Davíð loksins á Bessastaði eftir langa bið Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2023 11:53 Davíð fór ásamt fríðu föruneyti til fundar við forseta Íslands og eftir því sem Vísir kemst næst fór ágætlega á með þeim Guðna við þetta tækifæri sem var að fagna því að Morgunblaðið er nú 110 ára gamalt. forseti íslands Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fór ásamt fríðu föruneyti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Tilefnið var 110 ára afmæli Morgunblaðsins. En með Davíð voru þeir Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu forsetans var rætt vítt og breytt staða fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. „Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.“ Davíð hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við forseta Íslands. Honum til hrellingar var Ólafur Ragnar Grímsson, hans helsti pólitíski andstæðingur á þingi þegar hann var forsætisráðherra, kosinn forseti 1996 en skömmu áður hafði Ólafur Ragnar látið fleyg orð falla um Davíð á þingi: „Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson háði marga hildi við Davíð.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitja heldur virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar, staf sem margir töldu dauðan og neitaði að samþykkja umdeild fjölmiðlalög Davíðs 2004. Afskiptum Davíðs af forsetaembættinu var ekki lokið því árið 2016 bauð hann sig sjálfan fram til forsetaembættisins. Í sjónvarpskappræðum ákvað Davíð að sókn væri besta vörnin og veittist harkalega að Guðna og vildi fátt annað ræða en Icesave-samninginn. Að Guðni hafi verið hlynntur því að „greiða upp skuldir óreiðumanna,“ sem var frasi sem Davíð kom á flot í Icesavedeilunni og virkaði vel. „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskrárinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á Bessastaði eftir að þessi köpuryrði flugu en engum sögum fer af því að þeir Guðni hafi tekið upp Icesave-þráðinn. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Tilefnið var 110 ára afmæli Morgunblaðsins. En með Davíð voru þeir Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu forsetans var rætt vítt og breytt staða fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. „Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.“ Davíð hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við forseta Íslands. Honum til hrellingar var Ólafur Ragnar Grímsson, hans helsti pólitíski andstæðingur á þingi þegar hann var forsætisráðherra, kosinn forseti 1996 en skömmu áður hafði Ólafur Ragnar látið fleyg orð falla um Davíð á þingi: „Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson háði marga hildi við Davíð.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitja heldur virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar, staf sem margir töldu dauðan og neitaði að samþykkja umdeild fjölmiðlalög Davíðs 2004. Afskiptum Davíðs af forsetaembættinu var ekki lokið því árið 2016 bauð hann sig sjálfan fram til forsetaembættisins. Í sjónvarpskappræðum ákvað Davíð að sókn væri besta vörnin og veittist harkalega að Guðna og vildi fátt annað ræða en Icesave-samninginn. Að Guðni hafi verið hlynntur því að „greiða upp skuldir óreiðumanna,“ sem var frasi sem Davíð kom á flot í Icesavedeilunni og virkaði vel. „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskrárinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á Bessastaði eftir að þessi köpuryrði flugu en engum sögum fer af því að þeir Guðni hafi tekið upp Icesave-þráðinn.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira