Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2023 12:07 Borgarstjórnarfulltrúar í Kaupmannahöfn eru margir óánægðir með ísraelskan fána í skrifstofuglugga eins fulltrúa. EPA/ Liselotte Sabroe Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. DR greinir frá því að það hafi verið forseti atvinnu- og aðlögunarnefndar borgarstjórnar, hann Jens-Kristian Lütken í Venstre-flokknum sem hengdi fánann upp í gær. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni frá borgarstjórnarfélaga sínum Kashif Ahmad úr röðum Radikal Venstre-manna. Einhliða ögrun sem gagnist engum Kashif segir gjörninginn vera ónauðsynlegan og tillitslausan. „Hægt er að túlka þetta sem einhliða og ögrun og ég trúi því ekki að það gagnist neinum,“ segir Kashif. „Þetta ýtir undir skautun á tíma þar sem hættan á skautun mikil. Þarna er verið að nota Ráðhúsið, sem er opinber bygging, til að senda einhliða pólitísk skilaboð sem ég tel hvorki æskilega né nauðsynlega,“ segir hann einnig. Kashif undirstrikar að hann finni bæði til með palestínskum og ísraelskum fórnarlömbum átakanna en að þessi gjörningur gæti sent borgarbúum misvísandi skilaboð. Aðspurður hvort það sé ekki hægt sé að sýna ísraelskum fórnarlömbum stuðning á þennan hátt án þess að það þýði að maður hafi samúð með óbreyttum palestínskum borgurum svarar Kashif því játandi. „Nei, því er ég algjörlega sammála. En vegna þess að þetta er opinber bygging er hættan á því að þessi skilaboð verði misskilin mjög mikil. Við verðum einnig að hafa í huga að það eru margir gyðingar búsettir hér sem hafa tjáð það að þeir styðji ekki aðgerðir ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Með þessum gjörningi er ekki tekið tillit til þeirra sem á báðum hliðum kalla eftir friðsamlegri sambúð ríkjanna tveggja.“ Segist mega innrétta skrifstofuna eins og honum sýnist Jens-Kristian segist ósammála félaga sínum í borgarstjórninni og segist hann mega innrétta skrifstofuna sína eins og honum sýnist. „Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig það á að teljast ögrun að maður finni þörf fyrir að sýna fórnarlömbunum virðingu og þeim sem enn er haldið fanga af Hamasliðum,“ segir hann við DR. Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
DR greinir frá því að það hafi verið forseti atvinnu- og aðlögunarnefndar borgarstjórnar, hann Jens-Kristian Lütken í Venstre-flokknum sem hengdi fánann upp í gær. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni frá borgarstjórnarfélaga sínum Kashif Ahmad úr röðum Radikal Venstre-manna. Einhliða ögrun sem gagnist engum Kashif segir gjörninginn vera ónauðsynlegan og tillitslausan. „Hægt er að túlka þetta sem einhliða og ögrun og ég trúi því ekki að það gagnist neinum,“ segir Kashif. „Þetta ýtir undir skautun á tíma þar sem hættan á skautun mikil. Þarna er verið að nota Ráðhúsið, sem er opinber bygging, til að senda einhliða pólitísk skilaboð sem ég tel hvorki æskilega né nauðsynlega,“ segir hann einnig. Kashif undirstrikar að hann finni bæði til með palestínskum og ísraelskum fórnarlömbum átakanna en að þessi gjörningur gæti sent borgarbúum misvísandi skilaboð. Aðspurður hvort það sé ekki hægt sé að sýna ísraelskum fórnarlömbum stuðning á þennan hátt án þess að það þýði að maður hafi samúð með óbreyttum palestínskum borgurum svarar Kashif því játandi. „Nei, því er ég algjörlega sammála. En vegna þess að þetta er opinber bygging er hættan á því að þessi skilaboð verði misskilin mjög mikil. Við verðum einnig að hafa í huga að það eru margir gyðingar búsettir hér sem hafa tjáð það að þeir styðji ekki aðgerðir ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Með þessum gjörningi er ekki tekið tillit til þeirra sem á báðum hliðum kalla eftir friðsamlegri sambúð ríkjanna tveggja.“ Segist mega innrétta skrifstofuna eins og honum sýnist Jens-Kristian segist ósammála félaga sínum í borgarstjórninni og segist hann mega innrétta skrifstofuna sína eins og honum sýnist. „Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig það á að teljast ögrun að maður finni þörf fyrir að sýna fórnarlömbunum virðingu og þeim sem enn er haldið fanga af Hamasliðum,“ segir hann við DR.
Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira