Ljósleiðaradeildin: Þórsarar lögðu ÍA eftir að lenda undir Snorri Már Vagnsson skrifar 2. nóvember 2023 21:45 Ljósleiðaradeildin Þór lagði ÍA í Ljósleiðaradeildinni en þar er keppt í skotleiknum Counter-Strike: Global Offensive. Þór og ÍA mættust á Overpass og byrjuðu Þórsarar í vörn. ÍA hófu leikinn einkum vel í sókninni og sigruðu fyrstu fimm lotur leiksins áður en Þórsarar fengu loks sína fyrstu lotu. ÍA-menn stöðvuðu þó ekki við mótlæti en TripleG, leikmaður ÍA skoraði ás og felldi alla mótherja sína í einni lotu eftir meistaralega frammistöðu; staðan þá 1-6. Fyrri hálfleikur tók þó skarpa beygju og Þórsarar jöfnuðu leikinn í fjórtándu lotu, staðan þá orðin 7-7. Þórsarar sigruðu síðustu lotu hálfleiksins og fóru inn í hálfleik með forystuna. Staðan í hálfleik: 8-7 Þórsarar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og hleyptu ÍA aldrei framúr sér. ÍA sigurðu aðeins tvær lotur til viðbótar en höfðu einfaldlega engin svör við sókn Þórsara sem tryggðu sér sigurinn eftir þægilegan seinni hálfleik. Lokatölur: 18-9 Þór fer því á topp deildarinnar tímabundið hið minnsta, með 14 stig. ÍA eru enn í áttunda sæti deildarinnar með 4 stig, jafnir Breiðablik. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn
ÍA hófu leikinn einkum vel í sókninni og sigruðu fyrstu fimm lotur leiksins áður en Þórsarar fengu loks sína fyrstu lotu. ÍA-menn stöðvuðu þó ekki við mótlæti en TripleG, leikmaður ÍA skoraði ás og felldi alla mótherja sína í einni lotu eftir meistaralega frammistöðu; staðan þá 1-6. Fyrri hálfleikur tók þó skarpa beygju og Þórsarar jöfnuðu leikinn í fjórtándu lotu, staðan þá orðin 7-7. Þórsarar sigruðu síðustu lotu hálfleiksins og fóru inn í hálfleik með forystuna. Staðan í hálfleik: 8-7 Þórsarar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og hleyptu ÍA aldrei framúr sér. ÍA sigurðu aðeins tvær lotur til viðbótar en höfðu einfaldlega engin svör við sókn Þórsara sem tryggðu sér sigurinn eftir þægilegan seinni hálfleik. Lokatölur: 18-9 Þór fer því á topp deildarinnar tímabundið hið minnsta, með 14 stig. ÍA eru enn í áttunda sæti deildarinnar með 4 stig, jafnir Breiðablik.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn