Sjáðu martröð Man. Utd á Parken og öll hin mörkin úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 07:31 Harry Maguire mótmælir dómi í 4-3 tapi Manchester United í Kaupmannahöfn í gær. AP/Liselotte Sabroe Fjórða umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta kláraðist í gærkvöldi en fjögur lið tryggðu sér þar sæti í sextán liða úrslitunum. Nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Bayern München, Real Madrid, Real Sociedad og Internazionale hafa öll tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir. Útlitið er aftur á móti slæmt hjá Manchester United sem tapaði 4-3 á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken. United komst í 2-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Rasmus Hojlund en missti svo Marcus Rashford af velli með umdeilt rautt spjald. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United Leikurinn snerist algjörlega við það og United menn misstu hausinn. Danir jöfnuðu í 2-2 og svo aftur í 3-3. Það var síðan sautján ára strákur, Roony Bardghji, sem tryggði danska liðinu sigurinn. Bruno Fernandes skoraði þriðja marki United úr víti. Mohamed Elyounoussi, Diogo Goncalves og Lukas Lerager skoruðu þrjú fyrstu mörk FCK. Harry Kane skoraði tvö mörk þegar Bayern München vann 2-1 sigur á Galatasaray og tryggði sig áfram. FCK komst upp fyrir Galatasaray og í annað sætið eftir úrslitin í gær. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Sevilla Real Madrid komst líka áfram eftir 3-0 sigur á Sporting Braga á Bernabeu leikvanginum þar sem Brahim Diaz, Vinicius Jr. og Rodrygo skoruðu mörkin. Arsenal er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 2-0 sigur á Sevilla á Emirates þar sem Leandro Trossard og Bukayo Saka skoruðu mörkin. Real Sociedad og Internazionale eru bæði komin áfram úr D-riðli, Real Sociedad eftir 3-1 sigur á Benfica en Internazionale eftir 1-0 útisigur á Red Bull Salzburg þar sem Lautaro Martinez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins. Klippa: Mörkin úr leik Bayern München og Galatasaray Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Braga Klippa: Mörkin úr leik Real Sociedad og Benfica Klippa: Markið úr leik Red Bull Salzburg og Inter Klippa: Markið úr leik PSV og Lens Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Union Berlin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Bayern München, Real Madrid, Real Sociedad og Internazionale hafa öll tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir. Útlitið er aftur á móti slæmt hjá Manchester United sem tapaði 4-3 á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken. United komst í 2-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Rasmus Hojlund en missti svo Marcus Rashford af velli með umdeilt rautt spjald. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United Leikurinn snerist algjörlega við það og United menn misstu hausinn. Danir jöfnuðu í 2-2 og svo aftur í 3-3. Það var síðan sautján ára strákur, Roony Bardghji, sem tryggði danska liðinu sigurinn. Bruno Fernandes skoraði þriðja marki United úr víti. Mohamed Elyounoussi, Diogo Goncalves og Lukas Lerager skoruðu þrjú fyrstu mörk FCK. Harry Kane skoraði tvö mörk þegar Bayern München vann 2-1 sigur á Galatasaray og tryggði sig áfram. FCK komst upp fyrir Galatasaray og í annað sætið eftir úrslitin í gær. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Sevilla Real Madrid komst líka áfram eftir 3-0 sigur á Sporting Braga á Bernabeu leikvanginum þar sem Brahim Diaz, Vinicius Jr. og Rodrygo skoruðu mörkin. Arsenal er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 2-0 sigur á Sevilla á Emirates þar sem Leandro Trossard og Bukayo Saka skoruðu mörkin. Real Sociedad og Internazionale eru bæði komin áfram úr D-riðli, Real Sociedad eftir 3-1 sigur á Benfica en Internazionale eftir 1-0 útisigur á Red Bull Salzburg þar sem Lautaro Martinez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins. Klippa: Mörkin úr leik Bayern München og Galatasaray Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Braga Klippa: Mörkin úr leik Real Sociedad og Benfica Klippa: Markið úr leik Red Bull Salzburg og Inter Klippa: Markið úr leik PSV og Lens Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Union Berlin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira