„Fannst við gera vel í að kreista þennan fram“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 21:55 Jóhann Þór Ólafsson stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. Vísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með þriðja sigur Grindavíkur í röð í Subway-deild karla. Grindvíkingar lögðu Þórsara frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í kvöld. „Það er bara eitt og annað. Í seinni hálfleik erum við á köflum úr jafnvægi varnarlega. Pruitt setur risaskot, erfið skot sem við svo sem alveg sættum okkur við en hann bara hittir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvers vegna Þórsarar komust aftur inn í leikinn eftir að Grindvíkingar náðu fínu forskoti bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Þórsarar eru síðan bara með hörkulið, vel rútinerað og það var vitað að þeir kæmu með áhlaup sem þeir og gerðu. Mér fannst við gera vel í að halda út og kreista þennan fram. Það gerir helling fyrir okkur.“ Margir lögðu í púkkið í kvöld hjá heimamönnum og það var Jóhann Þór ánægður með. Dedrick Basile var öflugur allan tímann, DeAndre Kane kom sterkur inn í lokin og þeir Ólafur Ólafsson, Daniel Mortensen og Kristófer Breki áttu allir góða spretti. „Við fáum framlag úr mjög mörgum áttum. Valur (Orri Valsson) komst alveg í mjög góðan takt í restina og menn taka því sem að höndum ber. Arnór Tristan (Helgason) kom með frábæra frammistöðu bæði í fyrri og seinni hálfleik. Hann nýtur augnabliksins og þetta er það skemmtilegasta sem hann gerist. Að gleyma sér aðeins í augnablikinu og njóta og hann er að gera það mjög vel,“ bætti Jóhann Þór við en Arnór Tristan tróð í tvígang í fyrri hálfleik og varði þar að auki skot frá Fotios Lampropoulos með tilþrifum. Eftir þrjá tapleiki í byrjun móts hafa Grindvíkingar náð vopnum sínum á ný og unnið síðustu þrjá leiki. Meiðslavandræði gerðu þeim erfitt fyrir í upphafi en Jóhann Þór er nokkuð sáttur með gang mála. „Mér finnst við vera mega komnir aðeins lengra og þá sérstaklega sóknarlega. Þetta er ekki alveg nægilega vel smurt. Við erum of staðir og að treysta á einstaklingsframtakið sem við förum ekki langt á þegar mikið er undir. Það er eitt og annað sem við þurfum að laga en fullt af jákvæðum punktum og ég er bara mjög sáttur.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
„Það er bara eitt og annað. Í seinni hálfleik erum við á köflum úr jafnvægi varnarlega. Pruitt setur risaskot, erfið skot sem við svo sem alveg sættum okkur við en hann bara hittir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvers vegna Þórsarar komust aftur inn í leikinn eftir að Grindvíkingar náðu fínu forskoti bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Þórsarar eru síðan bara með hörkulið, vel rútinerað og það var vitað að þeir kæmu með áhlaup sem þeir og gerðu. Mér fannst við gera vel í að halda út og kreista þennan fram. Það gerir helling fyrir okkur.“ Margir lögðu í púkkið í kvöld hjá heimamönnum og það var Jóhann Þór ánægður með. Dedrick Basile var öflugur allan tímann, DeAndre Kane kom sterkur inn í lokin og þeir Ólafur Ólafsson, Daniel Mortensen og Kristófer Breki áttu allir góða spretti. „Við fáum framlag úr mjög mörgum áttum. Valur (Orri Valsson) komst alveg í mjög góðan takt í restina og menn taka því sem að höndum ber. Arnór Tristan (Helgason) kom með frábæra frammistöðu bæði í fyrri og seinni hálfleik. Hann nýtur augnabliksins og þetta er það skemmtilegasta sem hann gerist. Að gleyma sér aðeins í augnablikinu og njóta og hann er að gera það mjög vel,“ bætti Jóhann Þór við en Arnór Tristan tróð í tvígang í fyrri hálfleik og varði þar að auki skot frá Fotios Lampropoulos með tilþrifum. Eftir þrjá tapleiki í byrjun móts hafa Grindvíkingar náð vopnum sínum á ný og unnið síðustu þrjá leiki. Meiðslavandræði gerðu þeim erfitt fyrir í upphafi en Jóhann Þór er nokkuð sáttur með gang mála. „Mér finnst við vera mega komnir aðeins lengra og þá sérstaklega sóknarlega. Þetta er ekki alveg nægilega vel smurt. Við erum of staðir og að treysta á einstaklingsframtakið sem við förum ekki langt á þegar mikið er undir. Það er eitt og annað sem við þurfum að laga en fullt af jákvæðum punktum og ég er bara mjög sáttur.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira