Kennarar byrjaðir að æfa sig í að nota hán og spyrja hvað kvár sé Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2023 12:02 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Lilja Ósk Magnúsdóttir, verðlaunahafi hvatningarverðlaunanna, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Í dag er árlegur Dagur gegn einelti. Kennari sem fær hvatningarverðlaun fyrir störf sín í þágu hinsegin ungmenna segist vera ánægð með verðlaunin og að hún sé hvergi nærri hætt. Í tilefni Dags gegn einelti veittu samtökin Heimili og skóli hvatningarverðlaun fyrir baráttu gegn einelti. Verðlaunin voru afhent af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í Hólabrekkuskóla í Reykjavík í morgun. Verðlaunin í þetta sinn hlaut Lilja Ósk Magnúsdóttir, verkefnastjóri forvarna- og félagsmála í Tækniskólanum, fyrir framlag sitt til eineltisforvarna í skólanum, þá sérstaklega fyrir störf sín í þágu hinsegin nemenda. Lilja segir verðlaunin vera mikil hvatning. „Þegar þú ert að vinna í svona starfi finnst þér þú aldrei gera nóg. Mér líður aldrei eins og ég hafi náð markmiðunum eða þeim draumum sem ég er með. En þetta eru líka hvatningarverðlaun, þetta eru ekki verðlaun sem segja takk fyrir góð störf, nú ert þú búin. Þetta eru verðlaun til að segja haltu áfram,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hún segir bæði nemendur og kennara í Tækniskólanum vera mjög tilbúna í að fræðast um málefni hinsegin fólks. „Ég er ekki búin að vinna þarna lengi en ég fæ alveg ótrúlegan stuðning. Mér líður eins og það séu allir með mér í liði. Til dæmis hef ég átt geggjaðar samræður við kennara í byggingartækniskólanum um hinsegin mál þar sem þeir hafa verið að æfa sig í að nota fornafnið hán og að spyrja mig hvað kvár sé. Eru bara jafn námfúsir kennararnir og nemendurnir sjálfir,“ segir Lilja. Framhaldsskólar Félagsmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Í tilefni Dags gegn einelti veittu samtökin Heimili og skóli hvatningarverðlaun fyrir baráttu gegn einelti. Verðlaunin voru afhent af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í Hólabrekkuskóla í Reykjavík í morgun. Verðlaunin í þetta sinn hlaut Lilja Ósk Magnúsdóttir, verkefnastjóri forvarna- og félagsmála í Tækniskólanum, fyrir framlag sitt til eineltisforvarna í skólanum, þá sérstaklega fyrir störf sín í þágu hinsegin nemenda. Lilja segir verðlaunin vera mikil hvatning. „Þegar þú ert að vinna í svona starfi finnst þér þú aldrei gera nóg. Mér líður aldrei eins og ég hafi náð markmiðunum eða þeim draumum sem ég er með. En þetta eru líka hvatningarverðlaun, þetta eru ekki verðlaun sem segja takk fyrir góð störf, nú ert þú búin. Þetta eru verðlaun til að segja haltu áfram,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hún segir bæði nemendur og kennara í Tækniskólanum vera mjög tilbúna í að fræðast um málefni hinsegin fólks. „Ég er ekki búin að vinna þarna lengi en ég fæ alveg ótrúlegan stuðning. Mér líður eins og það séu allir með mér í liði. Til dæmis hef ég átt geggjaðar samræður við kennara í byggingartækniskólanum um hinsegin mál þar sem þeir hafa verið að æfa sig í að nota fornafnið hán og að spyrja mig hvað kvár sé. Eru bara jafn námfúsir kennararnir og nemendurnir sjálfir,“ segir Lilja.
Framhaldsskólar Félagsmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira