Segir yfirlýsingu Arsenal hættulega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2023 09:31 Anthony Gordon skorar sigurmark Newcastle United gegn Arsenal. Það var umdeilt í meira lagi. getty/Stu Forster Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og fótboltasérfræðingur Sky Sports, telur að yfirlýsing Arsenal vegna dómgæslu sé hættuleg. Eftir 1-0 tapið fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn gagnrýndi Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, dómgæsluna harðlega. Mark Newcastle var dæmt gilt eftir að hafa verið margskoðað á myndbandi. Arsenal tók svo undir gagnrýni hans í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér daginn eftir. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Liverpool sendi frá sér svipaða yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum eftir leik gegn Tottenham. Neville telur yfirlýsingar sem þessar skaðlegar. „Mér fannst yfirlýsing Liverpool nokkuð hættuleg sem og yfirlýsing Arsenal,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. Hann segir að enska úrvalsdeildin verði að vernda dómara. „Félög verða að hegða sér betur í þessum aðstæðum og ég horfi á ensku úrvalsdeildina, sérstaklega forystu hennar, því við verðum að byrja að vernda dómara. Til að byrja með var ég mjög spenntur fyrir auknu gagnsæi og því að dómarar útskýrðu ákvarðanir sínar.“ Neville segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með Arsenal í þessu máli. „Arsenal er félag með mikla sögu og ætti að hegða sér betur. Þeir eiga eftir að sjá eftir þessari yfirlýsingu eftir nokkur ár,“ sagði Neville. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Eftir 1-0 tapið fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn gagnrýndi Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, dómgæsluna harðlega. Mark Newcastle var dæmt gilt eftir að hafa verið margskoðað á myndbandi. Arsenal tók svo undir gagnrýni hans í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér daginn eftir. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Liverpool sendi frá sér svipaða yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum eftir leik gegn Tottenham. Neville telur yfirlýsingar sem þessar skaðlegar. „Mér fannst yfirlýsing Liverpool nokkuð hættuleg sem og yfirlýsing Arsenal,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. Hann segir að enska úrvalsdeildin verði að vernda dómara. „Félög verða að hegða sér betur í þessum aðstæðum og ég horfi á ensku úrvalsdeildina, sérstaklega forystu hennar, því við verðum að byrja að vernda dómara. Til að byrja með var ég mjög spenntur fyrir auknu gagnsæi og því að dómarar útskýrðu ákvarðanir sínar.“ Neville segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með Arsenal í þessu máli. „Arsenal er félag með mikla sögu og ætti að hegða sér betur. Þeir eiga eftir að sjá eftir þessari yfirlýsingu eftir nokkur ár,“ sagði Neville. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira