Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2023 08:40 Bæði AP og CNN hafa hætt samstarfi við manninn sem tók þessa mynd en svo virðist sem mynd hafi komið í leitirnar af honum með einum leiðtoga Hamas. AP/Hassan Eslaiah Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. Shlomo Karhi segir um að ræða blaðamenn sem hafa starfað fyrir Reuters, Associated Press, New York Times og CNN. Miðlarnir hafa neitað því að hafa haft slíka vitneskju og segja „órökstuddar ásakanir“ stofna blaðamönnum í hættu. Karhi hefur bent á, máli sínu til stuðnings, að svo virðist sem ljósmyndarar hafi verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og segir að með því að mynda það sem gerðist hafi þeir í raun orðið þátttakendur í atburðarásinni. Benny Gantz, sem situr í herráði Ísrael, segir að ef það reynist rétt að blaðaljósmyndarar hafi vitað af árásunum áður en þær áttu sér stað ætti að fara með þá eins og hryðjuverkamenn. „Blaðamenn sem reynsta hafa haft vitneskju um blóðbaðið og kusu engu að síður að standa aðgerðalausir hjá á meðan börnum var slátrað eru engu öðruvísi en hryðjuverkamenn og ættu að vera meðhöndlaðir sem slíkir,“ sagði Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra, á Twitter. Danny Danon, þingmaður Likud, sagði að umræddir blaðamenn yrðu settir á lista yfir réttdræpa einstaklinga en miðlar í Ísrael segja sérstaka sveit hafa verið stofnaða til að hafa uppi á og drepa ákveðna einstaklinga innan Hamas sem komu að árásunum á byggðirnar í Ísrael. Fyrrnefndir miðlar hafa neitað því að samningar hafi verið gerðir fyrirfram um myndir frá árásunum en bæði AP og CNN segjast hafa slitið samstarfi sínu við blaðamanninn Hassan Eslaiah, sem hefur sést á myndum með Hamas-leiðtoganum Yahya Sinwar. New York Times hefur varið samstarf sitt við Yousef Massoud, sem var ekki að störfum fyrir blaðið 7. október en hefur tekið myndir fyrir það síðan þá. Reuters hefur neitað að hafa vitað af árásinni og að hafa átt blaðamenn meðal Hamas-liða daginn sem þær áttu sér stað. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Shlomo Karhi segir um að ræða blaðamenn sem hafa starfað fyrir Reuters, Associated Press, New York Times og CNN. Miðlarnir hafa neitað því að hafa haft slíka vitneskju og segja „órökstuddar ásakanir“ stofna blaðamönnum í hættu. Karhi hefur bent á, máli sínu til stuðnings, að svo virðist sem ljósmyndarar hafi verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og segir að með því að mynda það sem gerðist hafi þeir í raun orðið þátttakendur í atburðarásinni. Benny Gantz, sem situr í herráði Ísrael, segir að ef það reynist rétt að blaðaljósmyndarar hafi vitað af árásunum áður en þær áttu sér stað ætti að fara með þá eins og hryðjuverkamenn. „Blaðamenn sem reynsta hafa haft vitneskju um blóðbaðið og kusu engu að síður að standa aðgerðalausir hjá á meðan börnum var slátrað eru engu öðruvísi en hryðjuverkamenn og ættu að vera meðhöndlaðir sem slíkir,“ sagði Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra, á Twitter. Danny Danon, þingmaður Likud, sagði að umræddir blaðamenn yrðu settir á lista yfir réttdræpa einstaklinga en miðlar í Ísrael segja sérstaka sveit hafa verið stofnaða til að hafa uppi á og drepa ákveðna einstaklinga innan Hamas sem komu að árásunum á byggðirnar í Ísrael. Fyrrnefndir miðlar hafa neitað því að samningar hafi verið gerðir fyrirfram um myndir frá árásunum en bæði AP og CNN segjast hafa slitið samstarfi sínu við blaðamanninn Hassan Eslaiah, sem hefur sést á myndum með Hamas-leiðtoganum Yahya Sinwar. New York Times hefur varið samstarf sitt við Yousef Massoud, sem var ekki að störfum fyrir blaðið 7. október en hefur tekið myndir fyrir það síðan þá. Reuters hefur neitað að hafa vitað af árásinni og að hafa átt blaðamenn meðal Hamas-liða daginn sem þær áttu sér stað.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent