Atlantic-menn hófu leikinn í vörn og sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks, sem og aðra lotu. Dusty-menn voru þó fljótir að jafna í 2-2 og tóku svo forystuna. 7 lotur í röð féllu til Dusty-manna og fátt var um svör hjá Atlantic.
Atlantic náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik en Dusty-menn höfðu þó 9 lotusigra eftir góðan viðsnúning í upphafi leiks.
Staðan í hálfleik: 6-9
Dusty hófu seinni hálfleik af miklum krafti og sigruðu fyrstu 6 lotur seinni hálfleiks og komust á úrslitastig. Thor, leikmaður Dusty skoraði ás í nítjándu lotu og felldi alla andstæðinga sína. Atlantic voru þó ekki hættir, en þeim tókst að minnka muninn í 13-15 með afar góðri frammistöðu. LeFluff átti þar stórleik, en hann var með 29 fellur að leik loknum.
Þó virtist endurkoma þeirra vera of seint í rassinn gripið, en Dusty fann loks sigurlotu sína og unnu leikinn.
Lokatölur: 13-16
Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir stutt stopp Þórsara á toppnum en bæði eru liðin með 14 stig. Atlantic eru í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig og eru þar jafnir Ten5ion.