Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 08:44 Erin Patterson og grænserkssveppur, svipaður þeim sem talið er að notaður hafi verið í máltíðina sem varð fyrrverandi tengdaforeldrum hennar að bana. ABC/Getty Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. Málið hefur vakið gríðarlega athygli, bæði í Ástralíu og út um allan heim, en fólkið lést eftir að hafa verið boðið til hádegisverðar á heimili Patterson í bænum Leongatha í Viktoríu í júlí síðastliðnum. Viðstaddir voru Don og Gail Patterson, foreldrar fyrirverandi eiginmanns Erin, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar Ian. Á boðstólnum var Beef Wellington en eftir máltíðina sýndu öll fjögur einkenni eitrunar og voru flutt á sjúkrahús. Don, Gail og Heather létust en Ian lifði. Erin Patterson var fljótlega grunuð um græsku en talið er að sveppirnir sem hún notaði við eldamennskuna hafi verið grænserkir, sem eru með eitruðustu sveppum heims. Athygli vakti að tvö börn hennar og eiginmannsins fyrrverandi voru viðstödd máltíðina en fengu annan mat. Í gær dró til tíðinda þegar Patterson var handtekinn en þegar greint var frá ákærum í málinu kom í ljós að hún er einnig grunuð um að hafa þrisvar sinnum gert tilraun til að koma fyrrverandi fyrir kattarnef. Patterson hefur neitað sök í málinu og sagst hafa notað sveppi sem hún keypti út í búð og þurrkaða sveppi sem hún keypti á asískum markaði mánuðum áður. Ástralía Erlend sakamál Sveppir Tengdar fréttir Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Málið hefur vakið gríðarlega athygli, bæði í Ástralíu og út um allan heim, en fólkið lést eftir að hafa verið boðið til hádegisverðar á heimili Patterson í bænum Leongatha í Viktoríu í júlí síðastliðnum. Viðstaddir voru Don og Gail Patterson, foreldrar fyrirverandi eiginmanns Erin, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar Ian. Á boðstólnum var Beef Wellington en eftir máltíðina sýndu öll fjögur einkenni eitrunar og voru flutt á sjúkrahús. Don, Gail og Heather létust en Ian lifði. Erin Patterson var fljótlega grunuð um græsku en talið er að sveppirnir sem hún notaði við eldamennskuna hafi verið grænserkir, sem eru með eitruðustu sveppum heims. Athygli vakti að tvö börn hennar og eiginmannsins fyrrverandi voru viðstödd máltíðina en fengu annan mat. Í gær dró til tíðinda þegar Patterson var handtekinn en þegar greint var frá ákærum í málinu kom í ljós að hún er einnig grunuð um að hafa þrisvar sinnum gert tilraun til að koma fyrrverandi fyrir kattarnef. Patterson hefur neitað sök í málinu og sagst hafa notað sveppi sem hún keypti út í búð og þurrkaða sveppi sem hún keypti á asískum markaði mánuðum áður.
Ástralía Erlend sakamál Sveppir Tengdar fréttir Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28