mögnuð ljósvera. Þú færð töluna þrjá svo sterkt inn í kortið þitt, það er tala sköpunar og frjósemi á öllum sviðum. Lífið verður í fullkomnum takti og jafnvægi við óskir þínar en þú sérð það ekki alveg strax. En, frá tuttugasta og fyrsta nóvember til þriðja desember er þetta skýrt skráð í stjörnurnar. Besta meðalið sem þú þarft fæst ekki með lyfseðli, þú skalt elska meira, hlæja hærra og sleppa tökunum. Þá hverfa allar hindranir sem eru í raun aðeins blekking hugans. Það eru margir sem öfunda þig fyrir að vera þú, því það sést alls ekki á þér hvort að þú sért að ganga í gegn um erfiðleika. Þú ættir að sjá það fyrir þér ef þú værir að fá óskarinn og gengir inn rauða dregilinn, hverjum þú ættir raunverulega að þakka fyrir. Það ert þú sem skapaðir þetta hlutverk sem þú hefur og þú hefur svo sannarlega máttinn til að breyta næsta kafla ef þér sýnist svo. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Gefðu þér rólegheit og hafðu það hugfast að þú þarft ekki að flýta þér. Þetta er allt að raðast saman á réttum tíma. Það þarf ekki að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þó að þú sért þessi sterka manneskja sem þú ert, þá hefur kvíðinn náð að hvísla að þér að þetta eða hitt gæti gerst og að sjálfsögðu drekkur þú úr því áhyggju glasi. Taktu þér endilega líka sopa úr kæruleysisglasinu, því þessi snilldar setning Íslendinga er nákvæmlega það sem öllu ræður á næsta tímabili - „þetta reddast.“ Miður nóvembermánuður er svolítil krossgáta fyrir þig og þarna verðurðu að sýna þína sérstöku leiðtogahæfni til að finna út hver á að gera þetta og hver á að gera hitt. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin Það er alveg kominn tími til þess að þú vitir að það eru fleiri sem geta gert verkin en þú og þú þarft að treysta þeim til þess. Það er vöxtur í bæði peningalegum og andlegum þáttum hjá þér og þegar þú lítur yfir þetta ár þá sérðu hvað þú ert mögnuð ljósvera. Þú færð töluna þrjá svo sterkt inn í kortið þitt, það er tala sköpunar og frjósemi á öllum sviðum. Lífið verður í fullkomnum takti og jafnvægi við óskir þínar en þú sérð það ekki alveg strax. En, frá tuttugasta og fyrsta nóvember til þriðja desember er þetta skýrt skráð í stjörnurnar. Besta meðalið sem þú þarft fæst ekki með lyfseðli, þú skalt elska meira, hlæja hærra og sleppa tökunum. Þá hverfa allar hindranir sem eru í raun aðeins blekking hugans. Það eru margir sem öfunda þig fyrir að vera þú, því það sést alls ekki á þér hvort að þú sért að ganga í gegn um erfiðleika. Þú ættir að sjá það fyrir þér ef þú værir að fá óskarinn og gengir inn rauða dregilinn, hverjum þú ættir raunverulega að þakka fyrir. Það ert þú sem skapaðir þetta hlutverk sem þú hefur og þú hefur svo sannarlega máttinn til að breyta næsta kafla ef þér sýnist svo. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira