Arnar Gunnlaugsson: Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. nóvember 2023 15:00 Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í Meistaradeildarmessunni skjáskot / stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson var sérstakur sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar í gærkvöldi og velti fyrir sér miðvarðavandræðum Manchester United eftir 4-3 tap liðsins gegn FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi. „Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Þessi mikli meistari, kemur til stórs félags, sem við getum allir verið sammála um að Manchester United sé þrátt fyrir gengið. Hann er svo veikur í návígum því líkaminn er svo brothættur. Hann er bara skugginn af sjálfum sér sem smitar út frá sér mjög óþægilega orku. Varnarmaður á að vera þessi týpa sem hendir sér fyrir skot, reynir að bjarga marki og reynir alltaf að vera fyrstur í alla bolta.“ Raphael Varane kom inn á fyrir Johnny Evans sem fór meiddur af velli eftir aðeins fimmtán mínútna leik, Victor Lindelöf var ónotaður varamaður í leiknum. „Þeir eru ekkert með frábæra hafsenta, við getum alveg verið sammála um það. Varane kemur inn á, hann er ekki búinn að vera góður í úrvalsdeildinni en þú ert með Lindelöf líka,“ bætti Jóhannes Karl Guðjónsson þá við en sænski miðvörðurinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þá sýndi Kjartan Atli myndbrot af aðdraganda fjórða marksins hjá FCK þar sem Manchester United gaf boltann klaufalega frá sér. „Þeir eru ekki einu sinni góðir að spila út frá eigin marki þegar þeir eru með ellefu inn á, hvað þá með tíu. Komnir í 3-2, neglið boltanum bara fram,“ sagði Jóhannes þá illur í bragði. Arnar Gunnlaugsson benti að lokum á að margt væri ábótavant í samspili varnar og markmanns. Klippa: Arnar Gunnlaugsson um miðverði Man. Utd. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
„Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Þessi mikli meistari, kemur til stórs félags, sem við getum allir verið sammála um að Manchester United sé þrátt fyrir gengið. Hann er svo veikur í návígum því líkaminn er svo brothættur. Hann er bara skugginn af sjálfum sér sem smitar út frá sér mjög óþægilega orku. Varnarmaður á að vera þessi týpa sem hendir sér fyrir skot, reynir að bjarga marki og reynir alltaf að vera fyrstur í alla bolta.“ Raphael Varane kom inn á fyrir Johnny Evans sem fór meiddur af velli eftir aðeins fimmtán mínútna leik, Victor Lindelöf var ónotaður varamaður í leiknum. „Þeir eru ekkert með frábæra hafsenta, við getum alveg verið sammála um það. Varane kemur inn á, hann er ekki búinn að vera góður í úrvalsdeildinni en þú ert með Lindelöf líka,“ bætti Jóhannes Karl Guðjónsson þá við en sænski miðvörðurinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þá sýndi Kjartan Atli myndbrot af aðdraganda fjórða marksins hjá FCK þar sem Manchester United gaf boltann klaufalega frá sér. „Þeir eru ekki einu sinni góðir að spila út frá eigin marki þegar þeir eru með ellefu inn á, hvað þá með tíu. Komnir í 3-2, neglið boltanum bara fram,“ sagði Jóhannes þá illur í bragði. Arnar Gunnlaugsson benti að lokum á að margt væri ábótavant í samspili varnar og markmanns. Klippa: Arnar Gunnlaugsson um miðverði Man. Utd. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11