Klara Elías segir skemmtilegar sögur og syngur öll sín helstu lög. Hulda Margrét
Klara Elías er önnur söngkonan sem stígur á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu sex fimmtudagskvöld.
Í þættinum segir Klara frá því hvenær hún byrjaði að syngja, árin í Nylon og veruna í Bandaríkjunum. Einnig ræðir Klara um ástina sem hún fann hér á landi fyrir nokkrum árum. Klara tekur öll sín þekktustu lög.
Horfa má á tónleikana hér fyrir neðan:
Næstu sex fimmtudagskvöld verða tónleikar á dagskrá hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.
Þórdís Valsdóttir, hlaupari og forstöðukona útvarpsmiðla Sýnar, ásamt parinu Jóni Antoni Jóhannssyni og Sigrúnu Pétursdóttur. Sigrún og Þórdís eru æskuvinkonur og eru enn miklar vinkonur eftir öll þessi ár.Hulda MargrétDavíð Þór Viðarsson, fyrrum knattspyrnumaður ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Erlu Viðarsdóttur, sem er systir Péturs Viðarssonar, fyrrum knattspyrnumanns, sem situr við hliðina á henni. Við hlið Péturs er kona hans, Elín Lovísa Elíasdóttir, sem er einmitt systir Klöru sem hópurinn er að horfa á á sviðinu.Hulda MargrétVala Eiríks spjallaði við Klöru á milli laga. Klara fór yfir víðan völl og talaði meðal annars um árin í Nylon.Hulda MargrétÞessar vinkonur stilltu sér upp fyrir ljósmyndara áður en tónleikarnir hófust.Hulda MargrétTónleikarnir fóru fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði á haustmánuðum. Þessir vinir voru alsæl og ánægð.Hulda MargrétÞessar vinkonur skemmtu sér konunglega á tónleikunum í Bæjarbíói.Hulda Margrét
Í kvöld fer aftur af stað tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Næstu sjö fimmtudagskvöld verða tónleikar með nýjum tónlistarmönnum á dagskrá.