Dusty burstaði Þórsara í seinni hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2023 22:42 Toppliðin Dusty og Þór mættust í Ljósleiðaradeildinni í kvöld og fór leikurinn fram á Anubis. Dusty byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Þórsarar svöruðu fyrir og staðan var 4-3 eftir fyrstu sjö loturnar. Þórsarar jöfnuðu leikinn í tíundu lotu og áfram voru liðin jöfn fram að hálfleik. Eddezennn og Peter leiddu fellutöflur liðanna í hálfleik en Dusty náðu loks að brjóta sig frá Þórsurum í hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik þar sem Dusty héldu algjöra flugeldasýningu. Þór sigruðu aðeins eina lotu í vörn en sókn Dusty réði öllum ráðum í seinni hálfleiknum. Eddezennn og Pandaz voru þar fremstir í flokki en þeir höfðu 27 og 22 fellur í lok leiks. Lokatölur: 16-7 Dusty gulltryggja því toppsæti sitt að hálfu tímabili loknu en Þórsarar fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti
Dusty byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Þórsarar svöruðu fyrir og staðan var 4-3 eftir fyrstu sjö loturnar. Þórsarar jöfnuðu leikinn í tíundu lotu og áfram voru liðin jöfn fram að hálfleik. Eddezennn og Peter leiddu fellutöflur liðanna í hálfleik en Dusty náðu loks að brjóta sig frá Þórsurum í hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik þar sem Dusty héldu algjöra flugeldasýningu. Þór sigruðu aðeins eina lotu í vörn en sókn Dusty réði öllum ráðum í seinni hálfleiknum. Eddezennn og Pandaz voru þar fremstir í flokki en þeir höfðu 27 og 22 fellur í lok leiks. Lokatölur: 16-7 Dusty gulltryggja því toppsæti sitt að hálfu tímabili loknu en Þórsarar fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti