Gullnöglin til Kristjáns heitins Eldjárn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 16:19 Ólafur Páll Gunnarsson, Ari Eldjárn, Unnur Ólafsdóttir, Stefán Eiríksson, Björn Thoroddsen og Þráinn Árni Baldvinsson. Gítarleikarinn Kristján Eldjárn sem lést langt fyrir aldur fram fékk í dag Gullnöglina, viðurkenningu Björns Thoroddsen. Þetta kemur fram í tilkynningu. Nöglin er þakklætisvottur og viðurkenning fyrir þau áhrif sem handhafi Gullnaglarinnar hefur haft á gítartónlist og þá hvatningu sem hann hefur haft að aðra tónlistarmenn og tónlistarunnendur. Unnur Ólafsdóttir, móðir Kristjáns,og Ari Eldjárn, bróðir hans, tóku við nöglinni sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri afhenti í beinni útsendingu á Rás 2. Kristján var sérlega fjölhæfur gítarleikari. Hann lék jöfnum höndum á klassískan gítar og rafgítar og batt sig aldrei við eina tegund tónlistar. Hann kom fram með fjölda hljómsveita og tónlistarhópa hér heima og erlendis. Hann lék inn á fjölmargar hljómplötur, sá um útsetningar og stjórnaði upptökum. Hann samdi og/eða lék tónlist við ótal leikverk, danssýningar, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Kristján stundaði gítarnám frá unga aldri í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins og lauk burtfararprófi þaðan í klassískum gítarleik vorið 1996. Hann nam jafnframt rafgítarleik við djassdeild Tónlistarskóla FÍH lauk burtfararprófi þaðan vorið 1995. Á árunum 1997-1998 stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítarleik við Tónlistarháskólann í Turku í Finnlandi og lauk einleikara- og kennaraprófi þar hjá hinum þekkta gítarmeistara Timo Korhonen. „Afhending Gullnaglarinnar er hluti af árlegri gítarhátíð Björns Thoroddsen en stórtónleikar hátíðarinnar fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði föstudagskvöldið 10. nóvember. Bróðir Kristjáns, grínistinn Ari Eldjárn kemur þar fram og sýnir á sér hlið sem fáir þekkja, en Ari er ansi liðtækur gítarleikari og leikni hans mun koma mörgum á óvart,“ segir í tilkynningu. Þráinn Árni, gítarleikari Skálmaldar kemur einnig fram á tónleikunum og hljómsveitin Gammarnir þar sem Björn spilar með Þóri Baldurssyni, Stefáni Stefánssyni, Bjarna Sveinbjörnssyni og Sigfúsi Óttarssyni. Hluti af aðgangseyri stórtónleika gítarhátíðarinnar rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárns en minningarsjóðurinn verðlaunar árlega efnilega tónlistarmenn og afreksfólk í tónlist með drjúgu fjárframlagi. Fyrri handhafar Gullnaglarinnar eru: Ólafur Gaukur Jón Páll Bjarnason Björgvin Gíslason Gunnar Þórðarson Brynhildur Oddsdóttir Halldór Bragason Bubbi Mortens Friðrik Karlsson Óskar Logi Ágústsson Robben Ford Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Sjá meira
Nöglin er þakklætisvottur og viðurkenning fyrir þau áhrif sem handhafi Gullnaglarinnar hefur haft á gítartónlist og þá hvatningu sem hann hefur haft að aðra tónlistarmenn og tónlistarunnendur. Unnur Ólafsdóttir, móðir Kristjáns,og Ari Eldjárn, bróðir hans, tóku við nöglinni sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri afhenti í beinni útsendingu á Rás 2. Kristján var sérlega fjölhæfur gítarleikari. Hann lék jöfnum höndum á klassískan gítar og rafgítar og batt sig aldrei við eina tegund tónlistar. Hann kom fram með fjölda hljómsveita og tónlistarhópa hér heima og erlendis. Hann lék inn á fjölmargar hljómplötur, sá um útsetningar og stjórnaði upptökum. Hann samdi og/eða lék tónlist við ótal leikverk, danssýningar, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Kristján stundaði gítarnám frá unga aldri í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins og lauk burtfararprófi þaðan í klassískum gítarleik vorið 1996. Hann nam jafnframt rafgítarleik við djassdeild Tónlistarskóla FÍH lauk burtfararprófi þaðan vorið 1995. Á árunum 1997-1998 stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítarleik við Tónlistarháskólann í Turku í Finnlandi og lauk einleikara- og kennaraprófi þar hjá hinum þekkta gítarmeistara Timo Korhonen. „Afhending Gullnaglarinnar er hluti af árlegri gítarhátíð Björns Thoroddsen en stórtónleikar hátíðarinnar fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði föstudagskvöldið 10. nóvember. Bróðir Kristjáns, grínistinn Ari Eldjárn kemur þar fram og sýnir á sér hlið sem fáir þekkja, en Ari er ansi liðtækur gítarleikari og leikni hans mun koma mörgum á óvart,“ segir í tilkynningu. Þráinn Árni, gítarleikari Skálmaldar kemur einnig fram á tónleikunum og hljómsveitin Gammarnir þar sem Björn spilar með Þóri Baldurssyni, Stefáni Stefánssyni, Bjarna Sveinbjörnssyni og Sigfúsi Óttarssyni. Hluti af aðgangseyri stórtónleika gítarhátíðarinnar rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárns en minningarsjóðurinn verðlaunar árlega efnilega tónlistarmenn og afreksfólk í tónlist með drjúgu fjárframlagi. Fyrri handhafar Gullnaglarinnar eru: Ólafur Gaukur Jón Páll Bjarnason Björgvin Gíslason Gunnar Þórðarson Brynhildur Oddsdóttir Halldór Bragason Bubbi Mortens Friðrik Karlsson Óskar Logi Ágústsson Robben Ford
Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Sjá meira