Öryrkjar megi eiga von á desemberuppbót Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 14:23 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Gert verður ráð fyrir desemberuppbót til handa örorku-og endurhæfingarlífeyrisþegum auk eillilífeyrisþega í nýju fjáraukafrumvarpi. Forsætisráðherra á von á því að frumvarpið verði kynnt á næstu tveimur vikum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um desemberuppbót til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Það er mikið ákall úti í samfélaginu og mikill sársauki hjá mörgum núna sem aldrei fyrr. Síðustu tvenn jól urðu öryrkjar þess aðnjótandi að fá svokallaðan jólabónus frá stjórnvöldum og okkur hér á hinu háa Alþingi.“ Inga segir öll vita hvert stefni. Aldrei hafi fleiri um árabil sótt aðstoð til hjálparstofnana. Þá segir hún að ríkissjóður skili nú hundrað milljarða króna umframgreiðslum í kassann. Áður hefur desemberuppbót fyrir atvinnulausa verið birt á vef stjórnartíðinda. Uppbótin nemur 99.389 krónum. Atvinnuleysi á landinu mælist nú rúmlega þrjú prósent. Aldrei fengið svo skýr svör Katrín segir að frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu sé væntanlegt í vetur. Segist hún vona að þar verði gengið frá þessum málum þannig að ekki þurfi að taka afstöðu til þess á hverju ári með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir þá hópa sem um ræðir. „Ég vil segja það að venjan hefur verið sú að um þetta hefur verið fjallað í fjáraukalagafrumvarpi fyrir ár hvert. Það er von á því á næstu tveimur vikum, ég þori ekki að nefna nákvæmlega dagsetningu. Það er stefnt að því að þar verði tekið á þessum málum þannig að það sé gert ráð fyrir desemberuppbót fyrir þennan hóp.“ Inga svaraði forsætisráðherra þá og sagðist á sínum sjö árum á þingi bara einu sinni áður hafa fengið svo skýr svör. Þakkaði hún Katrínu fyrir og þakkaði Katrín henni svo fyrir hlý orð í kjölfarið. „Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstvirtur forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu,“ segir Inga Sæland. Alþingi Félagsmál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um desemberuppbót til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Það er mikið ákall úti í samfélaginu og mikill sársauki hjá mörgum núna sem aldrei fyrr. Síðustu tvenn jól urðu öryrkjar þess aðnjótandi að fá svokallaðan jólabónus frá stjórnvöldum og okkur hér á hinu háa Alþingi.“ Inga segir öll vita hvert stefni. Aldrei hafi fleiri um árabil sótt aðstoð til hjálparstofnana. Þá segir hún að ríkissjóður skili nú hundrað milljarða króna umframgreiðslum í kassann. Áður hefur desemberuppbót fyrir atvinnulausa verið birt á vef stjórnartíðinda. Uppbótin nemur 99.389 krónum. Atvinnuleysi á landinu mælist nú rúmlega þrjú prósent. Aldrei fengið svo skýr svör Katrín segir að frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu sé væntanlegt í vetur. Segist hún vona að þar verði gengið frá þessum málum þannig að ekki þurfi að taka afstöðu til þess á hverju ári með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir þá hópa sem um ræðir. „Ég vil segja það að venjan hefur verið sú að um þetta hefur verið fjallað í fjáraukalagafrumvarpi fyrir ár hvert. Það er von á því á næstu tveimur vikum, ég þori ekki að nefna nákvæmlega dagsetningu. Það er stefnt að því að þar verði tekið á þessum málum þannig að það sé gert ráð fyrir desemberuppbót fyrir þennan hóp.“ Inga svaraði forsætisráðherra þá og sagðist á sínum sjö árum á þingi bara einu sinni áður hafa fengið svo skýr svör. Þakkaði hún Katrínu fyrir og þakkaði Katrín henni svo fyrir hlý orð í kjölfarið. „Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstvirtur forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu,“ segir Inga Sæland.
Alþingi Félagsmál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira