Gengið tók skarpa dýfu upp á tæplega 13 prósent síðustu tvo daga, eftir að tilkynnt var um starfslok Árna Odds Þórðarsonar sem forstjóra félagsins.
Innherji hafði í morgun eftir hlutabréfagreinandanum Snorra Jakobssyni að kaflaskil hafi orðið í rekstri Marels og framlegðarhlutfall fyrirtækisins væri að ná sér á strik. Bréf í félaginu væru verulega undirverðlögð.
Svo virðist sem fjárfestar séu á sömu skoðun og Snorri enda hafa þeir keypt mikið af bréfum í félaginu í dag.