Åge með eldræðu á blaðamannafundi: „Verði ykkur að því“ Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2023 11:28 Age Hareide Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Á blaðamannafundinum hélt Hareide sannkallaða eldræðu er hann var spurður út í frammistöður íslenska liðsins í fyrri leikjum í undankeppninni og horfurnar til framtíðar á mögulega umspilsleiki. „Það er pirrandi þegar að maður horfir á þessa leiki, sér í lagi heimaleikina gegn Slóvakíu og Portúgal. Að sjá stigin sem við hefðum geta náð í og værum þá í frábærri stöðu. En svona er fótboltinn og við verðum að horfa á jákvæðu punktana í þessu.“ „Ef við náum að koma á góðri tengingu milli varnar og sóknar í liðinu og skapa okkur færi í kjölfarið þá munu mörkin koma.“ Nokkrir af leikmönnum íslands hafi verið iðnir við kolann með sínum félagsliðum undanfarið. „Við þurfum bara að halda okkar vegferð áfram. Hafa trú á því sem við erum að þróa saman hérna. Mikilvægast fyrir okkur er að þétta varnarleikinn. Sér í lagi ef við erum að fara í þessa umspilsleiki. Því við vitum að við getum skapað færi fyrir okkur, skorað mörk. Við höfum gæðin í það. Við getum alltaf skorað mörk.“ Ef við náum því þá verðum við í góðri stöðu fyrir mögulega umspilsleiki í mars á næsta ári þar sem að við, eins og staðan núna er líklegast að við myndum mæta Ísrael, Finnlandi eða Bosníu & Herzegóvínu. Og túlka má næstu orð hans sem varnaðarorð til mögulegra andstæðinga íslenska landsliðsins í líklegum umspilsleikjum þess: „Ég er fullviss um það að ef við náum þessu fram þá eigum við góða möguleika á að komast á EM í gegnum umspil við mögulega Ísrael, Finnland eða Bosníu. Ég segi bara við þau lið verði ykkur að því. Við eigum frábæra möguleika.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Á blaðamannafundinum hélt Hareide sannkallaða eldræðu er hann var spurður út í frammistöður íslenska liðsins í fyrri leikjum í undankeppninni og horfurnar til framtíðar á mögulega umspilsleiki. „Það er pirrandi þegar að maður horfir á þessa leiki, sér í lagi heimaleikina gegn Slóvakíu og Portúgal. Að sjá stigin sem við hefðum geta náð í og værum þá í frábærri stöðu. En svona er fótboltinn og við verðum að horfa á jákvæðu punktana í þessu.“ „Ef við náum að koma á góðri tengingu milli varnar og sóknar í liðinu og skapa okkur færi í kjölfarið þá munu mörkin koma.“ Nokkrir af leikmönnum íslands hafi verið iðnir við kolann með sínum félagsliðum undanfarið. „Við þurfum bara að halda okkar vegferð áfram. Hafa trú á því sem við erum að þróa saman hérna. Mikilvægast fyrir okkur er að þétta varnarleikinn. Sér í lagi ef við erum að fara í þessa umspilsleiki. Því við vitum að við getum skapað færi fyrir okkur, skorað mörk. Við höfum gæðin í það. Við getum alltaf skorað mörk.“ Ef við náum því þá verðum við í góðri stöðu fyrir mögulega umspilsleiki í mars á næsta ári þar sem að við, eins og staðan núna er líklegast að við myndum mæta Ísrael, Finnlandi eða Bosníu & Herzegóvínu. Og túlka má næstu orð hans sem varnaðarorð til mögulegra andstæðinga íslenska landsliðsins í líklegum umspilsleikjum þess: „Ég er fullviss um það að ef við náum þessu fram þá eigum við góða möguleika á að komast á EM í gegnum umspil við mögulega Ísrael, Finnland eða Bosníu. Ég segi bara við þau lið verði ykkur að því. Við eigum frábæra möguleika.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira